Þriðjudagur, 24. apríl 2012
Laun, vextir og lygin um ókeypis peninga
Laun hækkuðu of mikið of snemma eftir hrun. Verðbólga kom í kjölfarið. Vextir hækka ekki í takt við verðbólgu vegna þess að elítan á Íslandi trúir á ókeypis peninga, svo Jón Steinsson hagfræðingur sé umorðaður.
ASÍ trúir á ókeypis peninga og Samtök atvinnulífsins sömuleiðis. Samtök atvinnulífsins eru reyndar svo óforskömmuð að heimta afnám gjaldeyrishafta en öskra eins og stungin grís ef vextir eru hækkaðir.
Vextir verða að vera 1-3 prósentum fyrir ofan verðbólgu. Allt annað er blekking sem kemur okkur í koll. Lygina um ókeypis peninga þarf að kveða í kútinn.
Launavísitalan hækkar um 1,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er auðvitað átrúnaðargoð krata og marxista.
Þeir trúa ekki á himnaríki eftir dauðan.
Þeir trúa á ókeypis peninga handa öllum.
jonasgeir (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 11:40
Þetta er rétt h já þér Páll, - ef hagvöxtur eða aukin verðmætaframleiðsla er til staðar til að tryggja ávöxtun þessara fjármuna sem þú fjallar um.
Ef ávöxttunin er ekki til staðar - tekst þetta ekki - frekar en háu stýrivextir Seðlabankans 2005-2008 sbr
Kristinn Pétursson, 24.4.2012 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.