Þriðjudagur, 5. júní 2012
Evru-kreppa næstu 5 til 10 árin
Spánn er í reynd útilokaður frá lánamörkuðum, segir í uppslætti á þýska Welt. Þjóðverjar gera ráð fyrir yfirtöku þríeykisins Alþjólega gjaldeyrissjóðnum, ESB og Seðalbanka Evrópu á spænska ríkinu. Bankabandalag mun ekki breyta neinu um stöðu Spánar.
Evru-kreppan hófst upp úr 2008 þegar Lehman-bankinn hrundi og hratt af stað atburðarás sem er afhjúpaði veika stöðu bankakerfisins á Vesturlöndum annars vegar og hins vegar ósjálfbær ríkisfjármál í jaðarríkjum Evrópusambandsins.
Evrópusambandið, sem í reynd er klofið í tvær blokkir; evrulöndin 17 og hin tíu sem eru án evru, hefur ekki ráðið við kreppuna. Hugmyndir um að ríku Norður-Evrópuþjóðirnar, einkum Þýskaland en líka Holland, Austurríki og Finnland, veiti varanlega aðstoð (ekki lán) til Suður-Evrópuríkja stranda á andspyrnu almennings í þessum ríkjum.
Sumir veðja á að evran splundrist á næstu misserum. Ef hún gerir það ekki mun það taka mörg ár að búa til umgjörð utanum gjaldmiðilinn.
Öll ríkisfjármálabandalög enda ýmist með ríkjasamruna eða endalokum bandalagsins. Evran og ESB verða líka að beygja sig fyrir járnhörðum lögmálum sögunnar.
Bankabandalag til bjargar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fæ daglega sendingar frá Real Econ TV Þeir eru ekki í nokkrum vafa um að allt er að fara til fjandans og það fljótlega. Það verður engin mynt örugg. Eina leiðin til að geima peninga er að kaupa gull.
Snorri Hansson, 6.6.2012 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.