VG er ekkert án ESB-andstöðu

Rúm 20% kjósenda merkti við framboð VG við síðustu kosningar og það var stórsigur fyrir flokkinn. Eitt aðalmál VG var að standa vörð um fullveldi Íslands og halda landinu utan Evrópusambandsins. Baráttan fyrir fullveldinu er rauður þráður í gegnum alla sögu róttækra stjórnmála, sem VG er hluti af.

Frá lýðveldisstofnun er það baráttan gegn hernáminu og útfærslu fiskveiðilandhelginnar sem róttæk vinstristjórnmál stóðu fyrir. Evrópusambandsaðild felur í sér innlimun Íslands í samrunaferli ESB í átt að Stór-Evrópu og í þokkabót hirðir sambandið yfirráð yfir fiskveiðilandhelginni.

Þeir kjósendur sem studdu VG við síðustu kosningar gerðu það af sannfæringu fyrir stefnufestu og heiðarleika VG. Forysta VG var hins vegar svo ósvífin að framselja atkvæði veitt flokknum yfir til Samfylkingar, sem einn stjórnmálaflokka vill Ísland í Evrópusambandið.

Mistökin frá 16. júlí 2009 eru ekki enn leiðrétt. Forysta VG verður að taka höndum saman við stjórnarandstöðuna um að afturkalla ESB-umsóknina. Annars er hætt við að flokkurinn verði áhrifalaus smáflokkur með innan við tíu prósent fylgi.


mbl.is „Subbulegar alhæfingar“ í ræðu Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmssom hefur líklega aldrei kosið VG. Samt reynir garmurinn að útskýra fyrir þeim sem stutt hafa flokkinn, af hverju þeir gerðu það.

Er þetta einhver "Freudian analysis"?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 11:05

2 identicon

Móðurástin getur verið sterk Haukur, enda lítur sterklega út fyrir að þú takir samfylkinguna fyrir sem móður þína, sem á aftur móður í Brussel.

Móðurástin getur verið sjúkleg, eins og Freud spekúleraði mikið í.  Það hefur lítið með Pál að gera.  En það væri líklega ráð að líta í eigin barm.  Hvar er hún mamma í hjarta þínu.  Það væri verðug Freudísk analýsa.  

Helst þó ekki fyrir opnum netheimum þó.

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 11:23

3 Smámynd: Elle_

´Garmurinn´ sem Haukur talar um hefur að vísu nokkrum sinnum sagt það opinberlega í síðunni að hann hafi kosið VG síðast.  Fullyrðingar út í loftið eru leiðinlegar.

Elle_, 26.8.2012 kl. 11:57

4 identicon

Af hverju segirðu Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja ESB? Hannes Hólmsteinn er alveg til í það. Hann er kannski ekki nógu heppilegur sölumaður. Getur Framsóknarflokkurinn ekki reynt að troða landsmönnum í Sambandið eina ferðina enn? Varla. Kannski að Samfylkingunni takist það?

http://eyjan.pressan.is/frettir/2008/10/31/hannes-holmsteinn-islendingar-munadarlausir-og-thurfa-skjol-esb-adild-enginn-heimsendir/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 12:19

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Freud er gamaldags lesið Carl young,Skinner eða ehv.

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2012 kl. 14:32

6 identicon

Hótunarbréf ECB opinberað ? "The controversial letter from the then ECB president Jean Claude Trichet to Mr Lenihan dated November 19, 2010, is said to have threatened the withdrawal of emergency liquidity assistance (ELA) to Ireland if the then government refused to accept the bailout, that included a ban on burning bondholders". http://www.independent.ie/national-news/michael-noonan-ecb-threat-letter-will-be-released-3210209.html

Hólsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 20:23

7 identicon

Hótunarbréf ECB opinberað ? "The controversial letter from the then ECB president Jean Claude Trichet to Mr Lenihan dated November 19, 2010, is said to have threatened the withdrawal of emergency liquidity assistance (ELA) to Ireland if the then government refused to accept the bailout, that included a ban on burning bondholders". http://www.independent.ie/national-news/michael-noonan-ecb-threat-letter-will-be-released-3210209.html

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband