Miðvikudagur, 27. júní 2012
Valdapróf Samfylkingar
Völd eru mæld með ýmsum hætti. Ótvíræðasti mælikvarðinn er sigur í kosningum. Samfylkingin lagðist í forkosningar á netinu til að finna þann frambjóðanda sem líklegastur væri til að fella Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands.
Þóruframboðið er tilraun Samfylkingar til að koma sínum frambjóðanda á Bessastaði. Markmiðið er að sýna völd og mátt flokksins.
Samfylkingin vill vitanlega ekki gefa upp hvernig Þóruframboðið er fjármagnað. Það myndi upplýsa um baktjaldamakkið sem eru snar þáttur í valdabraski.
Meirihluti á móti leynd um fjárframlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Norræna velferðarstjórnin sem gaf erlendum vogunarsjóðum opið skotleyfi, á atvinnulaus og fjárvana íslensk heimili, vegna stökkbreytra ólöglegra gengisbundinna lána,og að öllum líkindum ólöglegra verðtryggðra lána líka, ætti nú að sjá sóma sinn í að segja af sér,áður en þau valda þjóðinni meiri skaða, og boða til kosninga sem fyrst, en því þora þau ekki því þau vita sem er að þau munu verða fyrir fylgishruni, í næstu kostningum.
Og á sama tíma sem MS sjúklingar fá ekki lyfin sem þeir þurfa, og Fjölskylduhjálpin verður að loka á skjólstæðinga sína vegna fjárskorts, fær strandveiðiflotinn ekki að veiða makríl í Breiðafyrði, sem er fullur þessa stundina af makríl,því hálvitagangurinn er svo mikill í ofstjórnun að strandveiðiflotinn má ekki stunda aðrar veiðar yfir sumarið en strandveiðar.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 14:17
Ég er alveg sammála Páli. Auk þess held ég, að bókhald flokka og frambjóðenda sé, nema þeir séu því heiðarlegri, aðallega kattarþvottur. Ef ég vil styrkja með fimm milljónum króna, án þess að láta nafns míns getið, er einfaldlega hægt að skipta peningunum niður í 25 framlög að fjárhæð 199 þúsund krónur, sem skrifast til dæmis á konu mína, börn, tengdabörn, barnabörn, góða vini og samstarfsmenn eða fátækari flokksfélaga mína. Þetta er svolítil handavinna. Á meðan hún fer fram, get ég lánað frambjóðandanum eða flokknum þessa peninga, ef uppgjör þarf ekki að leggja fram fyrr en að afstöðnum kosningum. Er eitthvað skakkt í þessu? Eru reglurnar nokkuð annað en aðferð til að slá ryki í augu almennings, svo að hann láti fremur afskiptalausa ofurstyrki af almannafé til stjórnmálaflokka?
Sigurður (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 15:44
Fréttablaðið kallar opið bókhald "atriði" í dag. Eru einhverjar bókhaldsbrellur í gangi hjá Ólafi og Þóru? Af hverju mega kjósendur ekki sjá? Mega þeir ekki fatta trixið?
http://www.dv.is/frettir/2012/6/28/lemacks-starfar-fyrir-frambod-thoru/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 08:25
Góðir punktar hér frá Halldóri og Sigurði. Og svo hefur Ólafur verið alveg heiðarlegur.
Elle_, 28.6.2012 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.