Ísland utan ESB er fyrirmynd

Fullvalda Ísland er alþjóðleg fyrirmynd, segir í umfjöllun Financial Times. Efnahagsbatinn eftir hrun er vegna krónu annars vegar og hins vegar sökum þess að Íslendingar létu bankana í gjaldþrot - en púkkuðu ekki undir þá líkt og Írar.

Írar búa hvorki við fullveldi né eigin gjaldmiðil. Atvinnuleysi á eyjunni grænu er 15 prósent atvinnuleysi og ríkissjóður er nær gjaldþrota. Horfur til næstu 2-5 ára eru kreppulitaðar.

Ísland vinnur sig jafnt og þétt úr kreppu með árlegum hagvexti upp á tvö til þrjú prósent og atvinnuleysi um sjö prósent. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft er vaxandi erlend fjárfesting í landinu.

Eina sem skyggir á velferð og hamingju Íslands er langur skuggi Jóhönnustjórnarinnar - en brátt verðum við laus við þann dragbít.


mbl.is „Hver hlær núna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Írar búa víst við fullveldi eins og allar aðrar aðildarþjóðir ESB. ESB er ekkert annað en samstarfsvettvangur 27 frjálsra og fullvalda líðræðisríkja í Evrópu með það að markmiði að bæta lífskjör íbúa allra aðildarríkjanna auk þess að stuðla að friði milli þeirra. Það hefur náðst mikill árangur á báðum sviðum og þó það sé vissulega ekki allt ESB að þakka hefur tilvist ESB haft þar mikið að segja.

Við munum ná okkur úr þeirri kreppu sem Sjálfstæðisflokkurinn á mesta sök allra stjórnmálaflokka á að koma okkur í og það mun ganga mun betur ef við göngum í ESB enda hafa allar aðildarþjóðir ESB uppskorið betri lífskjör við það að ganga í ESB. Þó vissulega blási ekki byrlega fyrir nokkrum þeirra í dag þá er sá vandi heimatilbúinn vegna óstjórnar í fjármálum og væri staða þeirra enn veri ef þær væru ekki í ESB,

Núverandi ríkisstjórn hefur unnið kraftaverk í því að koma í veg fyrir þjoðargjaldþrot og koma hagvexti af stað á ný. Hín hefur ekki veri verlaus og þaðan af síður dragbýtur á framfarir og bættan efnahag. Það versta sem gæti gerst væri að við Íslendingar færum í þá sjálfseyðingarkvöt að koma Sjálfstæðiflokknum aftur til valda. Þjóðin þarf svo sannarlega á því að halda að sá hrunfloikkur og verndari sérhagsmunafala fari í langt frí frá ríkisstjórnarþátttöku.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 15:03

2 identicon

Sigurður M, óska þér skjóts bata.

Verndari sérhagsmunaafla: Samfylkingin.

"Þessi ríkis(ó)stjórn unnið kraftaverk": Heilbrigð manneskja lætur ekki álíka þvætting út úr sér.

Aðildaþjóðir ESB uppskorið betri lífskjör:  Segðu Grikkjum það

Eins og ég segi þá óska ég þér bata.

kv

Baldur (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 17:56

3 identicon

Það er tvennt sem varð okkur til gæfu. Annað er blessuð krónan, sem enn ný hjálpar okkur í gegnum skaflana, eins og svo oft áður.

Hitt eru neyðarlög Geirs H Haarde.

Samfylkingin hefur ítrekað gert tilræði við hvoru tveggja. Krónan lifir Samfylkingu, og ég fer að trúa á að Geir H Haarde gæti átt framhaldslíf í pólitík, enda eru fleiri og fleiri að átta sig á staðreyndum hrunsins, og þessum tveim ofangreindu lánum.

Ísland er að komast í gegnum kreppuna, til fyrirmyndar fyrir önnur ríki í framtíðinni, meðan að ESB og evruleið Samfylkingar er að sýna sig sem dauðadómur fyrir samtryggingu og eðlileg lífskjör. Grikkland fallið fyrir stapa, og fjöldi annarra evruríkja á eftir að fylgja þeim.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 19:23

4 identicon

Þessi spá Nostradamusar er að rætast. Litla eyjan í norðri sem opnar augu stóru risanna  Við þurfum að standa keik og vera stolt af smæð okkar.

anna (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 00:35

5 Smámynd: Sólbjörg

Hef þá sannfæringu að við Íslendingar eigum að vera sterk og sjálfstæð og öðrum þjóðum fyrirmynd og til uppörvunnar.Eitt af því sem íslendingar ættu að kappkosta er að vera í fararbroddi að koma á friði og tala fyrir afvopnun allra kjarnorkuvopna í heiminum. Þar er okkar heimavöllur.

Hilmar þú skrifar það sem ég vildi sagt hafa. Það sem Íslandi er hrósað fyrir í Financial Time er það tvennt sem ríkistjórnin hefur ráðist hvað mest á. Því til borðleggjandi sönnunar er að alþingi dregur fyrir Landsdóm manninn sem fyrirskipaði neyðarlögin sem björgðuðu þjóðinni. Fyrrverandi seðlabankastjóri ákvað að bjarga ekki bönkunum, lagði til og studdi neyðarlögin, hann er því hataðasti maður þessara ríkistjórnar. Hér ríkir stjórnar- og réttafari miðalda. Lögin eru það eina sem hindrar stjórnina í að taka algerlega upp réttarfar miðalda, reyndar ekki einu sinni það hindrar þau því þau eru margfaldir lögbrjótar og finnst það ekkert mál.

Eitt hefur runnið upp fyrir mér varðandi miðaldir að þeir sem stóðu þá fyrir sögufrægu bulli og rangindum á þeim tíma fengu líklega greitt í bitlingum og vegsemd frá hagsmuna aðilum sem hugnaðist að viðhalda og auka veldi sitt.

Þannig mun kennslubækur framtíðarinnar líka kenna að ríkistjórnin sem er núna við völd stóð fyrir að nýjar miðaldir runnu upp á Íslandi og sögufræg dæmi verða nefnd. Árásin á krónuna bjargvætt okkar og landsdóminn yfir Geir Haarde.

Sólbjörg, 1.4.2012 kl. 07:34

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Baldur. Staða Grikkja er alfeiðing af langvarandi óreiðu þeirra sjálfra í fjármálum og er nánast borðleggjandi að staða þeirra væri miklu verri ef þeir væru ekki í ESB.

Fyrst eftir hrun var veruleg hætta á þjóðargjaldþroti og eins á margra tuga prósenta atvinnuleysi. Það er fyrst og fremst árangur af traustri efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar í samvinnu við AGS sem kom í veg fyrir það. Það að við erum núna búinn að ná botninum og farinn að uppskera hagvöxt er einnig árangur að traustri efnahagsstjórnun seinustu ára. Til þess hefur þurft að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir og því fellur það vel í kranið að segja ýmislegt illt um ríkisstjórnina og er líklegt til vinsælsa en það breytir því ekki að slílt er bara innistæðulaust forðsnakk hælbíta og niðurrifsseggja.

Hilmar. Það er krónan sem er aðal sökudólgurinn í þeirri miklu lífskjaraskerðingu sem þjóðinn hefur orðið fyrir í hruninu. Það er fall hennar og sú verðbólga sem það hefur skapað sem á þar mesta sök. Evrópa mun rísa að nýju og það mun verða okkur til framdráttar og til þess fallið að bæta hér lífskör að taka þátt í samstarfi þeirra á vettvangi ESB.

Sólbjörg. Það var ekki fyrrverandi Seðlabankastjóri sem ákvað að bjarga ekki bönkunum. Til þess höfðum við enga burði og því var það útilokað. Seðlabandkastjórinn klúðraiði hins vegar nánast öllu sem var hægt að klúðra og meðal annars setti hann um

Neyðarlögin voru ekki verk Geirs eins. Það var fyrir löngu búið að leggja drög að þeim áður en til hrunsins kom. Hann klúðraði hins vegar nánast öllu sem hægt var að klúðra í aðkomi Seðlabankans að þessu og lánaði meðal annars bönkunum 300 milljarða sem eru tapað fé sem setti Seðlabankann á hausinn og skellurinn lenti á skattgreiðendum. Stór hluri af þeim 90 milljörðum sem við skattgreiðendur þurfum nú að borga í vexti af skuldum ríkisins eru afleiðing af því.

Við höfum miklu meiri möguleika á að stuðla að friði í heiminum með því að gera það í samstarfi innan ESB enda er það eitt af markmiðum ESB.

Orð þín um miðaldaréttarfar hjá núverandi ríkisstjórn eru svo mikið endemisrugl að það er varla hægt að svara því enda færir þú engin rök fyrir þessum orðum né tekur dæmi um slíkt máli þínu til stuðnings.

Sigurður M Grétarsson, 1.4.2012 kl. 12:34

7 Smámynd: Sólbjörg

Sigurður á einhverjum tímapunkti á sellufundum ESB hefur heilinn verður fjarlægður úr höfðinu á þér og höfuðið á þér stoppað upp með vonasnifsum um bittlinga og upphefð. Þú verður svikinn um þetta allt.

Þú er algerlega ófær um að lesa innihald þess sem aðrir skrifa. Seðlabankastjóri neitaði að bjarga Glitni þá fór dóminóið af stað og hinir bankarnir féllu, Davíð vissi alveg að Glitni var ekki bjargandi - Jón Ásgeir flippað þegar bankinn fékk ekki 80 miljarðanna og kallaði það stærsta bankarán sögunnar. Þú og þínir skoðanabræður tóku undir organdi af heift.

Neyðarlögin skifta fyrst máli þegar þau eru notuð. Þá afgerandi ákvörðun staðfesti Geir Haarde. Getur þú virkilega ekki varðandi Geir lesið og skilið miðaldaréttarfars skírskotunina, varðandi Landsdóm - þér er bara vorkunn.

Þú getur lesið Lissabon sáttmálann varðandi hernaðarumsvif ESB - prófaðu að spyrja einhvern sem ekki er í ESB herbúðunum.

Sólbjörg, 1.4.2012 kl. 13:40

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sólbjörg. Það var ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir að hafa ráðfært sig við marga sérfræðinga að reyna ekki að bjarga Glitni einfaldlega vegna þess að það var ekki hægt að bjarga bönkunum sem voru orðnir allt of stórir miðað við íslenskt hagkerfi. Davíð Oddson var alegerlega vanhæfur sem seðlabankastjóri og kúður hans kostiði okkur hundurði milljarða. Hvað er það annað en tilraun til að reyna að bjarga bönkunum að kaupa ástarbréf þeirra upp á 300 milljarða.

Það var líka ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir að hafa ráðfært sig við marga sérfræðinga að setja neyðarlögin. Þar var Geir ekki einn að verki. Hann ver hins vegar búinn að klúðra hlutunum verulega í aðdraganda þess þar sem hugsanlega hefði verið hægt að minnka skellinn fyrir íslenskt þjóðfélag. Hann hélt aldrei ríkisstjórnarfund um vanda bankanna.

Bara þér til upplýsingar þá hafa mér aldrei verið boðnir bitlingar tendir ESB. Ástæða þess að ég styð aðild Íslands að ESB er einfaldlega sú að eftir að hafa metið kosti þess og galla þá er ég sannfærður um að það verði Íslandi mjög til fradráttar að ganga í ESB. Þessa skoðun hef ég haft í á annan áratug. Fullyrðingar þínar um bitlinga svo ekki sé talað um orð þín um að heilinn verði tekin úr mér geta því ekki á nokkurn hátt talist til málefnanlegrar umræðu heldur í besta felli sem lágkúrulegt skítkast.

Sigurður M Grétarsson, 1.4.2012 kl. 21:12

9 Smámynd: Sólbjörg

Sigurður M, vísa ummælum þínum til föðurhúsanna - og ekki fá ritræpu yfir því.

Sólbjörg, 1.4.2012 kl. 22:26

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það kostar alla vega ekki neitt,að segja sannleikann Sigurður M. Hluti 300 millj. töpuðust vegna klúðurs Más,sem aflétti mikilvægum veðum á þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2012 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband