Aðeins 15,3 % Norðmanna vilja ESB-aðild

Ný könnun staðfestir stórflótta sem brostinn er á aðildarsinna í Noregi. Aðeins 15,3 prósent Norðmanna vill aðild að Evrópusambandinu. Innganga Króata í ESB staðfestir að meginlandsríkjum er nauðugur kostur að ganga í bandalagið.

Fullvalda ríkjum við Norður-Atlantshaf farnast á hinn bóginn betur utan Evrópusambandsins en innan þess, um það vitnar best reynsla Íslands og Noregs annars vegar og hins vegar Írlands.

Staðan í Evrópuumræðunni í Noregi er þannig að jafnvel eitilharðir aðildarsinnar eins og Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra og einn helsti leiðtogi Verkamannaflokksins er orðinn efasemdarmaður.


mbl.is Um 67% sögðu já við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reynsla Íslands :-)

Fyrirgefðu Páll, en ert þú búsettur á Íslandi? Ég veit að mestum tíma þínum er varið í að blogga gegn upplýstri ESB umræðu. Spurning hvort þú sért svo vel launaður í þessu bloggi að þú tekur ekki eftir kreppunni sem almennur neytandi á Íslandi er búin að vera slást við s.l. 40 mánuði. Allur samanburður neytanda á Írlandi og Íslandi er okkur óhagstæður. Verðbólga, vaxtarkjör, skuldir heimilana, gjaldmiðill, frelsi í peningamálum og líka atvinnustigið í sögulegu samhengi. . . . Skuldir írska ríkisins eru hærri en íslenska ríkisins en það hefur ekkert með stöðu þeirra innan ESB að gera eins og þú og margir aðrir snillingar eru að reyna að halda fram.

Göngum heilir til viðræðna við ESB með hagmuni okkar að leiðarljósi og leyfum svo lýðræðinu að njóta sín í sinni allra fegurstu mynd með þjóðarkosningu um samninginn.

Lifðu Heill.

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband