Ísland hluti af vígbúnaði ESB

Samninganefnd Íslands í viðræðum við Evrópusambandið staðfestir að við aðild Íslands verðum við hluti af vígbúnaðarkerfi ESB. Í grein í Fréttablaðinu í dag skrifar formaður samningarnefndar Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, og tveir varaformann, að tekist hafi að fá sérstöðu Íslands viðurkennda en Ísland fái ekki varanlega undanþágu frá hernaðarsamstarfi ESB. Í greininni segir

Í viðræðunum við ESB lagði samninganefndin þunga áherslu á herleysi Íslands. Evrópusambandsríkin viðurkenna að fullu þessa sérstöðu sem birtist í sérstakri yfirlýsingu sem verður hluti af aðildarsamningi. Þótt utanríkis-, öryggis- og varnarmálin séu vissulega að fullu á forræði aðildarríkjanna er þessi yfirlýsing mikilvæg og undirstrikar þá einstöku stöðu sem Ísland hefur að þessu leyti.

Ef Ísland fengi varanlega undanþágu frá hernaðarsamstarfi Evrópusambandsins yrði undanþágan skrifuð inn í sjálfan aðildarsamninginn. Yfirlýsingu, sem er viðhengi við aðildarsamninginn, er auðveldlega hægt að fella úr gildi.

Samfylkingin og Vinstri grænar bera ábyrgð á hernaðarvæðingu Íslands. Er ekki nóg komið af vitleysunni? Hvenær verður umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu afturkölluð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef fer sem horfir verður herskylda á Íslendinga innleidd áður en krónunni yrði skipt út.

Alveg á kristaltæru.

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 10:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stoppa stjórnina,þannig að hún verði fallin fyrir haustþingið.

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2012 kl. 14:07

3 Smámynd: Sólbjörg

Tek heilshugar undir því Ísland á að vera í fararbroddi fyrir friði og afnámi allra kjarnorkuvopna í heiminum.

Á þessari stundu meitlast sterk hugsýn mér fyrir augum. Sé Jóhönnu Sig standa hokin upp úr sæti sínu til að afsala ríkistjórnarábyrgð, táknrænt með lykla í höndum á leið til Bessastaða. Mun endurtaka þessa skýru sýn fyrir mér reglulega, því sagt er að slíkt geti gefið árangur.

Takk fyrir þennan pistill Páll.

Sólbjörg, 1.4.2012 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband