Tilgangslaust ofbeldi og tilgangur stjórnmála

Tilraunir til að gera ógæfumanninn, sem reyndi að drepa framkvæmdastjóra Lagastoða, að pólitískum merkisbera mistókust. Málsvarar sjónarmiða sem ættuð eru úr búsáhaldabyltingunni reyndu ydda ógnarorðræðuna, um mögulegar afleiðingar þess að gefa ekki upp skuldir, með tilvísun í manndrápstilraunina.

Þór Saari var sérstaklega forhertur í málflutningi sínum og lét að því liggja að fleiri voðaverk væru í uppsiglingu ef ekki yrði tekið mark á kröfum um skuldaniðurfellingu. Að auki skáldaði Þór upp óteljandi sjálfsvíg sem voru aldrei framin og málaði skratta á opinbera veggi.

Ofbeldi ógæfumannsins á skrifstofu Lagastoða var tilgangslaust og enginn ætti að ljá verknaðinum tilgang með því að klæða hann í pólitískan búning - allra síst þingmenn. Samfélagið heldur ekki uppi þingmönnum og stjórnmálaflokkum til að grafa undan helgasta rétti hvers einstaklings - að geta um frjálst höfuð strokið án þess að eiga á hættu atlögu að lífi sínu.

Þór og Margrét Tryggvadóttir biðjast afsökunar á skrifum sínum um ofbeldisverkið og meinta tengingu þess við afskriftir hjá skuldurum. Það ber að þakka Þór og Margréti fyrir að hafa endurskoðað afstöðu sína.


mbl.is Þór og Margrét biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll vonum það besta því það góða skaðar ekki! En hvar er það góða frá bankastofnunum og stjórnvöldum?

Sigurður Haraldsson, 9.3.2012 kl. 13:02

2 identicon

Too little, too late.

Væri gaman að sjá misvitra moggabloggara sem margir hverjir mærðu ofbeldið biðjast afsökunar.  Svo verður eflaust ekki enda helsjúkt fólk.

Baldur (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband