Sunnudagur, 15. janúar 2012
Tiltektin byrjar heima, Margrét Tryggva
Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar spyr hvort Ísland sé ónýtt í pistli þar sem silikon í brjóstum, iðnaðarsalt í matvælum og mengaður áburður eru dæmi um ónýti Íslands. Margrét hnykkir á ónýtinu með þessum orðum
Hér varð hrun einmitt vegna þess að eftirlitsstofnanirnar sem við treystum á voru ekki að vinna vinnuna sína og stjórnvöld SEM VISSU Í HVAÐ STEFNDI gerðu ekki neitt.
Margrét birtir pistil sinn á Eyjunni, þar sem hún með fast aðsetur. Eyjan er í eigu Björns Inga Hrafnssonar sem Jón Ásgeir sagði að hefði gert ,,díl aldarinnar" þegar hann sem borgarfulltrúi hleypti auðmönnum í auðlindir almennings í Orkuveitu Reykjavíkur.
Opinber umræða í skjóli hrunkvöðla er ekki leiðin að bjarga Íslandi frá ónýti, Margrét Tryggvadóttir, heldur beinlínis stuðlar hún að viðhaldi meinsins - sem er að handónýtir menn klifra metorðastigann og komast til mannaforráða sem þeir ættu ekki að hafa.
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 10:53
Góður pistill.
En aðal meinið er pólitík og það sem henni fylgir. Pólitískar mannaráðningar. Pólitískar ráðningar auka á völd án raunverulegrar ábyrgðar.
Alveg eins og sést af fyrri dæmum eftirlitsstofnana. Bæði hér og í Brussel.
Eða það að reka seðlabankastjóra fyrir þann sem kanski helst samdi vinnumódel bankans. En auðvitað vegna pólitískrar fortíðar hans. Því miður eru núverandi stjórnvöld þau verstu hvað pólitískar ráðningar varðar í manna minnum.
Þess vegna eiga pólitíkusar að hafa lítil mannaforráð.
jonasgeir (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 11:00
Auðvitað á tiltektin að byrja heima, hvað annað. Sammála þér Jónasgeir.
Eyjólfur G Svavarsson, 15.1.2012 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.