Uppreisn gegn þingflokki Samfylkingar

Þingflokkur Samfylkingar er einangraður í ESB-málinu. Flokksfélagar sem starfa úti í þjóðfélaginu sjá æ betur að brennandi ESB-hótelið verður ekki áningarstaður Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð. Stefán Ólafsson prófessor skrifaði fyrir skemmstu pistil um að leggja ætti ESB-umsóknina til hliðar.

Andrés Jónsson birti ádrepu til þingflokks Samfylkingar um að nóg væri komið og afturkalla ætti ESB-umsóknina. Þriðji flokksfélaginn í Samfylkingunni gengur nú fram fyrir skjöldu og segir nóg komið af ESB-vitleysunni.

Jón Daníelsson birtir greinina ESB má bíða og hefst hún á þessum orðum

Það er löngu ljóst, öllum sem vilja sjá, að Íslendingar eru ekki á leið inn í Evrópusambandið að svo stöddu. Sumum þykir það skítt, en aðrir eru hoppandi kátir eins og gengur. Hörðustu ESB-sinnarnir verða á endanum að kyngja þessari staðreynd.

Jón vekur athygli á því að ekki er lengur meirihluti á alþingi fyrir þeirri umsókn sem var samþykkt 16. júlí 2009. Hann hvetur til þess að Samfylkingin beiti sér fyrir sem víðtækastri sátt að hætta viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands.

Þingflokkur Samfylkingarinnar er einhuga um ESB-umsóknina en flokksfélagar snúa við henni baki hver af öðrum. Hver kyngir fyrst í þingflokknum?

 

 


mbl.is Vaxandi titringur vegna evrukreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það liggur við að maður vorkenni þingmönnum Samfylkingar.

Þeir eiga bara tvo slæma kosti.

Annar er að viðurkenna hreinlega að aðlögunin að ESB hafi verið gönuhlaup, pólitískt flopp, eða sitja við sinn keip.

Hvoru tveggja kallar á hugrekki, sem er vont fyrir stjórnmálamann á frambraut.

Sá sem viðurkennið floppið fyrstur, gæti verið útskúfaður.

Eða verðlaunaður fyrir raunsæi.

Þeir þingmenn sem sjá hlutina raunsætt, eiga þó á hættu reiði þeirra þingmanna sem sjá endalokin nálgast. Jóhanna gæti t.d. aldrei samþykkt að hætta við þau skilyrði, að hennar eina pólitíska mál, hafi verið gönuhlaup.

Nú reynir á kattasmölun í Samfylkingu.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 13:15

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég vil minna á hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa greitt atkvæði á alþingi um ESB-viðræður (aðlögun).

Það er ekki hægt að nota gömlu blekkingar-aðferðirnar lengur!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 13:23

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hið sorglega er að þegar menn taka ranga ákvörðun og halda fast í þá ákvörðun, sama hversu rétt eða röng hún lítur út fyrir að vera, þá eiga þeir sömu aðilar mjög erfitt með að viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér. 

Þetta mannlega eðli hefur valdið mörgum miklum harmkvælum í gegnum tíðina, en þeir sem viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér og biðjast fyrirgefningar eru menn að meiri.

Ég vona svo innilega að stjórnmálamenn taki upp þá iðju að viðurkenna þegar þeir hafa á röngu að standa og taki upp nýja stefnu, stefnu sannleika og heiðarleika, það yrði alfarsælast fyrir þá sjálfa og þjóðina alla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.8.2012 kl. 14:26

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað hefur feigðarflanið kostað okkur í beinhörðum peningum og ekki síður í töfum frá brýnum verkefnum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2012 kl. 15:06

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég tek undir orð Tómasar Ibsen.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 15:15

6 Smámynd: Elle_

Við erum nefnilega með nokkra svona stjórnmálamenn sem aldrei gera neitt rangt hversu hrikalega það blasir við meginþorra manna.  Og mundu aldrei viðurkenna það þó þær sæju það sjálfir.  Svo eru stjórnmálamenn sem eru bara forhertir.  Hvorttveggja eru hættulegir stjórnmálamenn.

Elle_, 16.8.2012 kl. 15:39

7 identicon

Ekki veit ég hver skrifaði undir dulnefninu Seiken, en mig langar að vitna til frábærrar athugasemdar Seiken sem birtist hér 31. 10. 2011 kl. 15:10. 

Þessi athugasemd útskýrir það hvers vegna Atli Gíslason og Lilja Mósedóttir yfirgáfu endanlega þingflokk VG ... og sögðu sig úr VG.

Það var vegna viðurstyggilegrar samansúrrunar Icesave málsins og ESB aðlögunarinnar, með Deutsche Bank og AGS sem þrælapískarana, sem heill haugur af fyrrverandi og núverandi fjór-flokks-hyski sagði hallelúja við:  

Það var kominn tími til að fólk færi að kveikja á perunni hvað þetta mál varðar. Atli Gísla var í raun fyrir löngu búinn að gefa þetta í skyn. Og verksummerkin eftir þessa atburðarrás eru alls staðar.

a) VG sækir um í ESB, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fyrir kosningar.

b) Um leið og stjórnin tekur við þá er breytt um stefnu í Icesave (Svavar sendur af stað) og kemur heim með afleitan samning enda hefði ESB neitað að taka við aðildarumsókninni ef að Íslendingar hefðu ekki samið í málinu.

c) Stjórnvöld taka aldrei til varna fyrir Ísland í Icesave málinu erlendis.  ESB getur alltaf hótað að afgreiða ekki umsókn um aðild ef SJS og JS eru með einhvern derring.

d) Nýji landsbankinn gefur út skuldabréf í erlendri mynt (ca. 300 milljarðar) og leggur inn í þrotabú gamla bankans. Viðsemjendurnir í Icesave geta þar með sneitt framhjá gjaldeyrishöftunum.

e) Deutsche Bank er kallaður að samningaborðinu þegar verið er að semja um uppbyggingu bankana ásamt Hollendingum og Bretum. Niðurstaðan er algjör uppgjöf í skuldamálum heimila og endurreisn bankakerfisins. Evrópskir kröfuhafar fá aðstoð við að háma í sig skuldug heimili og fyrirtæki. Aldrei fæst upplýst um hvað nákvæmlega var samið. Þetta kallar SJS að "normalisera samskiptin við útlönd".

f) JS og SJS hafa alltaf viljað afnema verðtryggingu en nú er það allt í einu ekki hægt.  Verið er að nota verðtrygginguna sem svipu á kjósendur til þess að fá þá til þess að styðja aðild að sambandinu. Minni á að nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn kallaði verðtrygginguna "anti-social" í Silfri Egils í gær.

g) Það eru fyrst og fremst aðildarsinnar innan SF og VG sem hafa tekið þátt í að sakvæða almenning í umræðum um skuldamál heimilanna.  Og hverjir eru það sem mala hæst um hversu illa var farið með kröfuhafa og því hafi verið réttlætanlegt að senda skuldug heimilinn til vinnu í grjótnámum bankanna, sem voru endurreistir sem innheimtustofnanir kröfuhöfum til dýrðar en ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi (good bank-bad bank)? Hefur einhver spurt Mats Josefsson af hverju hann yfirgaf landið í fýlu?

Er ekki orðið tímabært að fara að vakna kæru landsmenn?

Það var Joseph Stieglitz, sem er Nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn, sem kallaði verðtrygginguna and-samfélagslega, en Steingrímur J. setti upp luntasvip þrjóskunnar, 65 ár samtals ríkisverðtryggður til launa og lífeyris með Jóhönnu Sig., þegar Stieglitz bauðst til að gefa honum góð ráð til hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Nei, fjósamaðurinn, sem kvittar undir alla gjörninga Deutsche Bank, hrægamma og erlendra vogunarsjóða undir drekavæng AGS, vildi ekki góð ráð frá Stieglitz til hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Kannski spilaði þar líka inn blind heift og valdnauðgunarárátta Steingríms J. í garð Lilju Mósedóttur, sem  hafði forgöngu um það að fá þennan mjög svo virta hagfræðing hingað til lands til að gefa góð ráð til heilla og hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Það voru margir velviljaðir, karlar og konur, sem reyndu strax eftir Hrunið, að koma vitinu fyrir ríkis-verðtryggðu 4-flokka hirðina,

sem öll hefur hins vegar staðið þétt saman vegna eigin sérhagsmuna til að ræna íslenskan almenning í gegnum ár og áratugi, enda nýtir öll 4-flokka hirðin ríkis-verðtrygginguna til opin-berra launa sinna og lífeyris.

VG er eitt lygamerki og svika.  Er nema von að Atli og Lilja hafi yfirgefið VG? 

Ég vitna beint til skýrra og umbúðalausra orða Atla í ræðu hans á þingi í maí, eldhússdagsumræður á þingi: 

“Icesave-samningurinn sem var lagður fram í júní 2009 var skilgetið afkvæmi umsóknarinnar.

Samningurinn var skilyrði þess að umsóknin yrði móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni.

Það kom flatt upp á marga að samningurinn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009.

Steingrímur J. Sigfússon sagði í apríl sama ár að það lægi ekkert á að semja. En skýringin lá í augum uppi.

Samningurinn var lykill Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og ráðherradómi og hluti af aðildarumsókninni sem aftur skýrði leyndina.

Á síðari stigum málsins kom ESB með virkum hætti inn í dómsmálið fyrir EFTA-dómstólnum.”

Bjarni Benediktsson sagði já við Icesave

ásamt heilum haug af banka- og ríkis-sponoreruðum 4-Flokks hyski

ESB aðlögunarinnar, með Deutsche Bank og AGS sem þrælapískarana.

Nú sætir Deutsche Bank rannsókn vegna Libor skandalsins,

sem skekur bankakerfi alls heimsins,

en litlir kallar og litlar kellingar á ríkisjötunni, samansúrraða BDSV klanið,

hugsa bara um opin-beru réttindin sín, í stað þess að axla ábyrgð

og snúast af krafti og verja hagsmuni lands og þjóðar,

sem varðar skuldaþrældóm þjóðarinnar, ef fram fer sem horfir.

Til hvers er þetta BDSV banka- og ríkisjötu hyski? 

Steingrímur J. er undirföru

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 16:39

8 identicon

Já, Steingrímur J. er undirförull lygari

Já, Bjarni Ben. er undirförull lygari.

Já, samFylkingin er heill haugur af undirförlum lygurum,

sem bara vill moka skít sínum undir Brussel-dregilinn.

Hvenær ætlar almenningur að vakna og glenna upp augun

og hætta að taka "það reddast" strútinn á þetta?

Það reddast ekki rassgat,

nema við stöndum saman gegn mafíu 4-Flokksins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 16:43

9 identicon

Gott hjá Pétri að rifja upp þessa sönnu og góðu athugasemd Seikens frá því í fyrra.

Toni (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 17:29

10 identicon

Takk Toni, mér finnst þessi athugasemd Seiken vera þess verð að rifja upp,

aftur og aftur, í stíl Cató gamla.

Og þá einnig með því að minna jafnframt á það að "Sjálfstæðis"Flokkurinn

og samFylkingin, sátu í Hrun-stjórninni og fengu svo AGS,

helsta vörsluliða stórbanka-glæpamanna til að skuldsetja íslenska þjóð.

Trottunum í samFylkingunni, með Má Guðmundsson, sem Basil fursta,

volganbeint  frá BIS, seðlabanka seðlabankanna,

leiddist svo ekki, ríkistryggðir sjálfir til launa og lífeyris,

að skuldsetja íslenskan almenning áfram, já áfram, sjálfum sér til græðgi.

Það passaði Stalínistaklíku VG vel. 

Þetta er að verða eins og í rússnesku "byltingunni",

sem var fjármögnuð af nokkrum helstu stórbönkum heimsins, á sínum tíma.

Það er kominn tími til að íslenskur almenningur átti sig á því, að

við búum á Dýrabæ, þar sem öll valdaelíta 4-flokksins eru svínin.

Stöndum nú saman gegn græðgi og valdnauðgunaráráttu svínanna

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 18:07

11 identicon

Öll svínin vilja, eða hafa viljað, moka skít sínum undir Brussel-dregilinn.

Sum svínin þykjast eitthvað annað núna, en rifjum þá upp sögu þeirra,

td. Bjarni Ben., formaður "Sjálfstæðis"Flokksins; hann sagði já við Icesave,

lúxus-aðgöngumiða elítunnar að ESB. 

Það kom reyndar heill haugur af gömlu svínunum, með allt niðrum sig,

en ríkisverðtryggð og bólgin af opin-bera afturgöngu lífeyrinum,

og grátbað skuldaþræla þessa lands, almenning,

að borga einka-skuld hins einka-vina-vædda Björgólfs Thor, lepp

Deutsche Bank.

Og bæþevei, nóg er enn af einka-vina-væddu svínunum í Framsókn.

Við vitum þetta öll. 

Ætlum við að láta 4-flokka svínin valta yfir okkur áfram, já áfram????  NEI.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 18:27

12 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlagaðan ESB og Brussel skítadregil svínanna.

Eigi síðar en í nóvember 2012.

Og meirihluti okkar, sauðsvarts almennings, mun segja dúndrandi NEI.

Eftir það er vert að dusta rykið af rannsóknarskýrslu Alþingis

og bæta við þá skýrslu ... í allar áttir tímans. 

Svínin þurfa bara að segja satt og rétt frá ... og afhjúpa sig sjálf.

Er það virkilega til of mikils mælst?  Þjóðin á það inni hjá svínunum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 18:41

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það treysta allir pólitíkusar á gullfiskaminni íslendinga, og undir-róður pólitískra ríkisfjölmiðlanna við að blekkja almenning.

Lýðræðið er hundsað og lítilsvirt af yfirstjórn íslenskra flokkseigenda, og þar með er lýðurinn einskis metinn, fyrir utan þann ofurskatt og ó-mannúðlegt vinnuframlag sem hægt er að þvinga út úr lýðnum, á þrælalaunum, skipulögðum af lífeyris-banka-glæpamanna-stjórnendum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband