Ögmundur lýgur fyrir Össur

Ögmundur Jónasson hafnaði tillögu Vigdísar Hauksdóttur um að leggja ESB-umsóknina í dóm þjóðarinnar með þeim rökum að spurningin væri ekki rétt orðuð og tímasetningin ekki heppileg. Rökþunginn er ekki sterkasta einkenni innanríkisráðherra.

Ögmundur sagði já 16. júlíl 2009 þegar þingsályktun Össuar um að sækja um aðild var samþykkt. Rök Ögmundar voru þau að þótt hann sjálfur vildi ekki aðild þá væru einhverjir í samfélaginu sem vildu það (les: Össur og Samfylkingin). Bandalag við Össur skipti meira máli en heilindi gagnvart kjósendum.

Ögmundur situr enn í lygabjörgum með Össuri. Síðasti vaðallinn hljómar svona: 

Hef ég í tæp þrjú ár talað fyrir því að samninganefnd okkar verði sett tímamörk með dagsetningu þjóðaratkvæðagreiðslu en stjórnarflokkarnir í samvinnu við stjórnarandstöðu á Alþingi kæmu sér saman um dagsetningu hennar.

Ögmundur er fyrst og fremst að kaupa tíma fyrir félaga Össur til að virkja ESB-áróðurinn og bera fé á mann og annan.

Síðast liðinn fimmtudag fékk Ögmundur tækifæri að bæta fyrir svikin 16. júlí 2009 og segja upp lygabandalaginu með Össuri.  Ögmundur afþakkaði og situr uppi með skömmina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ríkisstjórn er orðin þvílík uppspretta ósanninda og svika að það er næstum skondið.

Það skiptir kratana meira máli að segja orð en að segja satt. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 11:12

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ögmundur getur haldið áfram að tala í eins mörg ár og honum sjálfum finnst "lýðræðislega" rétt. Það er hins vegar ekki orða að marka það sem hann er að tala, og trúlega er hann einbeittur ESB-sinni, en beitir fyrir sig lygum og falsi.

Ögmundur heldur að honum hafi verið gefið vit og ræðuhæfileikar, til að svíkja og blekkja almenning. Hann á margt ólært um raunverulega lífið og mikilvægi heiðarleikans, þessi pólitíkus sem hrært hefur í svikapotti stjórnmála í margra áratuga.

Hann fær ekki fleiri tækifæri til að ljúga og blekkja fyrir vin sinn Árna Þór Sigurðsson og fleiri hræsnara ESB-VG.

Nú er nóg komið Ögmundur! Segðu af þér eins og siðuðu fólki ber að gera eftir að svona alvarlegt svindl og svik opinberast! Og það eru svo sannarlega fleiri sem ættu að skammast sín til að segja af sér!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.5.2012 kl. 11:16

3 identicon

Frábærlega orðað Anna.

Ekkert fjárans esb hér (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 11:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Henni er ekki fysjað saman!!!

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2012 kl. 12:30

5 Smámynd: Sólbjörg

Siðblindir stjórnmálamenn eru ekki siðaðir menn og segja ekki sjálfviljugir af sér, þeir vilja verða einráðir og hlusta aldrei á kjósendur. Slíkum mönnum þarf að velta úr valdastóli! Eins og staðan er í dag á Íslandi er engin fær um slíkt nema við almenningur.

Það tekst að steypa þessari ríkistjórn á næstu vikum ef við dreifum nógu vel vitneskjunni um www.kjosendur.is

Okkar er valdið notum það vel. Tíminn er naumur!

Sólbjörg, 26.5.2012 kl. 13:33

6 identicon

Tek heils hugar undir stöðumat Önnu Sigríðar á Ögmundi.  Það er alveg ljóst að Ögmundur talar tungum tveimur, enda ryðst alltaf ættarfylgja Stephensenanna fram annað slagið og þá vill Ögmundur vera Landshöfðingi, langt yfir sauðsvartan almenning hafinn, að eigin mati.  Enginn hefur þvílíkt vit sem Stephensen til forræðis, hvíslar litli púkinn þá að Ögmundi og þá gleymir hann öllu hjali sínu um opið og virkt lýðræði. 

Ögmundur er krabbi og fer út á hlið í öllum málum.  Það er leitt, því innst inni er Ömmi vænn drengur.  Það er bara þessi árans púki sem hvíslar alltaf annað slagið í eyra hans, að hann sé Landshöfðingi Stephensen, hátt yfir aðra hafinn til forræðis.

Orðrétt (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 15:33

7 identicon

Okkur ber nú, að virkja samstöðu okkar sem þjóðar gegn sundrungarafli samspilltrar valdaelítu kerfisflokkanna, sem skattleggja okkur til að geta skammtað sér tugi milljóna hver af ríkisfé og og þiggja enn mútufé frá gjörspilltum bönkum.  Og nú frá alræði Brussel valdsins. 

Okkur ber að losna við þessa óværu, því annars endum við sem lúsug hjálenda ESB, agnarlítil lús út á norðurhjara veraldar.  Til hvers höfumm við þá þraukað hér í rúm 1100 ár?  Til að enda sem agnarsmá lús undir hæl stór-Þýskalnds?

Vér mótmælum því öll, að enda sem lús undir hæl stór-Þýskalands! 

Orðrétt (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 15:36

8 identicon

Fegurstu mótmælin felast í því að standa saman:  Með góðu skal illt út reka.   Það gerum við með því að skrifa undir áskorunina. 
 

Það gerðum við varðandi Icesave og gerum það enn og aftur.  Einungis 10% treysta núverandi þingi.

Það liggur í augum uppi að vanhæft þing og vanhæf ríkisstjórn nýtur ekki trausts yfirgnæfandi meirhluta okkar, sem viljum fá algjöra ormahreinsun innan fjórflokkanna og þremenningaklíku Hreyfingar/Dögunar. 

Allt heiðarlegt fólk, innan allra flokka, veit að vanhæfir þingmenn sitja sem límdir við stóla sína og hanga þar einungis sem rakkar á eigin roði.  Þessa pattstöðu þarf að rjúfa og það gerum við, heiðvirðir kjósendur allra flokka, með því að skrifa undir áskorunina.  Svo einfalt er það.

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 15:41

9 identicon

Sæll.

Þessi tillaga Vigdísar var hin þarfasta. Nú sjá kjósendur svart á hvítu fyrir hvað alþingismenn standa. Þingmenn Vg þurfa að útskýra ýmislegt fyrir sínum kjósendum og vonandi falla margir núverandi Vg þingmenn út af lista í næstu kosningum vegna þessara svika við sína kjósendur.

Næsta tillaga sem leggja þarf fram er vantrauststillaga. Þó hún nái ekki í gegn frekar en þessi veitir hún kjósendum skýrar upplýsingar um hvar hver þingmaður stendur, alveg eins og ESB tillaga Vigdísar.

Helgi (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband