Föstudagur, 30. mars 2012
Stjórnarskránni borgið - í bili
Niðurrifsöflin náðu ekki að koma höggi á stjórnarskrá lýðveldisins þrátt fyrir þriggja nótta myrkralotu. Þökk sé þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hélt víglínan gegn fláræðinu um að setja stjórnarskrána í ,,skoðanakönnunarferli" sem hafði þann eina tilgang að útvatna grunnlög lýðveldisins og búa í haginn fyrir fullveldisframsal.
Heitstrengingar stjórnarliða sem ásamt Þór Saari et. al. mynda meirihluta á þingi verður að taka alvarlega og vörnin að halda vöku sinni á meðan lævísa skemmdarverkaliðið situr í stjórnarráðinu.
Eftir samfellda ósigra í Icesave, ESB-málinu og nú stjórnlagaráðsatlögunni munu niðurrifsöflin þjappa sér saman enda styttist í alþingskosningar. Í millitíðinni endurnýjum við umboð Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum.
Við gefumst ekki upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er full samstaða inni á þingi, m.a.s. um hlutverkaskipan í þessu hundleiðinlega leikriti þeirra.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 08:03
Jóhanna er búin að fullnægja kröfu Hreyfingarinnar og getur nú setið áfram í skjóli þeirra.
Ragnhildur Kolka, 30.3.2012 kl. 08:52
Hér er góður pistill:
http://maurildi.blogspot.com/2012/03/kommunistar-og-nasgular.html
Birgitta er beinlínis fyndin þegar hún talar um einlæga þingmenn á fésbókinni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.