Lýðræðið og verðlausir þingmenn

Þingmenn Hreyfingarinnar hafa í hendi sér að fella ríkisstjórnina. Í stað þess að hleypa þjóðinni að ákvörðun um skipan mála ganga þingmennirnir þrír um götur og torg að selja sig. Með hléum frá áramótum standa viðræður milli rísstjórnar og þremenninganna.

Með einni yfirlýsingu gætu þingmenn Hreyfingarinnar boðað til kosninga og þar með virkjað lýðræðið.

En þingmennirnir þrír hafa ekki nokkurn einasta áhuga á aðkomu þjóðarinnar. Þau Margrét, Þór og Birgitta verða verðlaus um leið og boðað verður til kosninga enda eiga þau enga von um endurkjör.

Veik ríkisstjórn hentar sölufólki Hreyfingarinnar ágætlega.


mbl.is Ekkert samkomulag um stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þar sem samningar hafa ekki tekist, liggur ekkert fyrir neitt samkomulag að við verjum ríkisstjórnina vantrausti".

Nú er mál málanna að þessi Hreyfingalitlu þingmenn styðji vantrausttillögu stærri flokka í stjórnarandstöðu, og sýni þar með kjósendum sýnum að þeim sé hægt að treysta. Annars þeim trúir þeim enginn....

Ekki finnst mér það endilega þurfa að vera Hreyfingin sem beri fram vantrauststillöguna. En finnst stjórnarandstöðunni ekki sjálfsagt þessi fádæma ríkisstjórn megi fara frá ????

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 08:48

2 identicon

Ég skil nú ekki í t.d. Sjálfstæðisflokkinum að leggja ekki fram vantrauststillögu strax, þar sem fylgi þeirra á örugglega bara eftir að dala eftir því sem líður á þetta kjörtímabil

Andri (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 08:58

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Páll þau skitu í buxurnar heldur betur! Ég var búinn að spyrja þau pernónulega hvort þau væru að ræða við stjórnina og þau svöruðu því neitandi það eitt er nóg fyrir mig til að kjósa þau aldrei aftur! Það lýgur enginn að mér án þess að honum sé refsað fyrir það!

Sigurður Haraldsson, 22.5.2012 kl. 09:26

4 identicon

Sæll.

Tek undir með Andra hér að ofan. Leggja á fyrst fram tillögu um að draga ESB umsóknina til baka. Þá er komið að ögurstundu fyrir þingmenn Vg og kjósendur þeirra sjá nákvæmlega hvar þeir standa. Guðfríður Lilja hefur blaðrað mikið undanfarið, með svona tillögu kæmi berlega í ljós hvort þetta blaður í henni væri bara í nösunum á henni (blaður ætlað til innanhússbrúks í Vg). Hvað ætlar Árni Þór "stofnfjárbréf" að gera ef slík tillaga verður borin upp?

Að því loknu á að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina. Þá verða þingmenn Hreyfingarinnar að gera endanlega upp við sig hvað þeir ætla að gera.

Þingmenn stjórnandstöðu er óttalegar gungur, jafnvel þó stjórnin standi þetta af sér er bráðnauðsynlegt fyrir kjósendur að sjá nákvæmlega hvar hver þingmaður stendur. Hvað ætlar t.d. Þorgerður Katrín "Harpa" að gera ef lögð verður fram tillaga um að draga ESB umsóknina til baka? Sjálfstæðismenn í hennar kjördæmi þurfa að sjá svart á hvítu hvar hún stendur núna svo hægt sé að henda henni út af framboðslista í næsta prófkjöri.

@Sigurður Har: Bara ef fleiri kjósendur hugsuðu eins og þú!

Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband