Hreyfingin heldur lífi í Jóhönnustjórninni

Þingmenn Hreyfingarinnar standa í veg fyrir því að þjóðin fái að kjósa sér nýtt alþingi. Hreyfingin ver minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli. Þrír þigmenn Hreyfingarinnar sjá fram á atvinnuleysi eftir næstu þingkosningar og vilja treina sér þingfarakaupið.

Um áramót var gert leynilegt samkomulag milli þingmanna Hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar.  Dúsur sem þau Birgitta, Þór og Margrét fengu fyrir fjórum mánuðum eru orðnar bragðlausar.

Með því að segjast núna íhuga að styðja vantraust á ríkisstjórnina heimtar þríeykið betra tilboð frá Jóhönnustjórninni. Margrét skrifaði nýlega pistil um framfarir þingmanna Hreyfingarinnar í pólitískri fjárkúgun. 


mbl.is Tilbúnir að styðja vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Páll, ef þetta á við rök að stiðjat þá erum við í virkilega vondum  málum því að Þór, Birgitta og Margrét eru með þeim fáu sem við gátum treyst á þingi.

Ég hef spurt þau persónulega hvort að þetta eigi við rök að stiðjast og þau hafa öll svarað því til að það sé ekki svo!

Sigurður Haraldsson, 25.4.2012 kl. 07:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ekki séð eða heyrt NEITT í málflutningi Hreyfingarinnar, á þingi eða annarsstaðar, sem gefur tilefni til að treysta þeim umfram öðrum.  SORRY...

Jóhann Elíasson, 25.4.2012 kl. 07:35

3 identicon

Klukkan tifar og það styttist í atvinnuleysið. Einungis ár til stefnu, til að tryggja sér eitthvað sem bitastætt er, og gæti reynst gott nesti í atvinnuleysinu.

Ekki veit ég hvert verðið er. Ný störf, sértækar aðgerðir sniðnar að þeim, eða eitthvað annað. En eitt veit ég, Íslendingar þurfa ekki mikið lengur að hlusta á lýðskrumara slá um sig með slagorðum um nýja Ísland. Það vörumerki er ónýtt.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 07:57

4 Smámynd: Sólbjörg

Sigurður, Hreyfingin hefur sannarlega leikið tveim skjöldum, þeim virðist ekki vera treystandi í þeirri merkingu að eigin hagsmunir er það sem þingmennska þeirra snýst um en ekki almannahagsmunir. Þau afneita öllum áburði um að styðja ríkistjórnina - en allir vita að þannig er það. Eflaust var orðalagið annað á fundi með Jóhönnu um áramótin en niðurstaðan var sú sama og stjórnin er fallin án þeirra stuðnings. Ósannindi, leynisamningar og sviðsettir helgileikir Birgittu virka ekki vel á ákjósendur.

Sólbjörg, 25.4.2012 kl. 08:38

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég þoli ekki tvískinnungshátt!

Sigurður Haraldsson, 25.4.2012 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband