Miðvikudagur, 13. júní 2012
Þverpólitískt kosningasukk
Vaðlaheiðagöng eru tekin út fyrir samgönguáætlun og fá sérstaka fjármögnun frá ríkissjóði sem til skamms tíma var gjaldþrota. Þetta er upptaktur að sukksjórnmálum á kosningaári.
Vaðlaheiðagöng eru þverpólitískt samsæri um að sækja opinbert fé í gæluverkefni.
Ætla þingmenn aldrei að læra?
Vaðlaheiðargöng fá grænt ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fáránlegt! væri nær að sinna einhverju brýnna en þssu, það þarf göng á hættulegri staði en þennan
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.6.2012 kl. 16:14
Þótt ég búi á Akureyri þá get ég ekki sagt að ég sé desperate að fá þessi göng. Hefði haldið að þeir hefðu getað forgangs raðað betur en þetta.
Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 16:28
Já þetta er alveg hræðilegt. Held að það þurfi frekar að tvöfalda alla vegi í kring um rvk og nágreni....
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 16:56
Þeir þurfa að sjá reiði almúgans, þó orð séu til alls fyrst!
Almenningur (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:05
Það virðist oft gleymast að verkefnið Vaðlaheiðagöng á ekki að seinka neinum öðrum verkefnum vegagerðarinnar. Sem er mörg mjög brýn enda mun ríkið að fullu borga þau verkefni og verður t.d ekki innheimt veggjald í Norðfjarðargöng. Ríkið er ekki að borga Vaðlaheiðagöng að fullu líkt og önnur verkefni á vegaáætlun, þau eru ekki að seinka Norðfjarðargöngum svo dæmi sé tekið enda eru göngin ekki á vegaáætlun því þau eru einkaframkvæmd.
Svo má nefna það að tvöföldun vera í nágrenni rvk var til umræðu sem einkaframkvæmd á svipuðum forsemdum og Vaðaheiðagöng en viðbrögðin voru að ekki kæmi til greina að borga veggjöld þar sem eyddi möguleikunum á því að hafa það einkaframkvæmd.
og já íbúar Akureyrar þurfa ekki að komast yfir Víkurskarð til að t.d nýta sér heilbrigðis þjónustu þar sem verður sífellt nauðsynlegra þeim sem búa austan við Víkurskarð vegna niðurskurðar á sem dæmi sé tekið Húsavík.
Anna Guðný Baldursdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:27
Það eru nú reyndar orðin 38 ár síðan ég kom fyrstur fram með þessa hugmynd að gera veggöng í gegnum Vaðlaheiðina.
En nú er það mín skoðun, að það eigi að fresta ákvörðun um gerð þessara ganga, eða þar til að ákveðið verði að hætta við gjaldtöku fyrir umferð í gegnum göngin.
Jafnframt því að slá þessu á frest þá er ég sammála því að borun Norðfjarðaganga verði næst á dagskrá.
Tryggvi Helgason, 13.6.2012 kl. 17:37
Þingmenn læra aldrei.
Það sem verra er, það gera kjósendur þeirra ekki heldur.
Þvílkur staður, Alþingi og þvílíkt samsafn fólks!
Rósa (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:40
Hvað er þetta takur enginn efti kaldhæðninni í manni.
Þetta er svo mikið rétt hjá þér Anna Guðný.
Menn ættu að slaka aðeins á í þessum látum sínum og blammeringum um spillingu í stjórnmálum(sem reyndar klárlega eru) og tengja það við þessi göng.
Vaðlaheiðargöng eiga rétt á sér. Og Norðfjarðargöng eiga einnig rétt á sér. Svo einfalt er það.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:59
Helferðarstefna AGS að verki.
Skera niður heilbrigðis- og velferðarþjónustu um nokkur hundruð milljónir, en fara í risa-tröllheimskar framkvæmdir upp á hundruðir milljarða, með skattfé landsmanna sem baktryggingu. Hvort heldur það eru gælur vitfirrtra aula um hátækni-monsterið við Hringbraut, eða Vaðlavaðalinn, eða Icesave. Í því liggur hin ferfalda siðspilling lokkanna, enn á ný.
Það er til marks um vit þjóðarinnar, að einungis 10% hennar treystir löggjafar- og fjárveitingavaldi. Hér þarf algjöra uppstokkun á þver-pólitískri og samtryggðri siðspillingu valdakerfisins og stofnana þess.
Hér þarf þver-pólitíska samstöðu til lýðræðis og velferðar okkar. Það er ekki bara heilbrigð nauðsyn, heldur hreint út sagt lífs-nauðsyn fyrir okkur sem þjóð. Og við vitum það öll, mas. hinir siðspilltu. Það þarf bara að aftengja vald þeirra og það gerist miklu fyrr en síðar. Það líður að kosningum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 18:01
Höfum þetta á hreinu:
Já við áframhaldandi þverpólitískri siðspillingu sögðu:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Birkir Jón Jónsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Róbert Marshall, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þráinn Bertelsson og Össur Skarphéðinsson.
NEI við þverpólitískri siðspillingu sögðu:
Atli Gíslason, Baldvin Jónsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þór Saari.
Þau sátu hjá og sögðu ekkert. Er þögn þeirra sama og samþykki?: Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðrún H. Valdimarsdóttir, Jón Bjarnason, Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ögmundur Jónasson.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 18:06
heyr, heyr páll. þetta mál er dæmigert um gamaldags hrossakaup á alþingi. það mun stuðla að því að eyðilegga enn frekar mjög laskað traust almennings á þessum "jólasveinum" sem sitja þessa stundina á þinginu.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 18:27
Voru ekki Norðfjarðargöng mest aðkallandi sökum hættulegs ástands vegar. Hélt að flestir líti svo á. Síðan Dýrafjarðargöng,því ég held að allur almenningur dæmi það réttláta röðun,gott að sjá að systurdóttir mín er í nei-hópnum.
Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2012 kl. 18:52
Nú upplýsir hrunráðherrann Jóhanna í fréttum á baugsmiðli, að það sé stefnt að því að selja hluta af hlut ríkisins í Landsbankanum til að tryggja fé til Vaðlavaðalsins. Það hafi alltaf verið planið með haustinu. Það eru okkur fréttir, sem höfum beðið lengi eftir margræmdu gegnsæinu.
Einkavæðingarárátta helferðarhjúanna er alltaf eins, á kostnað almennings ... og nú fullkomlega samkvæmt helferðarstefnu AGS.
Það er kominn tími til að kasta varðhundum hins glóbalíska banka-auðræðis úr landi og huga að heilbrigðri uppstokkun og hreingerningu hér innanlands og það án dindla og hjúa glóbalískra hrægamma banka-glæpona.
Við búum hér á gósenlandi og það er ólíðandi að við séum fyrst rænd og skattpínd svo í framhaldinu, til ókominnar framtíðar, allt vegna vanhæfs alþingis og framkvæmdavalds og stofnana gjörspillts ríkisvaldsins, ekki síst eftirlitsstofnana þess. Og mér finnst það meira en lítið undarlegt, að hinir svokölluðu "vinstri" flokkar séu nú orðnir helstu ökonomísku böðlar framtíðar þjóðarinnar, þar sem misskiptingin vex nú í réttu hlutfalli við hræsni þeirra.
Það er löngu kominn tími til að almenningur gleymi þessum innantómu og afstæðu orðum, vinstri/hægri, sem notuð eru til að sundra okkur í aðskilda hópa og girða okkur af, sem sauði á leið til slátrunar. Stöndum saman og virkjum lýðræðið til velferðar okkar og til hagsbóta fyrir okkur öll. Því eins og gamall maður sagði forðum, þá ætti öllum að geta liðið hér vel. Það er skýlaus krafa okkar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 19:05
Þetta er svartur dagur í umferðaröryggi á Íslandi og þeirrar viðleitni fjölda manna að fækka alvarlegum umferðarslysum á Íslandi.
Pólitískt sukk tekið fram fyrir fagleg rög og rétta forgangsröðun í samgöngumálum á þann hátt sem aðrar þjóðir gera. Þeir sem greiddu þessu atkvæði sitt gefa ekkert fyrir mannslíf og að koma í veg fyrir alvarleg slys.
Á 20 árum frá 1991 til 2010 urðu 361 banaslys á Íslandi. Eitt af þeim var í Víkurskarði. Vegurinn og umhverfi hans hafði ekkert með það slys að gera. Vaðlaheiðargöng leggja ekki af miklu hættulegri vegi í Eyjafirði og landinu öllu. Í heildina á Víkurskarð 0.11% af öllum umferðarslysum á landinu.
Sama hvaða mælikvarðar eru notaðir, kemur Víkurskarð ekki út sem slæmur vegur. Umferðarmagn, hæð yfir sjó, veður, styttingar, hagkvæmni o.s.frv. Hundruðir annara kafla koma þar framar.
Hvað varðar jarðgöng eru algjörlega klárt, að Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og göng til Seyðisfjarðar eru mun mikilvægari.
Fyrir væntanlega notendur verður mun ódýrara að aka Víkurskarð en að greiða fyrir akstur í gegnum Vaðlaheiðargöng. Styttingin í tíma og kílómetrum er of lítil svo nemur hundruðum króna í hverri ferð. Þessu er öfugt farið í Hvalfjarðargöngum, þannig að allt tal og samanburður þar um er enginn.
Hér er því engin viðleitni í að fækka umferðarslysum á Íslandi heldur bara verið að sinna afar þröngum sérhagsmunum og þau rök og viðmið sem aðrar þjóðir hafa virt að vettugi.
Hrunið hvað.....
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 19:38
Enn ein snilldin frá ábyrgðarlausum ösnum sem stunda áfram miskunarlaust kjördæmapot.
Ég skil ósköp vel, að þingmenn norð-austurkjödæmis vilja vinna vel fyrir kjördæmið, sérstaklega þegar stutt er í kosningar, en ég skil ekki hina asnana, í hinum kjördæmunum, sem taka þátt í þessu rugli.
Annar angi af þessu kjördæmarugli er, að norðlendingarnir kusu allir með ruglinu, og sendu austfirðingum puttann. Verra fyrir austfirðingana er, að stjórnarþingmaðurinn í Samfylkingunni, Jónína Rós, kaus ruglið og hinn þingmaðurinn, Þuríður Bachman ákvað að vera fjarverandi.
Og enn einn ganginn komast kjörnir fulltrúar upp með það, að vísa í einhvern "þjóðhagslegan hagnað" og afgreiða þar með útreikninga sem gefa til kynna, að þessi göng komi aldrei til með að standa undir sér.
Sukk, bruðl og 10% landsmanna sem ber virðingu fyrir þessu liði. 10% of mikið, miðað við afrekaskrána.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 21:43
Eins og bent hefur verið á eru Vaðlaheiðargöng ekki á samgönguáætlun. Þau eru í einkaframkvæmd og tefja því ekki framkvæmd annarra samgönguverkefna. Þetta er því ekki "svartur dagur í sögu umferðaröryggis" eða neitt slíkt.
Aðeins að slaka á móðursýkinini, takk fyrir.
Anna (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:20
Anna. Þú verður að fyrirgefa en þessir tréhausar eru ekki alveg að skilja þetta. Eru svo gegnumsýrðir af samsæriskenningum að það hálfa væri nóg
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:32
Ríkisábyrgð, það fer alltaf illa þegar það er ríkisábyrgð á einhverju.
guru (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:39
Að halda að ríkisábyrgð á Vaðlarheiðargöng hafi ekki áhrif á aðrar vegframkvæmdir er barnalegt, auðvitað hefur þetta áhrif, meira að segja innanríkisráðherra hefur sagt að þetta hafi áhrif.
Þar með er ekki sagt að það sé ekki þörf fyrir þessi göng, þau eru bara ekki framkvæmd sem ríkið hafði hugsað sér að koma að í nánustu framtíð.
Aðferðarfræðin sem er notuð til að pota þessu inn er skammarleg og greinilega "kosningasukk".
En annars til hamingju norðlendingar með göngin ykkar og njótið vel. Við hin verðum bara að bíða ennþá lengur.
Atli (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:51
Mér þykir það mjög miður Anna, en þetta er ekki einkaframkvæmd. Vaðlaheiðargöng áttu að vera einkaframkvæmd, en enginn einkaaðili vildi setja fjármagn í þetta, af því að þetta gat ekki staðið undir sér.
Þess vegna eru Vaðlaheiðargöng núna ekkert annað en ríkisframkvæmd að mati Ríkisábyrgðasjóðs og Seðlabanka Íslands. Innborgað hlutafé í Vaðlaheiði hf. í peningum er einungis 22 milljónir, að mestu opinbert fé. Engin einkafyrirtæki standa þar að baki, svo vitað sé. Síðan eru hlutafjárvilyrði frá nokkrum sveitarfélögum, sem á að taka af skattfé norðanmanna á næstu 5 árum. Hlutur Vegagerðarinnar er að sjálfsögðu opinbert fé. Það væri fróðlegt að fá lista yfir einkafjármagnið í Vaðlaheiði hf. og þar með hlutahafalista.
Það sem er verið að samþykkja á Alþingi núna er ekki bara ríkisábyrgð á framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng. Ríkið er líka að fara að lána félaginu hverja einustu krónu í verkið. Enginn ætlar að lána í þetta, enda myndi slíkt koma niður á lánamöguleikum ríkisins til annarra framkvæmda.
Hvaðan á sá peningur að koma??? Prenta seðla, eða taka þetta af öðrum ríkisútgjöldum. Á það að koma úr velferðarmálum, menntamálum eða öðrum samgöngumálum á landsvíksu. Það er það sem blasir við.
Væri ekki réttast að taka þetta fé úr öðrum framlögum til norðausturkjördæmis, t.d. Háskólanum á Akureyri eða Hofi....
Því til viðbótar mun þetta verkefni kosta helling af gjaldeyri, enda unnið að mestu af erlendum aðilum. Erlendur gjaldeyrir er nokkuð sem við Íslendingar eigum ekki í augnablikinu.
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 23:07
Þetta Vaðlaheiðarrugl gerir ekkert annað en að seinka öðurum göngum. Tvenn göng verða ekki boruð í einu, þetta segja allir sérfræðingar um áhrif á efnahagslífið. Svo er barnalegt að halda því fram að veggjöld borgi göngin. Hver fer þarna í gegn og borgar kr. 1000.- fyrir að spara sér 10 mínútur ? Steingrímur veit að hann verður löngu hættur á þingi þegar ríkisábyrgðarlánið fellur á ríkissjóð. Tómt sukk með skattfé, ekkert annað.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 23:09
Sæll Páll; líka sem og aðrir gestir, þínir !
Örn Johnson ´43 !
Róaðu þig niður; ágæti drengur - og bentu Páli síðuhafa á, sem og öðrum hér í umræðunni, að þið Reykvíkingar, eruð afætur á Landsbyggðinni; hvar, 93 - 97% afraksturs verðmætanna, sem til verða úti á landi, lenda í sukk Svartholi ykkar, suður við miðbik Faxaflóans, ágæti drengur.
Það er; og hefir verið meginvandi Íslands byggðar, um allt of langan aldur, Örn minn.
Glerhallir Borgartúns syðra; þóktu brýnni smíðar - en almennilegir vegir, í stað 15. aldar troðninganna, vestur í Barðastrandarsýslum, til dæmis.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 23:41
Góðan dag, ég las ekki kommenntinn sem hér eru skrifuð en segi bara húrra húrra húrra húrra! Loksins kom eitthvað frá þinginu sem vit var í Vaðlaheiðargöng sem kostuð verða af þeim sem þau nota að lang mestu leyti! þeir sem vilja og hrópa hæst um að þau hefðu átt að fara í samgöngu áætlun og þá kostuð af almenningi 100% eru um leið á miklum villigötum um að þessi ákvörðun hafi verið röng því að það sem þeir borga sem nota er ekki kostað af almenningi! Skoðið gönginn milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðssfjarðar og Héðinsfjarargöng því ekki eru þau kostuð öðruvísi en af almenningi 100% það er fáránleg staðreynd!
Sigurður Haraldsson, 14.6.2012 kl. 07:00
Ágæti Óskar Helgi, ekki hef ég hugsað mér að troða illsakir við þig en hvaða glerhallir voru reistar við Borgartún á vegum ríkisins síðustu árin og féll einhver kostnaður á ríkið við þá framkvæmd, var lagt í einhverjar þessar framkvæmdir með ríkisábyrgð?
Með bestu kveðjum héðan úr sollinum.
Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 22:23
4flokkurinn er siðspillt og valda-kerfislægt og hugarfarslegt krabbamein.
En bótin í því máli er einföld, að roðfletta viðurstyggðina, ferfalda í roðinu.
Að hugsa út fyrir ramma 4flokksins og virkja heilabúið, okkur öllum til hagsbóta. Allur dilkadráttur til vinstri, til hægri og til miðjumoðs, er markviss aðferð fjárhirðanna til að sundra okkur sauðunum. Af-sauðumst og stöndum saman gegn dilkadrætti 4flokksins, þá mun okkur vel farnast.
Við búum í gósenlandi, samt hefur misskiptingin vaxið ár frá ári, á vakt einkavinavæðingar-, hruns- og helferðar-4flokksins. Þessi misskipting er beinlínis aðför að okkur öllum, óbreyttum og venjulegum saklausum sauðum. Þetta helvíti gengur ekki lengur. Af-sauðumst.
Til hamingju allir sem segja sig úr 4flokknum, því hann vinnur beinlínis
gegn öllum almannahagsmunum okkar, hann sundrar okkur og rænir, skattar og valdnauðgar. 4flokkurinn skammtar sjálfum sér ríkisfjárveitingar upp á hundruðir milljóna til þess eins að viðhalda valdi sínu. Ríkis-kerfið er rotið, en við getum breytt því, okkur öllum til hagsbóta.
Eitt lítið skref er upphafið, að segja sig úr 4flokknum og hefja ferðalagið saman.
Við erum ríkið, en ekki rotið hræ 4flokksins. Megi það hrynja, daunillt og freta sínu síðasta sem fyrst. Svo kjósum við til lýðræðis og velferðar okkar ... okkur öllum til hagsbóta, svo býlin okkar mörgu og smáu dafni.
Treystum hvert öðru, án boðvalds 4flokksins að ofan. Virkjum lýðræðislegan rétt okkar til að velja vegferð okkar til velferðar okkar allra saman.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 19:17
Öllu heilbrigðu fólki er það augljóst, að ríkisábyrgð á einkavæðingu er siðlaus
og hefur einungis leitt af sér hörmungar fyrir þjóðina.
Þar er enginn munur á öllum 4flokknum. Hann er þverpólitískur í sukki sínu.
Við segjum því nú, sem í Icesave málinu:
Við borgum ekki og munum ekki borga skuldir
einka-vina-væddra hrægamma og banka-glæpamanna
til daunillrar rasssetu gjörspilltra pólitíkusa 4flokksins.
Út með siðspillt skítapakkið.
Það líður að kosningum.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.