Þriðjudagur, 24. apríl 2012
RÚV-fréttamenn á ESB-spena: hóp-mútur í lagi
Ef aðrir fjölmiðlar þiggja mútuferðir er í lagi að RÚV-fólk taki þátt í sukkinu. Þetta eru rök RÚV fyrir að leyfa fréttamönnum sínum að fara í boðsferðir á vegum ESB.
Þá segir að Ríkisútvarpið þiggi ekki styrki frá Evrópusambandinu eða öðrum til fréttaöflunarferða eða dagskrárgerðar. Hins vegar hafi fimm fréttamenn Ríkisútvarpsins farið í náms- og kynnisferðir í tengslum við Evrópusambandið, sem kostaðar voru af Evrópusambandinu, aðildarríkjum eða tengdum aðilum. Í öllum tilvikum var um hópferðir íslenskra blaða- og fréttamanna að ræða, þar sem starfsfélagar af öðrum fjölmiðlum voru með í för.
Afsökun RÚV heldur ekki vatni.
RÚV þiggur ekki styrki frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju ekki ?
Þá eru væntanlega allir fjölmiðlar á spena ESB ekki satt ?
Steinar (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 15:32
Fyrsti skammtur frír,,, Brussel er líklega staðurinn sem þau fara til, himnasending sem einhver greiðir endanlega fyrir með striti sínu. Leiðinlegasta og dýrasta borg í Evrópu,segir einn akomenda minna,sem verður að fara þangað árlega og hefur gert í rúm tuttugu ár.
Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2012 kl. 15:58
Páll, þiggur þú ekki laun frá ESB í gegnum Heimssýn? Þáði Heimssýn ekki styrk frá ESB, er það ekki að vera á spenanum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 16:18
"Hlutlausi" fjöðmiðillin sendir "fréttamenn" í ókeypis kynnisferðir.
Kemur ekki á óvart.
Þetta er vel þekkt í lyfjabransanum.
Læknum kostuðum af lyfjafyrirtækjum er ekki treyst.
Eru fréttamenn betri?
Ekki ef fréttir RUV eru skoðaðar.
jonasgeir (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 17:16
Auðvitað verða blaðamenn að komast frítt til Brussel, borgað af Brussel, til að fjalla á gangnrýninn hátt um Brussel.
Þetta er nákvæmlega það sama og gerði íslenskum blaðamönnum kleyft að fjalla á gangrýninn hátt um íslenska útrásarvíkinga, og reyndist okkur svo vel. Svo vel, að þeir sáu sumir ástæðu til þess að eignast fjölmiðla, til að vera öruggir um að koma réttum upplýsingum um sitt innræti á framfæri.
Og nú, þegar sumir fjölmiðlar eru á gjaldþrotsbrúninni, hvað er þá eðlilegra, en að ESB hlaupi undir bagga og tryggi réttláta og gangrýna umfjöllun um ESB?
Hitt er svo, að alger óþarfi er að ESB sendi peninga með beinum hætti inn í Rúv. Það er löngu búið að aðlaga það ESB, og tryggja réttláta, eða öllu heldur rétta, umfjöllun um ESB.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 17:27
Góður Hilmar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 18:33
Það eru nú svo vel borgað fyrir að vera á launaskrá hjá RUV að þeir þurfa ekki þessa smáaura. Sá sem les oftast fréttir er með vel yfir 1 M á mánuði og þeir "fréttamenn" í Kastljósi sem taka viðtöl við sjálfan sig fylgja fast á eftir. Það vita allir skoðanir Sigmars eftir Kastljósið í gær en hvað með viðmælandan - hann komst varla að
Grímur (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 20:11
Páll Vilhjálmsson er greinilega staddur annars staðar en hér!
Axel Jóhann Hallgrímsson, hér fórstu með fleipur, því að Heimssýn hefur ekki þegið neina styrki frá Evrópusambandinu, heldur frá Alþingi, og þeir styrkir eru af fjárlögum hér. Jafnvel fær 5. herdeild Esb. jafnháa styrki þar eins og verjendur fullveldis okkar, lands- og þjóðarréttinda!
Innlimunarmálstaðurinn fær svo 230+ milljónir króna beint frá Brussel og það með gersamlega ólöglegum hætti, en í þökk lökustu og sennilega óvinsælustu ríkisstjórnar í sögu okkar sjálfstæða ríkis frá 1918!
Svo bendi ég mönnum á þessa nýju vefsíðu: fullveldi.blog.is, þ.e. upplýsinga- og umræðuvettvang Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland.
Jón Valur Jensson, 24.4.2012 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.