Mánudagur, 21. maí 2012
Deilt og drottnað
Aldagömul aðferð utanaðkomandi yfirvalda er að deila og drottna. Jóhönnustjórnin er utanaðkomandi yfirvald í þeim skilningi að flokkarnir sem stjórninni standa fengu kosningu þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrun.
Landsbyggðin talar einum rómi gegn fiskveiðistjórnunartillögum Jóhönnustjórnarinnar. Með því að dingla veggöngum hér og sjúkrarúmum þar framan í landsbyggðina og segja: þetta fáið þið í staðinn fyrir stuðning við 101-Reykjavíkurleiðina í fiskveiðistjórnun - þá er ríkisstjórnin að ala á úlfúð innan landsbyggðarinnar.
Stjórnviska Jóhönnustjórnarinnar festir í sessi þá ímynd að vinstristjórnin er valdaklíka sem hrifsaði völdin þegar þjóðin var í sárum.
Atkvæðakaup og liður í að framlengja líf stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki skrítið að AGS vilji fá Steingrím til Grikklands, eftir framgöngu hans og Jóhönnu við heimilin í landinu,að neyta að taka víxitöluna úr sambandi strax eftir Hrun, sem varð þess valdandi að lán heimilanna stökkbreyttust í Hruninu, og urðu óviðráðanleg.
Og síðan gefa þau Vogunarsjóðunum opið skotleyfi á atvinnulaus og fjárvana Íslensk heimili, vegan ólöglegra lána bæði gengisbundinna og verðtryggðra,og neyta því síðan að verðtryggingin fái flýtimeðferð í dómskerfinu.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 09:18
Fisveiðistjórnunar-áróðurinn (frumvörp) er ekki byggður á sannleika um raunveruleikann í þessum málum, en enginn þorir að segja það.
AGS-veldið vill fá fólk með lágkúru-hugsjón og einbeittan vilja til að mismuna og svíkja, í þágu ESB-yfirvaldsins. Annars er nú ekki fengur í Baugsmafíu-keyptum starfskröftum ríkisstjórnarinnar.
Meiri villimennskan og ómannúðin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2012 kl. 10:23
Var það ekki Göbbels sem hélt svo mikið upp á sundrað og sigrað /deilt og drottnað conseptið?
Jón Steinar Ragnarsson, 21.5.2012 kl. 10:36
Af hverju var Helga Björk handtekin? Af hverju fer hún svona ofboðslega í taugarnar á hreinu og tæru vinstri stjórninni?
http://www.svipan.is/?p=29662
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 11:38
Núverandi ríkisstjórn hefur gert lítið nema ala á úlfúð milli landshluta og landsmanna og valdníðast með einum eða öðrum hætti á fólki. Fyrst var það ICESAVE1, næst Brusselfáráðið sem ætlar aldrei að enda, ICESAVE2 + 3, næst stjórnarskráin gegn Hæstarétti, nú fiskveiðin.
Elle_, 21.5.2012 kl. 11:39
Það rignir svoleiðis atvinnutilboðunum yfir hann Steingrím. Getur hann ekki fengið meðmæli frá Helgu Björk?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 12:00
Endurreisn þeirra fyrir fjármálaveldið eins Halldór benti á að ofan má ekki gleymast. Evrópu allt. ICESAVE átti að vera hluti af evrópsku endurreisninni að gjaldþroti ísl. ríkisins.
Elle_, 21.5.2012 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.