Föstudagur, 13. júlí 2012
Þóruframboðið - námskeið í sjokki
Róttæki sumarháskóli Reykjavíkurakademíunnar efnir til námskeiðs fyrir stuðningsmenn Þóruframboðsins undir yfirskriftinni Þóra - hvað gerðist? Í kynningu segir
Ungt fólk sem alla jafna syndir á móti straumnum og gengur hart fram gegn gildandi kerfi og viðmiðum sameinaðist Ingu Lind, Sjón, Bergi Ebba og Láru Björg í þeirri óvenjulegu draumsýn að koma Þóru Arnórsdóttur og manninum hennar Svavari Halldórssyni á Bessastaði. Hvaða sameiningarafl var það sem fékk þverskurð þjóðarinnar til að veðja á unga konu, þungaða af framtíðinni sem sinn kandídat? Hversvegna misheppnaðist framboðið svona gjörsamlega þrátt fyrir frábæra markaðssetningu og velvild fjölmiðla?
Jú, svarið liggur í síðustu spurningunni. Þóruframboðið var aðeins markaðssetning og fjölmiðlaumfjöllun - ekkert innihald. Almenningur skynjaði innihaldsleysi Þóruframboðsins. Markaðsvæðing Þóru, t.d. með Þóru-deginum, dró ekki fjöður yfir málefnatómið heldur undirstrikaði það.
Athugasemdir
Vel mælt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.7.2012 kl. 10:25
Ætli fólk hafi ekki skynjað það, að Samfylkingin er gegnsýrð af hugsuninni um völd, valdanna vegna.
Samfylkingin leitaði lengi að "einhverjum" til að velta Ólafi, fann ágætt myndefni, sem sómir sér vel á auglýsingaplaggötum og afhent þennan "einhvern" í hendurnar á auglýsingafólki.
Útkoman varð einhverskonar kókakóla frambjóðandi, dísætur sem hefur ekkert næringargildi.
Ég er hinsvegar fullviss um að róttækir vinstrimenn finna aðra hentugri skýringu, nefnilega að þjóðin sé svo vitlaus.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 10:39
Einmitt, þetta var lítið annað en umbúðir og fjör...
Skúli (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 11:15
Frambjóðendur fjórflokksins eru puntudúkkur.
Þingmenn fjórflokksins eru puntudúkkur.
Heill haugur af uppdubbuðum puntudúkkum
í heimi sáldursins undir skrani plastkúplanna,
dansandi eftir vemmilegri forskrift spiladósa
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 12:42
Gáið að því, og sjáið hið augljósa:
ESB, gæðavottaðar og staðlaðar puntudúkkur, framleiddar í Kína
og einn sköllóttur rindill og ein heilög silfurskotta þagnarinnar
stíga dansinn með tveimur silfurskeiðum
- öll í gapandi lausu lofti í gjánni milli þings og þjóðar.
En gáið að því og sjáið hið augljósa, að þjóðin mun dafna best án þeirra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.