Þriðjudagur, 28. febrúar 2012
Bjálfar vilja samning sem er betri en ESB
Rök ESB-sinna á Íslandi eru þau bjálfalegustu í álfunni. Hér tala þingmenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, eins og að ráðgerður aðildarsamningur Íslands verði betri en Evrópusambandið. Þess vegna verði að ,,klára ferlið" til að sjá hvað er í boði.
Aðildarsamningur að Evrópusambandinu getur aldrei orðið annað og meira en sjálft Evrópusambandið. Ef við slysumst inn í klúbbinn erum við orðnir aðilar og verðum að láta yfir okkur ganga lög og reglur sambandsins.
Sjónarmiðið um að ,,kíkja í pakkann" verður hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er í huga að ,,pakkinn" - Evrópusambandið - hefur tekið verulegum breytingum frá því að Ísland lagði illu heilli inn umsókn sumarið 2009.
Betra að klára viðræðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allir þeir sem kíkt hafa í pakkann sjá að hann er tómur, þar er ekkert að finna. ESB hefur ekkert uppá að bjóða. Samt á að þvæla með þetta mál fram í rauðan dauðan til að þóknast nokkrum krötum.
Því segi ég NEI TAKK.
Tómas Ibsen Halldórsson, 28.2.2012 kl. 15:56
Ein lögin sem myndu ganga yfir Íslendinga væru þau að óheimlit yrði að banna eina fjármálaþjónusutu fram yfir aðra á Íslandi. Íslendingum yrði bannað að banna verðtrygginu, ef okkur dytti það í hug. Bannað að banna verðtrygginu. Í ESB er verðtrygging húsnæðislána nú til skoðunar þar sem miklar og djúpar verðsveiflur eru að gera út af við húsnæðiseigendur. Verðtrygging fjárskuldbindinga á fjármálamörkuðum evrulanda er þess utan í örum vexti. Og er talin nýsköpun þar.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2012 kl. 16:06
Verðtrygging fjárskuldbindinga t.d. leigusamninga er föst venja í flestum Evrópulöndum nema þar sem enn óhagstæðari venjur eru við lýði (t.d. í Bretlandi). Fastir vextir til 10 ára til bestu viðskiptavina eru nú ca. 5%. Eru það ekki 3% raunvextir?
Í Lettlandi fékk almenningur 50% launalækkun og 20% atvinnuleysi við hrun, en íbúðalánin í evrum. ...óskalandið, hvenær kemur þú?
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.