Evra og fullveldi eru andstæður

Evru-seðlar hafa verið rifnir út úr grískum bönkum síðustu vikur. Evrurnar fara til annarra landa eða bara undir koddann. Ástæðan? Jú, Grikkir óttast að vakna einn morguninn við þær fréttir að landið sé hætt í evru-samstarfinu og nýr gjaldmiðill, drakma, sé um 50% verðminni en evran.

Spánverjar eru þegar teknir til við að hamstra evrur og munu halda því áfram á meðan óvissa er um framtíð evru-samstarfsins. Næsti stóratburður verður um helgina þgar Grikkir ganga á ný til kosninga og freista þess að fá starfhæfan meirihluta.

Kjarni evru-kreppunnar er að fullveldi og sameiginlegur gjaldmiðill fer ekki saman. Í gjaldmiðlasamstarfi getur eitt ríki ekki eytt um efni fram án þess að það bitni á öðrum ríkjum, fyrr heldur en seinna. 

Suður-Evrópuríki vilja að Þýskaland ábyrgist skuldir evru-samstarfsins en Þjóðverjar segja á móti að sameiginleg fjármálastjórn komi fyrst, síðan samábyrgð á skuldum. Ýmsar hugmyndir eru uppi um hvernig megi sniðganga þversögnina, en þær eru reddingar ekki framtíðarlausn.

Þýskir fjölmiðlar hafa eftir Merkel kanslara að Þýskaland rísi ekki undir auknum skuldbindingum vegna evru-samstarfsins. Jafnframt varaði hún við einföldum lausnum (les: að Þjóðverjar borgi evru-reikninginn) og sagði langtímamarkmiðið yrði að vera pólitískt bandalag sameinaðra evru-ríkja, þ.e. Stór-Evrópa (en auðvitað notaði Merkel ekki það orð).

Fullveldið er hnífurinn í evru-kúnni: framsal fullveldis á ekki upp á pallborðið hjá þeim þjóðum sem mynda Evrópusambandið. Breskir blaðamenn kunna að greina kjarnann frá hisminu, til dæmis Jeremy Warner.

Stór-Evrópa kallar á stór-evrópuþjóð - en hún er ekki til.


mbl.is Lánshæfi Spánar lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tókstu eftir því Páll að vinir Ólafs í Kína neita að taka á móti Bondevik?

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/06/12/bondevik_meinad_ad_fara_til_kina/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 09:49

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nigel Farage segir sína skoðun á ESB þinginu.

http://www.youtube.com/watch?v=TN_1mF-3JTI&feature=youtu.be

Valdimar Samúelsson, 14.6.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband