Refsiharka og afskriftir

Hópurinn sem stendur fastast á kröfunni um að Geir H. Haarde skuli einn stjórnmálamanna dreginn fyrir landsdóm vegna hrunsins er sami hópurinn og krefst mestra afskrifta fyrir óráðsíufólkið sem skuldaði gengislán í austur og vestur.

Þingflokkur Hreyfingarinnar stendur heill og óskiptur að kröfunni um að Geir H. Haarde sitji einn á sakabekk í landsdómi. Þór Saari helsti talsmaður þingflokksins gerðist opinber verndari óráðsíumanns sem eyðilagði með stórvirkri vinnuvél ofurveðsett hús sitt  til að mótmæla því að skuldirnar voru ekki afskrifaðar. Gröfumaðurinn átti að halda húsinu en aðrir að fá skuldirnar og undir það tók Þór Saari.

Það er eins með eins með siðferði og fjármál óráðsíufólksins - hvorugt er til eftirbreytni.


mbl.is Hart sótt að Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir verður ekki einn manna dreginn fyrir landsdóm. Hinir þurfa að bera vitni. Þú ert ósamkvæmur sjálfum þér í þessum pistlaskrifum Páll. Hvað varð um Össur sem vill ekki í vitnastúkuna?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 08:29

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki sanngjarnt hvernig staðið hefur verið að öllu þessu máli. Ögmundur gerði það eina sem er eðlilegt í stöðunni. Hann er mjög heilbrigð persóna. Það á því miður ekki við alla aðra á stjórnarheimilinu.

Það væri sama hvað sálfræðing og geðlækni fólk myndi spyrja, enginn þeirra gæti með góðri samvisku sagt að vinnubrögð sumra á stjórnarheimilinu séu heilbrigð, hlutlaus. En þeir ráðamenn/konur eru víst á undanþágu frá heilbrigðisvottorða-deildinni. Siðferðis-vottorðadeildin er víst ekki til, og í gildi er reglan ónothæfa: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn! Og það er 21 öldin, og fullyrt að heimurinn sé orðinn siðmenntaður? Með siðlaus stjórnvöld út um allan heim?

Það er undarlegt hvað margir eru tilbúnir að gera mannamun í réttarkerfinu á siðferðislega brenglaðan hátt, eins og sumir gerðu í þessu máli. Það eiga allir að fá sanngjarna málsmeðferð, sama hvort það er róni, ráðherra eða allir þar á milli. Það er svo sannarlega kominn tími til að breyta vinnubrögðunum í átt að raunverulegu réttlæti.

Ögmundi gengur betur að vera heill í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, og fleiri málum, með þessa réttlátu aðferð á sinni ferilsskrá. Gleymum ekki að allir eru jafnir fyrir réttlæti og lögum, þótt hingað til hafi ekki verið farið eftir því á Íslandi. Að blanda inn persónulegu hatri á pólitískum andstæðingi, og sleppa sumum sem báru í raun jafn mikla og jafnvel meiri ábyrgð en Geir, er fársjúk aðferð við að koma á réttlæti, og ekkert gott kemur út úr slíku.

Það á ekki bara að taka einhvern, til að friða þjóðina. Það er fornaldar-aðferð sem gengur gegn öllu réttlæti, sama hver á í hlut.

Þeir sem sitja á alþingi til að ná sér niðri á einhverjum andstæðingum, eru með samfélagslegt eitur í sálar og hugar-farteskinu, sem íslendingar þurfa síst á að halda á þessum erfiðu tímum. Ég held að þeir ættu að læra fyrirgefningu og heiðarleg vinnubrögð, sem telja sig eiga erindi í stjórnmál. Á hverjum vinnustað skiptir heilbrigð og réttlát hugsun meira máli en allt annað. Alþingi og stjórnarráðið er engin undantekning.

Hvar er kjarkur og heilbrigð hugsjón hjá öllu þessu fólki? Það þarf fleiri en Ögmund til að taka réttlátar ákvarðanir. Hvað eru þeir að hugsa, sem ætla að nota gömlu og siðlausu óréttlátu dómsaðferðirnar áfram?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2012 kl. 08:46

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Össur kemur fyrir landsdóm sem vitni, ekki sakborningur. Það átti að setja fimm ráðherra fyrir landsdóm. Þá hefði verið hægt að tala um uppgjör við pólitískt kerfi.  En með því að allir voru skornir úr snörunni nema Geir snerist uppgjörið upp í einelti.

Páll Vilhjálmsson, 23.1.2012 kl. 09:19

4 identicon

Að þau hafi fari fram úr sér í göfugmennskunni á þinginu og innleitt Olweusaráætlun gegn einelti? Ég hallast frekar að kenningu Úlfars Þormóðssonar.

http://blogg.smugan.is/avextir/2012/01/15/undirmal/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 11:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Páll í þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband