Þriðjudagur, 5. júní 2012
Besti flokkurinn skilgreinir spillingu
Borgarfulltrúi Besta flokksins þáði boðsferð í ,,glæsilega jómfrúarferð" Wow air til Parísar. Nei, afsakið, hér er farið rangt með. Einar Örn Benediksson einkavinur forstjóra Wow fór í boðsferðina.
Einar Örn er borgarfulltrúi Besta flokksins - NEMA ÞEGAR HANN ER SAKAÐUR UM SPILLINGU, ÞÁ ER HANN BARA MAÐUR ÚT Í BÆ.
Þessir voru í jómfrúferð Wow air | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Einar Örn sem borgarfulltrúi er náttúrulega allt annar en Einar Örn besti vinur forstjórans..... allt upp á eina bókina lært. Já er það ekki stundum bara maður út í bæ stundum borgarfulltrúi, mörkin...... já hvar eru þau?????
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 20:07
Svona eins og Ögmundur þingmaður, þegar hann gagnrýndi lögregluna og varði hana svo sem Ögmundur formaður BSRB. Talaði stundum í svo marga hringi að hann vissi stundum ekki hvar hann stóð.
Steinarr Kr. , 5.6.2012 kl. 21:01
Ekki vildi ég þurfa að treysta Ögmundi fyrir mínu fjöreggi svo mikið er ljóst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 21:04
Var útrásin ekki einn alsherjar vinafagnaður?
Ragnhildur Kolka, 5.6.2012 kl. 21:14
Jú af fólki sem var einmitt ekki í vinnunni þegar það var að dúsast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 21:34
Einar Örn hættir að vera spilltur borgarfulltrúi, ef hann segir af sér
Sigurður (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 22:15
Jamm nákvæmlega gæti bara orðið nokkuð góður sykurmoli... eða þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 22:18
Einar Örn segist hafa mætt sem æskuvinur Skúla. Hann var 12 ára þegar Skúli var 6.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 22:36
Við skulum nú ekki hafa það á móti Einari Erni, þótt hann hafi verið seinþroska
Sigurður (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 22:45
og út úr leigupennanum streyma sannindin...
Jóhann (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 23:05
Í þessari umfjöllun er WOW air nefnt sem flugfélag. Það er ekki rétt. WOW air er ekki með flugrekstrarleyfi og getur því ekki kallast flugfélag. Flugfélagið sem starfrækir Airbus vélarnar heitir Avion Express og er skráð í Lettlandi. Neytendur þurfa því að snúa sér til flugmálastjórnar Lettlands til að sækja rétt sinn. WOW air er ekki með ferðaskrifstofuleyfi og getur því ekki heldur kallast ferðaskrifstofa.
Ingvar Tryggvason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 09:07
WOW air er ekki með ferðaskrifstofuleyfi?
Hvernig geta einstaklinga opnað skrifstofu án nokkurs leyfis og hafið sölu farmiða gegn greiðslum. Er það einfaldara enn að opna sjoppu?
Voru ekki eitthvertíman til í þessi landi bókaflokkur sem hét "Íslenskt lagasafn"
Haukur (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 11:26
Já Haukur, það er einfaldara en fólk grunar. Á bls 3 er skrifað um þetta...
"Flugslys sem varð í Cork á Írlandi þann 10.feb s.l. hefur
loksins orðið til þess að auka áhuga fjölmiðla og almennings
á útgerð sýndarflugfélaga, sem eru hvorki sá rekstur sem
lög og reglugerðir um flugrekstur taka til né almenningur/
flugfarþegar reiknar með að viðgangist."
http://www.fia.is/media/frettabref/2011/11mars.pdf
Ingvar Tryggvason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.