Össur þjösnast í þágu Þóru

Forsetaframbjóðandinn Þóra Arnórsdóttir er líkt og Össur utanríkis ESB-sinni til margra ára. Þrátt fyrir að Evrópa standi í ljósum logum vegna skuldakreppu á evru-svæðinu heldur Össur áfram að þjösnast umboðslaus með ESB-umsóknina um ranghala skrifstofuveldisins í Brussel.

Samfylkingin leggur dæmið upp þannig að góður árangur Þóruframboðsins sé stuðningur við ESB-umsóknia.

Þeir sem andvígir eru aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu að íhuga alla aðra kosti en Þóruframboðið.


mbl.is Þrír kaflar opnaðir til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég skil nú ekki í þér Páll. Þóra hefur sagt okkur að það sé álíka gáfulegt að sækja um í ESB og að leigja herbergi í brennandi íbúð. Þá hefur Þóra gagnrýnt framgöngu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálunum.

Þór hefur brugðist reið við þegar hún er tengd Samfylkingunni. Við það auma baterí og við það lið hefur hún engin tengsl og vill ekkert af því liði vita. 

Að vísu tekur Samfylingarliðið ekkert mark á Þóru og styður hana samt, gegn hennar vilja. Illugi Jökuls, Þorólfur Matthíasson, Eiríkur Bergmann, Magnús Björgvins, og allir Samfylkignarsnúðarnir klína sér upp við eða í  Þóru í hennar óþökk. Rétt eins og vírusar. 

Þóra eyðir tíma sínum að hlaupa undan þessu liði  og þetta lið á eftir Þóru. Það er ekki vona að liðið nái árangri. Allir skammst sín fyrir hvort annað. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.6.2012 kl. 17:17

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þóru er ekki eins leitt og hún lætur Sigurður, en áhangendur hennar og brautryðjendur eru eðlilega óþægilegir í ljósi meirihlutaálits almennings. AUðvitað vil hún ekkert við kauðana kannast, en einhvern þátt eiga þeir þó í því að hún náði meðmælum til framboðsins, svo mikið má vera ljóst.

Ég botna þó ekki í tengingu Páls um að Össur sé að þjóna Þóru.  Það er einhver þráhyggjubragur á því að tala þannig.  Össur þjösnast áfram með hennar eða án. Hann liggur undir þrýstingi að viðalda vitleysunni af sambandinu sjálfu grunar mig, vegna þess að það kæmi verulega illa við sambandið ef við drægjum okkur til baka á meðan allt er á fallanda fæti hjá þeim. Það eru eiginlega einu rökin fyrir því að allt sé í fína hjá ESB að Ísland sé að sækjast eftir aðild.

Allavega sé ég enga skýringu aðra, því það gengur þvert á alla vitræna hugsun og rökhyggju að enn sé verið að sækja þetta.  ÞAð er farið að nálgast algera vitfirringu.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2012 kl. 18:33

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður Þorsteinsson. Þóra er þóra og segir hvað henni býr í brjósti. Hún stjórnar ekki velgjörðar mönnum sínum. Hún er peð sem teflt er fram af samfylkingunni og ESB sinnar gera allt til þess að hún verði forseti. Kjósum Ólaf og sönum áskriftum á skynsemi.is

Valdimar Samúelsson, 22.6.2012 kl. 20:30

4 identicon


Í dag fór ég og kaus utankjörstaða og um leið spurði ég starfsfólkið sem tók á móti mér hvernig fyrirkomulag væri á kerfinu þegar talið væri upp úr kjörkössunum. Hvort t.d.Samfylkingin eða aðrir gætu komið völdum aðilum að við það verk og látið t.d.  telja vitlaust upp úr kössunum.Svarið sem ég fékk var að fjöldi manns kæmi að talningu út um allt land þar á meðal fólk sem fjármálafyrirtækin leggðu til vegna þess að það væri svo fljótt að telja atkvæðin. Því langar mig að vita er þetta löglegt?

Er löglegt að ákveðin hópur fyrirtækja fjármálafyrirtækja sem eru í eigu meðal annars erlendra aðila sem enginn veit hverjir eru leggi til fólk við að telja upp úr kjörkössum í kosningum til æðsta embættis Ríkisins?

Örn Ægir (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 21:58

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég var svona tortryggin líka eins og þú Örn,hafði á orði að það væri gott að þetta væri rækilega límt aftur,og tryggði að sá sem opnaði glutraði því ekki. En ætli sé ekki skylda að eftirlitsmenn frá öllum framboðunum,séu á vakt eða megi vera á vakt. Ég treysti a.m.k. engum af ríkisstjórnarliðinu,þótt vita megi að það eru ekki allir jafn undirförlir. Ein af þeim sem ég fór með að kjósa,fékk að rífa seðilinn vegna þess að hún tók rangan stympil,hún fékk annan seðil. Stymplarnir eru ekki fyrir neðan nöfn frambjóðenda inni í kjörklefanum,sumir sem kjósa skilja þá eftir einhversstaðar á hillunni,þeir eru 6, það getur ruglað suma sem gá ekki að sér.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2012 kl. 23:26

6 identicon

Já, hvernig leggja menn dæmið upp? Í ljósi sögunnar þar sem ekkert var að marka tölur banka og fyrirtækja leggur maður takmarkaðan trúnað á tölur skoðanakannanna, kosninga etc. Treystir enginn frambjóðenda sér - að Herdísi undanskilinni - til að opna bókhaldið? Hver vill ræfilstusku í stól forseta?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband