Þriðjudagur, 24. janúar 2012
Saga Class fólkið vill ESB-aðild
Kontóristar ASÍ, félagsbræður þeirra hjá SA, embættismenn og ýmsir í akademíunni stunda Brussel-ferðir af miklum móð og það sér fram á ferðaauka yrði Ísland aðili að Evrópusambandinu. Þegar þetta fólk fer í sumarleyfi flýgur það á uppsöfuðum ferðapunktum með fjölskylduna.
Saga Class fólkið eykur starfsmöguleika sína við inngöngu þar sem sérhvert aðildarríki fær starfsmannakvóta í sinn hlut við inngöngu. Að jafnaði fá feitustu embættin þeir sem voru í samninganefnd umsóknarríkis.
Íslenskur almenningur myndi á hinn bóginn niðurgreiða lífstíl Saga Class fólksins vegna þess að Íslendingar myndu greiða meira til Evrópusambandsins en þeir fá tilbaka í formi (ferða)styrkja.
Stofnanaveldið ánetjast ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Saga Class er örugglega fínt, en það er oft þannig að fólk sem situr Saga Class hefur sig á gerfilegan og sýndarmenskulegan hátt yfir hina venjulegu.
Alveg á sama hátt og Brussel á að veita lausnir sem eru í raun ekkert annað en gerfi.
Það hentar vel gerfifólki að trúa á Brusselvaldið. Aðrir sjá í gegn um gerfið. Og vilja auðvitað ekki borga undir ósköpin.
jonasgeir (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 18:34
hvað eiga Samfylkingin og ísl.karlalandsliðið í handbolta sameiginlegt?
svar
Evrópudraumurinn er úti
þór (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 18:56
Hann Ögmundur ætti kannski að fara að huga að sínum eigin utanlandsferðum
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/10/24/ogmundur_i_sex_utanlandsferdir/
Sleggjan og Hvellurinn, 24.1.2012 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.