Þóruframboð, guðfræði og stjórnmál

Tilfinningahitinn í kringum forsentaframboð Þóru Arnórsdóttur minnir meira á messu hjá sértrúarsöfnuði en þjóðmálaumræðu. Sértrúarsöfnuðir þola ekki andstæðar skoðanir og snúa skoðanaskiptum óðara upp í hatursorðræðu.

Framboð Þóru er búið til og hannað í samfylkingarkreðsum með aðstoð frá fólki sem tengist Besta flokknum. Það er rökrétt: pólitískur uppruni Þóru er hjá Samfylkingunni; þaðan og yfir í gnarrista Besta flokksins er stuttur spölur, samanber borgarstjórn Reykjavíkur og Gumma Steingríms-flokkinn.

Til að draga athyglina frá samfylkingarslagsíðu framboðsins kemur Friðjón R. Friðjónsson, skráður sjálfstæðismaður. Fagnaðarerindi Friðjóns hljómar svona

Framboð Þóru er um nýja kynslóð, nýja framtíð og nýja von.

Bíðum við. Að svo miklu leyti sem Þóra er ekki samfylkingarfélagi og ESB-sinni þá er hún sjónvarpskona. Hvernig störf Þóru í sjónvarpinu gera hana að ,,nýrri framtíð og nýrri von" verða þeir að svara sem kunna inn á menningu sértrúarsafnaða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg makalaust.

Hvernig getur "ný framtíð og ný von" birst í einum einstaklingi?

Það er eitthvað verulega ógeðfellt við þetta.

Minnir á hugmyndina um "þjóðarviljann" sem mér skilst að forsetinn eigi einhvern veginn að skynja og endurvarpa.

Ótrúlegt bull.

En persónudýrkunin sem komin er fram er mjög svo ógeðfelld.

"Ný framtíð og ný von".

Ég vona að enginn einn maður geti verið fulltrúi nýrrar framtíðar og nýrrar vonar.

Þetta bergmálar viðbjóðslega sögu.  

Rósa (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 14:29

2 identicon

Hvenær ætli komi fram frambjóðandi, sem ekki notar útslitnu frasana um nýtt þetta og nýtt hitt?

Ég óska eftir heiðarlegum frambjóðanda, sem kannast við eigin annmarka og sína eigin fortíð.

Nú veit bakland Þóru, að fyrri afskipti hennar af pólitík gæti reynst banabitinn í baráttunni, en í stað þess að viðurkenna bara (og taka þann slag) þessar einföldu staðreyndir um pólitískar skoðanir hennar, og þáttöku í vinstripólitík og ESB áhuga, þá bregst það við af óskiljanlegri heift.

Heldur Þóra, og stuðningsmenn, að heiftin skili henni í fosetann? Hvað segja hatursmenn Ólafs sem vísa sífellt í eitthvað óskilgreint sameiningar- hlutverk forseta?

Eru þeir sáttir við þessa heift, sem er sannarlega ekki fallin til sameiningar?

Samfylkingaráróðursvélin hefur verið ræst út af þessu framboði, og dagskipunin er gamalkunnug. Ráðist skal af fullkominni heift á alla andstæðinga, og reynt að draga mannorð þeirra í svaðið.

Íslands vegna, vona ég að þessi fulltrúi gamalla tíma, afturhalds, leyndarhyggju og skoðanakúgunar nái ekki kjöri til forseta.

Ísland á skilið eitthvað nýtt. Fólk sem segir satt.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 14:39

3 identicon

Málið er ofur einfalt.  Hvort vilja menn Þóru til varnar ef/þegar Icesave málið fer fyrir dómstóla eða Ólaf ragnar?  Þóra veldur þessu starfi ekki, mun aldrei gera, það sér hver hugsandi maður.

Baldur (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 15:12

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ilfinningahitinn í andstæðingum forsentaframboðs Þóru Arnórsdóttur minnir meira á messu hjá sértrúarsöfnuði en þjóðmálaumræðu. Sértrúarsöfnuðir þola ekki andstæðar skoðanir og snúa skoðanaskiptum óðara upp í hatursorðræðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.4.2012 kl. 15:37

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Páll, þessi kosningarbarátta er sú sama og alltaf hefur verið, sandkassaslagur klíkunnar og gerfipólitíkusa. En það er skömm hve margir eigna sér "NÝ Framtíð" nafnið á samtökum Guðbjörns Jónssonar þessa dagana. Er þetta vegna vinsælda Guðbjörns eða frumleikaskortur sandkassa-hópsins? Vinsæld Guðbjörns er velþekkt og frumleika vöntun sandkassa hópsins líka velþekt og er svo "þurrt" í sandkassanum að notuð eru sömu slagorð og notuð voru í Icesave kosningum forðum. Staðreyndin er að klíkan er logandi hrædd við sitjandi forseta vegna þess að þeir geta ómögulega hrist fram mótframboð sem stenst forsetanum snúning í reynslu og færni í manlegum samskiptum. Svo einfalt er það. 

Eyjólfur Jónsson, 10.4.2012 kl. 15:53

6 identicon

Burtséð frá öllu þá er auðsjáanlegt að framboð Þóru er að rugga bátnum ansi mikið. Hér geysast fram á ritvöllinn hver spekulantinn á fætur öðrum og tjá huga sinn ýmist með eða á móti. Og ekki vantar samsæriskenningarnar, hvaðan hún er, hvert hún er að fara o.sv.frv.  

thin (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 16:15

7 identicon

Það er sorglegt að klíkan sem nú situr í rikisstjórn vinni svo aktívt gegn íslenskum hagsmunum að fyrir utan allt annað sé allt reynt til að sleppa við eðlilega gagnrýni frá forseta, sem þó getur ekki gert meira en senda mál eins og framsal til ESB í þjóðaratkvæði.

Norðmenn þykja stundum til fyrirmyndar.  Enda eru þeir ekki að gefa frá sér hagsmuni þjóðar sinnar.  Ekki einu sinni þegar símafyrirtæki sem bara að hluta til er í ríkiseigu lenda í vandræðum í Indlandi.

 http://www.hegnar.no/bors/telecom/article688504.ece

Íslenskir samfylkingar eru Íslendingum verstir.  Það er alveg víst.

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 16:15

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef Þóra vinnur verður Jóhanna Sigurðardóttir forseti fjórðung af kjörtímabilinu. Það nægir til að þvæla okkur inn í ESB og axla Icesave. Þóra verður í barneignarfríi og fæðingarorðlofi fjórðung kjörtímabilsins.

Einræðisvald Jóhönnu er ekki það sem þessi þjóð þarf.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2012 kl. 16:23

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sá þessa skarplegu athugasemd þína í gær,sé að menn eru farnir að benda á hana út um víðan völl og er það vel.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2012 kl. 16:54

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Afhverju er ekki hægt að gera svona Like á sumar athugasemdir eins og fyrir facebook?

Mig langar mjög mikið til að gera Like á þær nokkrar hér

Guðni Karl Harðarson, 10.4.2012 kl. 17:15

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður Páll!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.4.2012 kl. 17:29

12 identicon

Ef til vill heldur stuðningsfólk Þóru, að hún geti náð kjöri á svipuðum forsendum og Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir, Þar finnst mér ólíku saman að jafna, því að Þóra hefur miklu meiri pólitíska fortíð en þau höfðu, og þess vegna er erfiðara að treysta henni til að vera óhlutdræg. Því miður eru störf á fréttatofu RÚV síður en svo ávísun á óhlutdrægni. Auk þess voru Kristján og Vigdís í fremstu röð varðandi íslenzka þjóðmenningu, og það á ekki við marga frambjóðendur.

En Þóra gæti vísast lagt Samfylkingunni mikilvægt lið í næstu þingkosningum og sjálf náð kjöri til Alþingis. Ekki veitir þeim flokki af að endurnýja sig.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 17:35

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dýrð sé Páli í upphæðum.

Amen.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.4.2012 kl. 17:42

14 identicon

Raunar er það áhugavert, í þessu ópólitíska framboði, hversu margir flokkshundar, og ESB aðdáendur, tjá sig með velþóknum á framboði Þóru.

Skemmtilegast er þegar gamlir flokkshestar, með áratuga- reynslu í flokksstarfi ná sér varla af hrifningu yfir þessu "nýja" framboði.

Þess er skemmst að minnast, að fjöldinn allur af sjálfhverfum fjölmiðlamönnum í Samfylkingunni flykktist í framboð fyrir síðustu Alþingiskosningar. Flestir af sömu "nýju" kynslóð og Þóra.

Ég held að þjóðin sé alveg búin að fá skammtinn af sjónvarpsfólki, sem á í ástarsambandi við sig sjálft.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 18:18

15 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Flestu er nú flaggað til að sverta framboð Þóru Arnórsdótturstaðreindin er einfaldlega sú að framboð hennar á sér sterkan stuðning í grasrótar hópi sem stofnaður var á Facebook af fólki úr öllum flokkum sem vildi gjarnan sjá aðrar áherslur á forsetaembættið en það að við þyrftum endilega að hafa þar stríðsbolta úr pólitókinni eða lögfræðing með sögu og það sem varð niðurstaðan var einmitt að Þóra Arnórsdóttir passaði vel inn í þær hugmyndir um mildari svip yfir embættinu einhvernm sem væri sameiningar tákn og leitaðist við að sameina þjóðina en ekki sundrra. Þessi unga harðduglega og bráðgreinda kona meða barna hópinn sinn er einmitt það sem við þurfum að Bessastöðum eftir allt það sem á undan er gengið þar.

Guðmundur Ingólfsson, 10.4.2012 kl. 18:54

16 identicon

Flott, Guðmundur Ingólfsson gengur fyrir skjöldu, og viðurkennir að framboð Þóru eigi sér rætur í pólitík. Fólk úr öllum flokkum, eins og hann orðar það.

Fer reyndar ekki alveg rétt með staðreyndir, þar sem framboð Þóru er fyrst og fremst afurð dauðaleitar Samfylkingar að "heppilegum" frambjóðanda. Það skiptir litlu þó einhverjir úr öðrum flokkum slæðist með. Ólafur á sér óvildarmenn í öllum flokkum.

Það sem skiptir þjóðina hinsvegar máli, er ekki þetta sérstaka áhugamál pólitískra óvildarmanna Ólafs, að fella hann, heldur sú staðreynd að hann hefur staðið með þjóðinni gegn flokkshagsmunum. Því er eðlilegt að álykta að þetta "fólk úr öllum flokkum" nái ekki að heilla þjóð sem hefur andstyggð á Alþingi, og þar með "fólki úr öllum flokkum"

Vissulega reyna stuðningsmenn Þóru að búa til glansmynd af "fallega forsetanum" Eins og Birgir Guðmundsson benti á, búa til einhverja Kennedy glansmynd.

Þjóðin þarf ekki á enn einum sjálfhverfum sjónvarpsmanninum að halda, þó svo að hann eigi börn, eins og meginþorri fullorðinna Íslendinga. Meira að segja Ólafur á börn.

Búast má við því, að framboð Þóru verði ein samfelld Coca-Cola auglýsing, þar sem unga, fallega, sniðuruga og duglega glansmyndin af Þóru verði í forgrunni. Ólíklegt að pólitísk fortíð eða skoðanir hennar á ESB verði fyrirferðamiklar.

Og þeir sem auglýsa eftir skoðunum og útskýringum hvað stendur á bakvið glansmyndina, verða ásakaðir um að sverta Þóru. Gamalkunnug vinnubrögð þar sem stutt er í fasismann.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 19:31

17 identicon

Nóg komið af sjálfhverfu sjónvarpsfólki í ástarsambandi við sjálft sig.

Sammála því.

Innihaldsleysið er algjört.

Karl (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 19:36

18 identicon


"Sértrúarsöfnuðir þola ekki andstæðar skoðanir og snúa skoðanaskiptum óðara upp í hatursorðræðu."

Hef ekki séð betri lýsingu á söfnuði sem kallar sig Heimssýn

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 19:37

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert safnaðarlegt við starf Heimssýnar. Það er varla boðað til funda þar!

En Guðmundur kunningi minn Ingólfsson kemst ekki fram hjá því, að framboð Þóru er rammpólitískt. Hún má svo sem vera krati í framboði fyrir mér, og embættið tilheyrir í eðli sínu pólitík, –– en að hún sé evrókrati í þokkabót! Þá tekur nú steininn úr! Forsetinn á að styðja lýðveldið, ekki taka þátt í að sundra þjóðinni og brjóta niður fullveldi okkar og sjálfsákvörðunarrétt.

Jón Valur Jensson, 10.4.2012 kl. 20:02

20 identicon

Samfylkingin hefur á undanförnum árum, fyrir og eftir hrun, svo gjörsamlega étið upp sitt pólitíska kapítal, að hún getur ekki búizt við öðru en hörðum viðbrögðum, þegar reynt er að smygla evrókratanum Þóru Arnórsdóttur eða hverjum öðrum í embætti forseta undir fölsku yfirskyni. Auk þess er alveg ljóst, að tilgangurinn er sá einn að hefna sín á Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir að hafa tvívegis flengt ríkisstjórnina í Icesavemálinu og vera öðrum líklegri til að eiga einnig eftir að gera það varðandi ESB. Rekum Samfylkinguna af höndum okkar hvar sem kostur er!

Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 20:20

21 identicon

Nú á Þóra enga peninga og þarf að betla til að verða forseti.

Guðjón (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 21:38

22 identicon

Páll, ég hef verulegar áhyggjur af þér. Nærðu ekkert að sofa kallinn ?

Láki (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 21:58

23 identicon

Það fólk sem gerði þetta starf pólitískt er það sem stóð að því að hringja í gamla fólkið og falast eftir stuðningi þess við sitjandi forseta.

thin (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 22:16

24 identicon

Þóra er búin að fá svo mikla athygli á síðunni þinni Páll. Eigum við ekki aðeins að láta ljós Ólafs Ragnars skína, hann er alveg að falla í skuggann í umræðunni. Grípum niður í Rannsóknarskýrslu alþingins og skoðum smá bút um ÓRG. Við megum alls ekki gleyma skoðunum hans;

"Víkur þá sögunni að fyrirlestri þeim sem forsetinn flutti hjá Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006 en þá var að hefjast fyrirlestraröð undir yfirskriftinni: Hvað er útrás? Fyrirlesturinn var fluttur í þann mund sem gagnrýnin umræða var að hefjast í erlendum blöðum, t.d. í Danmörku, um íslensku útrásina. Fyrirlesturinn var að kjarna til Walbrook-ræðan en að þessu sinni flutt á íslensku. Þarna fengu Íslendingar fyrir alvöru að kynnast málflutningi forsetans og kenningu hans um sérkenni Íslendinga hér heima og á eigin tungu. Forsetinn sagði m.a.:

„Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingarnir hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga [...]. Lykillinn að árangrinum sem útrásin hefur skilað er fólginn í menningunni, arfleifðinni sem nýjar kynslóðir hlutu í vöggugjöf, samfélaginu sem lífsbarátta fyrri alda færði okkur, viðhorfum og venjum sem eru kjarninn í siðmenningu Íslendinga.“745

Forsetinn fór yfir kenninguna um þættina sem mótuðu íslenska andann, að þessu sinni nefndi hann tíu atriði. Forsetinn klykkti út með því að líkja íslensku samfélagi við ítalska endurreisn, renaissans,

„þar sem blómaskeiðið byggðist jöfnum höndum á viðskiptum, vísindum, listum og samfélagi fólks sem skarar framúr á ólíkum sviðum.“746

Forsetinn hafði einnig uppi almenn varnaðarorð um að útrásarmenn glötuðu ekki tengslum við samfélagið."

Láki (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 22:35

25 Smámynd: Elle_

Hilmar: >Raunar er það áhugavert, í þessu ópólitíska framboði, hversu margir flokkshundar, og ESB aðdáendur, tjá sig með velþóknum á framboði Þóru.<

Já, það er stórmerkilegt.  Og út um víðan völl, oft fyrstir manna.

Elle_, 10.4.2012 kl. 22:36

26 Smámynd: Elle_

Sigurður: >Rekum Samfylkinguna af höndum okkar hvar sem kostur er!<

YES, YES.

Elle_, 10.4.2012 kl. 23:01

27 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Láki, ærlegir menn snúa samstundis baki við þjófum,aðrir selja þeim leifarnar af bönkum og hegna blönkum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2012 kl. 23:02

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Helga, en hefur kallinn snúið baki við þessari einkennilegu hugmyndarfræði sem hann boðaði?

Aaa þetta er hugmyndafræði sértrúarsafnaðarins er það ekki?

Sanktíus ólíus páliús dóminikkí.

Amen.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2012 kl. 00:01

29 identicon

Láki og fleiri... mun fleiri Samfylkingar þjást af s.k. Hindsight bias: http://en.wikipedia.org/wiki/Hindsight_bias

Þeir þjáðust ekkert sérlega þegar þeir klöppuðu upp útrásarvíkingana, og mærðu þá daginn út og inn. Merkilegt að þetta heilkenni nær ekki yfir sinn eigin flokk. Sennilega þess vegna sem Vilhjálmur er gjaldkeri flokksins, og leysir út gengishagnað á meðan þjóðinni blæðir.

Flott lið.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 00:10

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þunnur nafnlausi ("thin"), hvaða fólk "stóð að því að hringja í gamla fólkið og falast eftir stuðningi þess við sitjandi forseta."

Jón Valur Jensson, 11.4.2012 kl. 01:00

31 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Stundum er vont að sitja í útlöndum og geta ekki fylgst almennilega með ... en ég er farinn að sjá munstur í umræðu um forsetakosningar sem allir heima á Íslandi hafa kannski alltaf séð og ekki fundist þörf á að nefna: Þetta snýst allt um Evópusambandið!

Brynjólfur Þorvarðsson, 11.4.2012 kl. 06:17

32 identicon

Jón.

Því miður hef ég ekki hgmynd um hvaða fólk  lagðist svo lágt að gera það, en hitt veit ég að öldruð móðir mín fékk símhringingu frá einhverjum. Sumir stuðningsmenn ÓRG gáfu meira að segja upp síma þar sem fólk sem  hafði ekki tölvur gat hringt í og látið skrá sig.

Helga mikið er ég sammála þér að snúa baki gegn þjófunum, hins vegar mætti spyrja sig að því hversu fljótt fólk er að snúast á band ÓRG þrátt fyrir að hann hafi setið við hlið þjófana, etið af sömu diskum og þeir, tekið þátt í veislum með þeim, verið í brúðkaupum hjá þeim og ferðast með þeim.  En það er eins og alltaf fólk sér það bara sem það vill sjá. 

thin (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 07:43

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Thin: "Sumir stuðningsmenn ÓRG gáfu meira að segja upp síma þar sem fólk sem hafði ekki tölvur gat hringt í og látið skrá sig."

Aha! En er þetta ekki harla ólkt því að hafa staðið "að því að hringja í gamla fólkið og falast eftir stuðningi þess við sitjandi forseta"? Raunar svo ólíkt, að þetta er alveg öfugt við það, sem þú varst að tala um hér! Frumkvæðið kom frá fólki, sem lýsti vandræðum sínum yfir því að hafa enga tölvu til að koma í framkvæmd þeim vilja sínum að taka þátt í því á askorun.is að skora á forseta Íslands að gefa kost á sér áfram. Þá tók ég undirritaður ákvörðun um að bjóða þessu fólki aðstoð mína. Ítrekað bauð ég fram þá hjálp mína á Útvarpi Sögu, í a.m.k. tveimur erindum mínum þar og nokkrum innhringingum, og viti menn! Hundruð manna hringdu í mig til að biðja um þessa aðstoð, og tókst mér að hjálpa flestum þeirra, eftir að hafa gengið úr skugga um, að þetta væri rétt fólk að tilkynna um sín nöfn og kennitölur. Í ENGAN hringdi ég að eigin frumkvæði (nema í aðra systur mína, sem tilheyrir ekki þessum aldurflokki). Árangurinn var glæsilegur, og það var yndislegt að heyra raddir þessa fólks og hve þakklátt það var fyrir störf Ólafs Ragnars.

Jón Valur Jensson, 11.4.2012 kl. 10:56

34 identicon

Jón.

Því miður hef ég ekki hgmynd um hvaða fólk  lagðist svo lágt að gera það, en hitt veit ég að öldruð móðir mín fékk símhringingu frá einhverjum. Sumir stuðningsmenn ÓRG gáfu meira að segja upp síma þar sem fólk sem  hafði ekki tölvur gat hringt í og látið skrá sig.

Helga mikið er ég sammála þér að snúa baki gegn þjófunum, hins vegar mætti spyrja sig að því hversu fljótt fólk er að snúast á band ÓRG þrátt fyrir að hann hafi setið við hlið þjófana, etið af sömu diskum og þeir, tekið þátt í veislum með þeim, verið í brúðkaupum hjá þeim og ferðast með þeim.  En það er eins og alltaf fólk sér það bara sem það vill sjá. 

thin (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 11:02

35 Smámynd: Elle_

Forsetinn gat ekkert vitað frekar en við hin að neinir voru þjófar.  Þú líklega vissir það einn.  Það er munur að vera með gáfur. 

Og Brynjólfur hitti naglann á höfuðið.  ICESAVE var af sama meiði: Ekki mátti styggja Evrópuveldin.  Frekar skyldi kúga eigin þjóð.  Ætlun eins flokks og vinnumanna hans hefur verið að véla okkur þangað inn með öllum ráðum.

Elle_, 11.4.2012 kl. 11:05

36 identicon

Ég afsaka seinn færsluna sem kom óvart.

Jón vinsamegast ekki slíta setningu mína úr samhengi,  nema það sé með vilja gert  til að villa um fyrir fólki.  "Því miður hef ég ekki hugmynd um hvaða fólk  lagðist svo lágt að gera það, en hitt veit ég að öldruð móðir mín fékk símhringingu frá einhverjum"  83 ára gömul kona er ekki að ljúga þessu. 

Elli: Forsetinn er í jafnmikilli afneitun og Geir Haarde og aðrir forsvarsmenn þjóðarinnar, þeim er fyrirmunað að biðjast afsökunar. Já þar er munur að hafa gáfur eins og ég og Bjarni nokkur Benediktsson. 

thin (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 11:44

37 Smámynd: Elle_

Og Jóhanna og Össur blásaklaus??  Þau voru bara með Geir Haarde í stjórn.

Elle_, 11.4.2012 kl. 11:49

38 identicon

Af hverju ég vil ekki ÓRG og vildi hann aldrei:

 

1. Ég vil að forsetinn sé &#147;intellectual&#148;

2. Ég vil að forsetinn sé vel menntaður

3. Ég vil að forsetinn sé kúltiveraður

4. Ég vil að forsetinn sé hógvær og lítillátur

5. Ég vil ekki að forsetinn sé gamall pólitíkus

6. Ég vil ekki að forsetinn sé hégómalegur

7. Ég vil ekki að forsetinn sé tækifærissinni

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 11:53

39 identicon

Elle ég afsaka stafsetningarvilluna í nafninu, en ég skrifaði " Forsetinn er í jafnmikilli afneitun og Geir Haarde og aðrir forsvarsmenn þjóðarinnar" bæði fyrr og nú.

Hafið góðan dag

thin (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 11:56

40 Smámynd: Elle_

OK.

Elle_, 11.4.2012 kl. 12:04

41 identicon

Haukur Kristinsson,virðist vera með væga hita-sótt.

Hita -sóttin smitast út frá Samfylkingunni,en þar hefur hún grasserað lengi.Þessi hita-sótt virkar sem heilaþvottur á auðtrúa sálir.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 13:30

42 identicon

Scumspillingin spilar sömu tónana og þegar Jóhanna var tilkynnt sem hinn nýji messías, scumspillingin spilar alltaf sömu tónana og hefur komist upp með það lengi því það er til fólk sem hlustar einungis á sömu tónlistina, sama hversu illa hún eldist.

Þeim fer þó sem betur fer fækkandi því flestir viti bornir einstaklingar hafa breitt tóneyra...

Þóra á allt gott skilið en hún hefur fengið í fang sitt ljótar og illa innrættar grúppíur..það skaðar hennar framboð.

runar (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 13:54

43 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Gaman að sjá hve Haukur Kristinsson er gáfulegur með færslu sína kl11:56...

þar ritar hann ástæður þess að hann vilji ekki sitjandi forseta, en hann skaut sig í fótinn þar. Ef að er gáð þá kemur í ljós að forsetinn er vel menntaður hvort hann er betur menntaður en Þóra er hinsvegar spurning þar sem ég hef ekki skoðað hennar menntun. Svo hitt sem ég hjó sértstaklega eftir er að Haukur vill ekki gamlan pólitíkus en þau hafa bæði fortíð úr pólitík...

Kveðja

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.4.2012 kl. 19:47

44 Smámynd: Elle_

Og bætum við frá honum:

1. Ég vil að forsetinn sé &#147;intellectual&#148;

2. Ég vil að forsetinn sé vel menntaður

3. Ég vil að forsetinn sé kúltiveraður

4. Ég vil að forsetinn sé hógvær og lítillátur

Hann lýsir núverandi forseta með ofanverðu.  

No. 5 og 7 skýrði  Kaldi.  

Jæja, þá er bara no 6 eftir og forsetinn er ekki tækifærissinni.

 

Niðurstaða: Haukur hlýtur að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson.

Elle_, 11.4.2012 kl. 20:40

45 Smámynd: Elle_

Nei, Kaldi skýrði no 2 og 5.  No. 7: Haukur vill ekki tækifærissinna.
Sama niðurstaða.

Elle_, 11.4.2012 kl. 20:45

46 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við vitum a.m.k. að Haukur Kr. vill ungan pólitíkus sem forseta, frekar en gamlan.

Theódór Norðkvist, 11.4.2012 kl. 22:52

47 identicon

Takið eftir því að á flestum myndum sem hafa birst af Þóru hingað til stendur hún með útrétta arma, þó þannig að hún minnir meira á strengjabrúðu en útréttan faðm frelsarans. Þetta er von þeirra sem stilla henni upp og ætla sér að stjórna í skugga hennar, fullvissir þess að sammannlegir lestir, eins og hégómagirnd, valdagirnd og ágirnd, lestir sem allir menn búa yfir, en eru almennt meiri í ungum en öldum, og almennt meiri hjá þeim sem leita sviðsljóssins en þeirra sem leita verðugri hluta, og fólk sem er tímabundið og lifir of annasömu lífi áttar sig síður á en aðrir, hafa síður gát á og stjórn á, verði þess valdandi að hún verði þæg og góð að baða sig í sviðsljósinu, og af hégómaskap lifi meira að segja í afneitun um að hún ráði í reynd engu og hafi lítil áhrif, því aðrir menn stjórni henni. Þeir vonast til að búa til úr Þóru fals-messías sem er í reynd bara strengjabrúða, eða nákvæmlega eins og ljósmyndirnar sem er verið að stilla upp af henni. Athugasemdir hennar og orðræða hingað til sýnir að hún býr ekki enn yfir nógu góðri dómgreind eða fágun til að vera fær um að tjá sig á viðeigandi hátt sem fulltrúi þjóðarinnar. "Við verðum að virða reglur rökfræðinnar", segir hún, heimspekiprófessorsdóttir, eins og 12 ára kennarasleikja úr Hagaskólanum, en ekki fullorðin kona. Svona talar enginn sannmenntaður maður af yfirlæti yfir náunga sínum, heldur aðeins hálfmenntaður alvitringur sem ekki hefur náð neinni dýpt í námi sínu, (enda yfirgaf hún það mjög snemma fyrir sviðsljósið sem hún valdi heldur). Hún veit vel að flestir þekkja ekki reglur rökræðinnar, og þó mun fremur það að nær allar reglur rökræðunnar eru bara heilbrigð skynsemi sem sæmilega fólk er fullfært um að beita án þess að læra þær sérstaklega. Ummæli hennar eru því sett fram sem bland af kjánagangi hálfmenntungs, og til að slá ryki í augun á fólki, sem er sérstök list meðal fréttamanna, blaðamanna og allra slíka, eins og örstutt skoðun á línuritum eins og þeir setja þau upp á villandi hátt, sýnir ágætlega og hundruðir annarra dæma í blekkingalistinni fjölmiðlun. Það er alla vega ómögulegt að hún sé svona vitlaus, fyrst henni tókst þó að komast í gegnum skóla.

Karl (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 00:23

48 identicon

Getum við ekki bara sett svona pappa-karl/konu á Bessastaði.. með talgerfli sem segir: Góðir íslendingar, við erum bestir, jafnvel þegar við erum lélegastir þá erum við bestir í því
Happy 17. júní og gleðilegt ár..

Þetta sparar helling af seðlum og við sleppum alveg við að halda uppi sérvitringum sem hafa engar hugsjónir en vilja samt fá hugsjóna starf

DoctorE (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband