Össur segir eitt í Brussel og annað á Íslandi

Í Brussel segir Össur utanríkis að samningsafstaða Íslands liggi fyrir í sjávarútvegsmálum. Á Íslandi kannast sami Össur ekki við það að samningsafstaðan sé tilbúin.

Össur þorir ekki að segja upphátt að Íslendingar munu aldrei fallast á að það ákvæði Lissabonsáttmálans um að fiskveiðilandhelgi aðildarríkja heyrir undir Evrópusambandið.

Bjölluatið í Brussel var aldrei fyndið og er orðið aumkvunarvert.

Össur rekur utanríkisráðuneytið eins og flokkskontór Samfylkingarinnar. Hann skeytir hvorki um heiður né skömm lands og þjóðar.

Þeir embættismenn sem láta hafa sig að fíflum hljóta að átta sig á því að dagar Össuar í ráðuneytinu eru brátt taldir. 

 


mbl.is Liggur samningsafstaðan fyrir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur er náttúrulega ekki einn. Í þeim hópi sem styður og styrkir Össur og félaga, eru harðsnúnir aðilar sem tilbúnir eru til að verja rétt glæpahópa innan ESB til þess að reka sína glæpastarfsemi á Íslandi, í samræmi við opinn vinnumarkað og frjálst flæði fólks innan ESB.

Hells Angels, Outlaws, litháískar og pólskar mafíur, aðrir smáir sem stóri hópar sem og einstakir glæpamenn, njóta stuðnings meðal þessa fólks, yfirleitt með skýrskotun í að Íslendingar sjálfir stunda glæpi.

Með þessari rökfærslu, má búast við því að stór hópur (sem oftast kennir sig við umburðarlyndi) kjósenda og stuðningsmanna Össurs, taki því fagnandi að spænskur mafíusjóher ryksugi íslensk fiskimið.

Vissulega geng ég svolítið langt með ofangreindu, þessi hópur viðurkennir að sjálfsögðu ekki opinberlega að þessi hópur sé velkominn, en vísar yfirleitt til þess að íslensk yfirvöld hafi fullt vald á úthlutunum (á staðbundnum kvótum) við Ísland.

Eins og kunnugt er, þá heldur þessi skýring ekki vatni, enda hafa spænskar útgerðir haft það af, að smygla sér inn í fiskveiðikerfi Breta og Íra, og eru nú í þessum skrifuðum orðum, að ryksuga fiskimið þeirra.

Bjölluatið er ekkert bjölluat. "Viðræðurnar" er sameiginlegt prójekt Samfylkingar og ESB, hvernig hægt sé að koma Íslandi inn í ESB, þvert á vilja þjóðarinnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband