Föstudagur, 24. ágúst 2012
Afætan Þráinn
Árlega fá stjórnmálaflokkar um 500 milljónir af almannafé beint í rekstur. Við höldum uppi þingflokkum stjórnmálaflokka fyrir milljarða króna á ári. Hvorttveggja er réttlætt með lýðræðinu; stjórnmálaflokkar eru vettvangur lýðræðislegrar umræðu um landsins gagn og nauðsynjar og bjóða kjósendum valkosti í kosningum.
Þráinn Bertelsson lýsir frati á hlutverk stjórnmálaflokka. En honum finnst allt í lagi að almenningur borgi sér laun og uppihald.
Þráinn er ein ástæðan fyrir niðurlægingu stjórnmálanna.
Sér engan tilgang í að mæta á fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tvöföld laun, og uppihald.
Ekki má gleyma því, að meðan hann nennir ekki að mæta á fundi (sem hann fær sennilega ekki borgað sérstaklega fyrir) þá þiggur hann ölmusulaun frá okkur, fyrir að hafa einhver tíma verið mislukkaður rithöfundur og leikstjóri.
Annars er Þráinn bara kominn á betri stað núna. Hann getur hvílst í friði, eftir að hafa valhoppað á milli flokka, til að kanna eftirspurnina eftir sér. Sem merkilegt nokk, var ákaflega takmörkuð.
En sem betur fer kom blessað stríðið... öh... blessað hrunið, sem gerði honum kleyft að gerast tvílaunaður hálaunamaður í flokki sem berst með oddi og egg fyrir einfalda láglaunamenn.
Við skulum þó muna, að þingseta Þráins skilaði okkur miklu þrekvirki. Söguna um fylleríið í Færyeyjum, og líknaþjónustuna sem þingkonur Vg veita fyllibyttum.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 07:50
Stjórnmálaflokkar ættu að vera vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og bjóða upp á valkosti, en er það svo? Er Þráinn ekki einmitt að lýsa frati á innihaldslausar mælsku"skrautsýningar" í þessu tilfelli VG, þar sem óánægjuraddirnar fá að heyrast svona til að friða samviskuna. Raunveruleg meining er engin. Hvaða valkosti eru t.d. VG að bjóða upp á? þ.e. á borði en ekki í orði. Er ekki Steingrímur að skrifa í erlend blöð þar sem hann hrósar sér af því að hafa gert nákvæmlega það sama og fyri ríkisstjórn lagði upp með?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 08:16
Vandi Þráins er sá að hann skortir hugrekki til að ganga alla leið og andmæla þeirri skoðanakúgun sem fram fer á fundum VG.
Hann sér greinilega engan tilgang í að mæta.
Þá afstöðu hans er auðvelt að skilja.
Það þjónar augljóslega engum tilgangi að mæta á þennan fund.
Innan VG ríkir stalínísk skoðanakúgun.
Hugleysi Þráins og fleiri vekur hins vegar furðu mína.
Hvers vegna þorir þetta fólk ekki að mótmæla svikum forustunnar og skoðanakúguninni sem allir sjá að viðgengst í þessum flokki?
Rósa (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:21
Sæll.
Fín athugasemd.
Ég sé engan tilgang með því að borga þessum manni þingfararkaup og listamannalaun.
Hið opinbera á ekki að greiða flokkum eina krónu af skattfé, ef menn vilja starfa saman í flokki kemur það engum við nema þeim og aðrir eiga ekki að þurfa að borga fyrir viðkomandi flokk. Þeir sem kjósa að styrkja viðkomandi flokk gera það þá.
Kosturinn við að taka ríkisstyrkinn af flokkunum er sá að þá neyðast flokkarnir frekar til að hlusta á kjósendur sína og auðveldara verður fyrir ný framboð að keppa við gömlu flokkana.
Helgi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:23
Sæll.
Ég gleymdi að nefna að Þráinn hefur áður ekki séð nokkurn tilgang með því að mæta á fundi - nefndarfundi á vegum Alþingis sem hann fær eigi að síður greitt fyrir að sitja ef ég man rétt. Muna ekki fleiri en ég eftir frétt fyrir eigi löngu um mætingar hans á fundi á vegum þingsins?
Helgi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:25
Sammála því að afnema styrki til stjórnmálaflokka. Og ég sé enga ástæðu til að hafa fyrrverandi þingmenn á biðlaunum að loknum kosningum. Ráðning þeirra er tímabundin, mest til fjögurra ára í senn. Það vita þeir fyrirfram. Sama á við ráðherra.
Sigurður (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.