Fimmtudagur, 8. mars 2012
Evrópustofa í þágu Samfylkingar
Aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi, Samfylkingin, er með inngöngu Íslands í Evrópusambandið á stefnuskrá sinni. Sérstök upplýsingaskrifstofa erlends stórveldis í þágu stefnumáls einangraðs stjórnmálaflokks er inngrip í innanríkismál Íslands.
Lög í landinu banna sendiráðum erlendra aðila afskipti af stjórnmálum á Íslandi. Þá mælir Vínarsáttmálinn um samskipti ríkja gegn afskiptum sendiráða og stofnana á þeirra vegum af innanríkismálum viðtökuríkja.
Evrópustofa er rekin af sendiráði Evrópusambandsins hér á landi í þágu pólitískra hagsmuna Samfylkingar. Reksturinn er andstæður þjóðarhagsmunum og innanríkisráðherra hlýtur að starfa í þágu þjóðarheilla.
Innanríkisráðuneytið skoðar kynningu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Evrópustofan er á vegum Athygli ehf. Auglýsingastofu.
Þeir eru ekki að reka þetta frá sendiskrifstofu ESB.
Svo vann Samfylkingin stórsigur í kosningunum 2009. Helst stefnumál ESB.
Hinir flokkarnir (nema vg) voru opnir fyrir ESB umsókn.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2012 kl. 09:41
Þorsteinn Pálsson:
Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda.
Forysta Samfylkingarinnar vildi hins vegar ekki mynda ríkisstjórn með þeim sem höfðu aðild á dagskrá. Það bendir til að önnur mál hafi verið henni mikilvægari. Sú breyting hefur orðið síðan kosið var að Borgarahreyfingin gufaði upp og Framsóknarflokkurinn sneri við blaðinu.
Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að stuðningur er verulegur við aðildarumsóknina í kjósendahópi allra flokka. Sérstaða Samfylkingarinnar felst í því að þar virðist vera meiri samstaða um málið. Hún hefur fyrir þá sök náð forystu um framgang þess.
Kviklyndi Samfylkingarinnar hefur fram til þessa ekki náð til Evrópumálanna. Það gæti verið að breytast. Upplausnin í ríkisstjórninni og stefnubreyting Framsóknarflokksins hefur leitt til þess að talsmenn Evrópuandstöðunnar líta orðið svo á að þeir hafi nú þegar náð undirtökunum um framhald málsins.
Á miklu veltur hvernig stuðningsmenn aðildarumsóknar í öllum flokkum bregðast við nýjum aðstæðum. Án ábyrgrar leiðsagnar gæti andstæðingunum orðið að ósk sinni. Utanríkisráðherra hefur veitt aðildarviðræðunum örugga og ábyrga forystu og sýnt styrk í því hlutverki. Þær hafa gengið vel til þessa. Það breytir ekki hinu að ýmis veikleikamerki eru á forystuhlutverki Samfylkingarinnar.
Veikleikamerkin
Fyrsta veikleikamerkið kom fram við stjórnarmyndunina. Þá taldi VG Samfylkingunni trú um að unnt væri að ljúka samningum án þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir tækju efnislega ábyrgð á niðurstöðunni. Þetta var blekking og því hefur alltaf legið fyrir að lokaskrefið yrði ekki stigið nema með nýjum þingmeirihluta.
Formaður Heimssýnar sagði sig úr þingflokki VG á dögunum. Hann fullyrti af því tilefni eins og oft áður að forsætisráðherra hafi haft í hótunum um slit á stjórnarsamstarfinu ef þingmenn stjórnarliðsins styddu ekki aðildarumsóknina. Þessu hefur forsætisráðherra afneitað jafn oft. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en formaður Samfylkingarinnar sé tvísaga um hvort aðildarumsóknin er skilyrði fyrir aðild að ríkisstjórn.
Þingsályktunartillögur um að stöðva aðildarviðræðurnar hafa legið fyrir í heilt ár. Athyglisvert er að flutningsmennirnir hafa ekki knúið á um að málið gangi til atkvæða. Ástæðan er vitaskuld sú að þeir trúa ekki að meirihluti sé fyrir hendi. Á hinn bóginn blasir við að Samfylkingin þorir ekki að reyna frekar á þolrif VG og vill af þeim sökum ekki að láta atkvæði ganga.
Það lýsir vanmætti Alþingis að geta ekki tekið af skarið í svo stóru máli. Tillitið til VG sýnist ganga fyrir Evrópumálstaðnum. Loks má nefna sameiginlegan fund þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem ekki gat ályktað um stöðu málsins fyrir nokkru vegna bresta í þingflokki VG.
Haldið í gagnstæða átt
Málefnalega er ríkisstjórnin í ýmsum veigamiklum efnum á sviði efnahagsstjórnunar að færa Ísland inn á brautir sem liggja í gagnstæða átt við aðild að Evrópusambandinu.
Breytingar ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu felast í því að apa eftir flestu því versta í reglum einstakra Evrópusambandsríkja. Það veikir rökstuðning Íslands fyrir sérlausnum til að tryggja þá þjóðarhagsmuni sem eru í húfi. Á þessu sviði er því efnislega unnið gegn aðild.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt í stórum stíl útgjöld utan við bókhald ríkissjóðs. Í sumum tilvikum er fjármögnun tryggð en í öðrum ekki. Að því leyti er þetta gríska leiðin sem sannarlega liggur ekki í átt að aðild. Þá hefur ríkisstjórnin ekki tekið mark á aðvörunum Seðlabankans varðandi þróun kjaramála og enga leiðsögn veitt á því sviði. Afleiðingar þess og vaxandi slaka í ríkisfjármálum geta orðið hindrun í aðildarferlinu.
Vegna ágreinings í ríkisstjórninni ræður stefna fjármálaráðherrans í raun og veru för í peningamálum. Meðan Samfylkingin sættir sig við forystu VG á því sviði eins og flestum öðrum er hún efnislega á leið í aðra átt en til aðildar.
Af öllu þessu má ráða að mikilvægt er fyrir stuðningsmenn aðildarumsóknar í öðrum flokkum að tryggja áhrif sín í næstu kosningum. Málið nær ekki fram að ganga nema með breiðari pólitískum stuðningi á þingi. Þeir sem hafa forystu á hendi um framgang málsins þurfa að sýna í verki á öllum sviðum að þeim er full alvara.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2012 kl. 09:44
Þegar maður les yfirlýsingar eins og "Sleggjan og Hvellurinn" senda frá sér í fyrsta innleggi að ofan - "Svo vann Samfylkingin stórsigur í kosningunum 2009!" - þá setur mann fyrst hljóðan, en svo veltir maður fyrir sér hvað búi að baki: hrein vanþekking og vitleysisgangur eða örvænting og afneitun?
Í kosningunum 2007 fékk Samfylking 26,8%. Í kosningunum 2009 mjakaðist þetta upp í 29,8%, eða um heil 3 prósentustig.
Þetta telst seint "stórsigur", en ef svo er, hvað vill þá "Sleggjan" segja um stöðu Samfylkingarinnar samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsinum: 18,7% ??
Ef fylgisaukning úr 26,8% upp í 29,8% er "stórsigur", þá hlýtur fylgishrap úr 29,8% niður í 18,7% að vera töluvert meira en "stórhrun": þetta hlýtur að vera "stjarnfræðilegt" eða jafnvel "algert" hrun, og bendir nú ekki beint til þess að þetta eina stefnumál Samfylkingarinnar eigi hljómgrunn meðal þjóðarinnar.
Svo hvort er það, Sleggja? Hvernig útskýrir þú þessi skrif þín? Eru þau vanþekking & vitleysa eða örvænting & afneitun?
Birgir (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 11:24
Þetta mútufé ESB er farið að skemma orðspor Íslands erlendis:
Tory MP Philip Davies last night called for the payments to be halted. Mr Davies said: ‘It is totally unacceptable that a country that is refusing to pay back billions of pounds it owes us should be receiving a single penny of overseas aid from us
‘The Government should ensure that these payments are halted immediately.’
Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-2111299/Iceland-getting-millions-British-aid-year--refuses-repay-billions.html#ixzz1oWpkXeZV
Bretarnir eru æfir, því þeim er sagt að þessar mútur séu "overseas aid".
Þvílíkt rugl!
Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 12:46
Birgir.
Samfylkingin er stærsti flokkurinn á Alþingi vegna þess að hann fékk flest atkvæða.
Þ.e sigraði kostningarnar.
Ég er reyndar Sjálfstæðismaður og niðurstaðan 2009 var áfall fyrir mig og mína menn. En maður verður samt að skoða staðreyndir.
http://is.wikipedia.org/wiki/Al%C3%BEingiskosningar_2009
Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2012 kl. 15:00
Auðvitað mælist þingstyrkur flokka út frá fylgi sem þeir höfðu þegar kosið var síðast. Enginn mælir gegn því að Samfylking vann mikinn varnarsigur, sé til þess tekið hversu hroðalega flokkurinn stóð sig og hvernig hann lét kaupa sig af þeim sem síðar settu landið á hausinn. Það var líka auðvelt, með alla fjölmiðla og álitsgjafa landsins í vasanum.
Nú virðist það hins vegar ekki einu sinni duga til þó helstu fjölmiðlar landsins séu opnir fyrir Samfylkingunni (að mbl undanskyldu). Fylgi Samfylkingar er hrunið. Fylgi ríkisstjornarinnar er eiginlega meira en hrunið. Í raun er ríkisstjórnin ekki að vinna í umboði þjóðarinnar lengur. Hún er keyrð áfram af þingmönnum VG og samfylkingar, ekki til að ná árangri, heldur til að sitja við völd. Í flestum löndum væri búið að þjarma svo að stjórninni við þessar aðstæður t.d. af ríkisfjölmiðlum og öðrum, að stjórnin væri löngu fallin, en ekki á Íslandi.
Í raun má segja að ekkert af stefnumálum ríkisstjornarinnar sé komið í gegn. Rammaáætlun er enn á hold. ESB aðild átti að ganga frá á kjörtímabilinu, sem nú sér fyrir endann á að ekki gerist. Líklega næst ekki að breyta sjávarútvegsstefnunni, það er of knappur tími til þess. Ruglið í kringum stjórnarskrána hefur tafið það mál þannig að ekki eru líkur á að það fari í gegn. Reynt var að þvæla upp á þjóðina gríðarlegum skuldabagga Icesave, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Það hefur eiginlega ekkert tekist sem ríkisstjornin ætlaði sér. Þeim virðist ekki einu sinni ætla að takast að flæma Ólaf Ragnar úr embætti.
joi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 17:11
Þetta er léleg stjórn.. sem skýrist að mestu leita á því að VG gerir allt til þess að banna hluti og halda atvinnulífnu í gíslingu.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2012 kl. 18:34
Sammála öllum í commentunumm og Birgir og Joi fara á kostum. Skil þig bara ekki, HVELLUR minn. Þetta er léleg stjórn og mest vegna VALDNÍÐSLU Jóhönnu og co. og Steingríms og nokkurra hjálparmanna.
Elle_, 8.3.2012 kl. 23:21
Hvað hefur þessi svokallaða valdaníðsla Jónhönnu skostað okkur? Ef við mælum þetta í lífskjörum?
ÉG veit að boð og bönn VG hefur kostað okkur marga milljarða í beinhörðum peningum vegna fjárfestingar og atvkinnutækifræa sem hafa verið hindrað.
Hvort sem ráðherra hefur verið dæmdur í hæstarétti eða ekki. Skiptir ekki öllu.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.3.2012 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.