Evru-brandari Jóhönnu

Jóhanna Sig. getur verið laumufyndin. Forsætisráðherra segir

 að þetta sé hluti af aðildarviðræðum Íslands að ESB. Meðal þess sem verið sé að ræða er hvort ESB geti veitt Íslandi sérfræðiaðstoð til að flýta afnámi haftanna, sem sé eitt af brýnustu málum þjóðarinnar Þessu fylgi engin skilyrði af hálfu ESB.

Evrópusambandið rekur gjaldmiðil sem heitir evra. Gjaldmiðillinn sá er viðvarandi ógn við efnahagskerfi heimsins og skilur eftir sig sviðna jörð í jaðarríkum ESB.

Sérfræðiaðstoð frá snillingunum sem stjórna evrunni er hugmynd upp úr texta Pink Floyd um brjálæðingana sem yfirtóku hælið.

Það sem gerir Jóhönnu sérstaklega spaugilega er að hún fattar ekki sjálf brandarann.


mbl.is Skoða leiðir um afnám hafta með ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er eitt af aðlögunarmálunum, sem standa inngöngu fyrir þrifum. Önnur sem nefna má er stjórnarskrá með framsalsheimild fullveldis og ráðstöfunarrétti framkvæmdavalds yfir auðlindum, sem og bein færsla ráðstöfunarréttar yfir fiskimiðum til framkvæmdavaldsins. Þetta þarf allt að vera klárt svo hægt verði að afhenda fullveldið inn í "micro management" Brusselvaldsins.

Önnur mál eru svo fækkun sýslumannsembætta, kjördæmaog ráðuneyta til að gera útflutning valdsins straumlínulagaðann.

Til þess að ná slíku fram beitir hún ofbeldi og hótunum eins og Ásmundur Daðason bendir réttilega á í dag. Það liggur á. Tíminn er að renna út. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 12:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem er annars skoplegt við þessa sérfræðiráðgjöf er sú staðreynd að nú er alvarlega rætt um það í sambandinu sjálfu að koma á slíkum höftum til að forðast hrun. Fjórfrelsið hefur snúist í andhverfu sína.

Spurning hvort ráðgjöf ESB er holl. Barroso hringdi í seðlabankann haustið 2008 og og krafðist þess að ríkið tæki ábyrgð á bönkunum og beilaði þá út.  Gróf inngrip í innanríkismál hér sem til allrar hamingju var ekki hægt að verða við vegna þess að við höfðum einfaldlega ekki efni á sjálfsmorðinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 12:05

3 identicon

Hringdi í VISA og spurði um hámarksúttekt hjá þeim þegar farið væri erlendis "80 þús á sólarhring". Margfaldið þetta með 30dögum.... Er einhver að tala um gjaldeyrishöft..

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 12:31

4 Smámynd: Tryggvi Thayer

Og hvaða Pink Floyd texti er það?

Tryggvi Thayer, 25.5.2012 kl. 12:56

5 identicon

Ég þekki engan sem er með 2.400.000 í heimild á Visa. Mestalagi 250.000.

Jóhanna hlýtur að vera útrásarvíkingur...

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 14:37

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tryggvi: Það voru víst Fun Boy Three sem fluttu það merka lag, en tilvísunin kemst allavega til skila.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 16:34

7 identicon

Sigurður14;37

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti.

Ég hringdi og fékk þessi svör.

Þetta gefur kannske smá hugmynd um

hverjir þurfa ekki að lúta gjaldeyrirshöftum....

Það eru örugglega ekki heimildir í lágmarki á

ríkiskortunum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 16:38

8 identicon

Ég mæli eindregið með að fólk hlusti á gott viðtal við Ólaf Ragnar, sem er að finna á pressan.is

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/olafur-ragnar-oskiljanleg-vidbrogd-vid-gagnryni-a-thoru.-a-thetta-bara-ad-vera-einhver-skrautsyning

Þar kemur Ólafur einnig inn á vanda evrunnur og ESB, sem þjóni alls ekki hagsmunum íslenskrar þjóðar og lands okkar og auðlinda.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 19:00

9 Smámynd: Tryggvi Thayer

Kemst líka til skila hvað Páll vandar sig við vinslu greina sinna.

Tryggvi Thayer, 25.5.2012 kl. 19:12

10 identicon

Guðmundur Ásgeirsson og fleiri hafa spurt þess hvort atkvæðagreiðslan um þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs hafi verið ógild.

Spurning Guðmundar Ásgeirssonar er einstaklega athyglisverð og vert að henni sé gaumur gefinn.

Tilefnið er það, að Jóhanna ákvað það upp á sitt einsdæmi að hún sé tvítæk á þingi (og þingmenn því 64 þegar það hentar henni).

Það er vitaskuld brot á núgildandi Stjórnarskrá.

Og því fær ekki einu sinni Jóhanna Sigurðardóttir breytt, þó hún með offorsi reyni.

En það er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Jóhanna Sigurðardóttir brýtur gegn Stjórnarskránni.

Og munið það, að þetta er forsætisráðherra þjóðarinnar, sem telur sig yfir Stjórnarskrána hafinn.

Og munið það einnig, að þetta er manneskjan sem vill kenna öðrum siðfræði, en veit ekki hvað siðfræði er, því manneskja sem bæði brýtur markvisst gegn Stjórnarskránni og hefur jafnframt ítrekað logið að þjóðinni með fagurgala um skjaldborg og heimili landsins og svikið jafn harðan, hefur sagt sig frá lögum við þjóð sína og þar með rofið friðinn. 

Það er grafalvarlegt frú Jóhanna.  Þér ber að víkja.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 19:21

11 identicon

Okkur ber að virkja samstöðu okkar sem þjóðar

gegn sundrungarafli samspilltrar valdaelítu kerfisflokkanna, sem skattleggja okkur til að geta skammtað sér tugi milljóna hver af ríkisfé og og þiggja enn mútufé frá gjörspilltum bönkum.  Og nú frá alræði Brussel valdsins. 

Okkur ber að losna við þessa óværu, því annars endum við sem lúsug hjálenda ESB, agnarlítil lús út á norðurhjara veraldar.  Til hvers höfumm við þá þraukað hér í rúm 1100 ár?  Til að enda sem agnarsmá lús undir hæl stór-Þýskalnds?

Vér mótmælum því öll, að enda sem lús undir hæl stór-Þýskalands! 

Orðrétt (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 19:30

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flottur strámaður hjá þér Tryggvi. Til hamingju. Þú átt sennilega ekkert eftir til að slást við en fuglahræður og vindmillur.  Sorglegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 19:52

13 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ætli það sé fyrsti strámaðurinn sem sést á þessu bloggi?

Tryggvi Thayer, 25.5.2012 kl. 20:22

14 identicon

Það þarf ekkert að velkjast í vafa um að Jóhanna Sigurðardóttir hefur brotið Stjórnarskrána

og það má reyndar kalla gráglettni örlaganna að hún hafi afhjúpað sitt tvöfalda roð vegna ráðgefandi (skoðanakönnun?) þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Má ég benda á að 31. grein Stjórnarskrárinnar segir það skýrt og afskaplega greinilega að á Alþingi eigi sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn ... ekki 64,

enda þótt Jóhanna kjósi að sveigja lög að valdþorsta sínum og sjáist þá ekki fyrir í óskammfeilni sinni.  Það hefur hún margsinnis gert áður og hafa margir þingmenn lýst beitingu hennar á andlegu ofbeldi í hliðarsölum þingsins, en nú fór ofbeldi hennar fram í aðalsal þingsins og það við atkvæðagreiðslu þar.

Það er grafalvarlet mál.  Jóhönnu ber að víkja.  Hún á sér engar málsbætur, enda enginn setið jafn lengi á þingi og hún og henni átti að vera það fullljóst að hún braut gegn þeirri Stjórnarskrá, sem hún vill vanvirða og slíta friðinn: 

31. gr.  Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 20:55

15 identicon

Hér má svo lesa pistil Guðmundar Ásgeirssonar um málið:

Ályktunin ógild? Eða bara ráðgefandi... - bofs.blog.is

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 01:03

16 identicon

Og það var eftir öðru að HÍ stjórnmálafræðiprófessorinn

og ESB ofsa trúarklerkurinn Baldur Þórhallsson

skyldi vera heili og kjaftur Jóhönnu í þessu Stjórnarskrárbroti.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband