Davíð sameinar Samfylkinguna

Valdamesti maður Samfylkingarinnar er nú sem fyrr Davíð Oddsson. Ótti samfylkingarmanna við Davíð fylkir þeim að baki kröfunni um að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti.

Ólafur Ragnar vann sér til óhelgi vinstrimanna að setja Icesave í þjóðaratkvæði, ekki einu sinni heldur tvisvar. Við áramót kvaðst Ólafur Ragnar tæplega gefa kost á sér áfram í embætti og vinstrimenn fönguðu. Eftir að fréttir bárust af mögulegu framboði Davíðs Oddssonar braust fram taugaveiklun bloggara vinstirmanna.

Í vinstristjórnmálakreðsum er Ólafur Ragnar slæmur en Davíð er nokkru handan þess að vera slæmur; það stig lýsingaroða er ekki til sem nær utan um hugarfar samfylkingarfólks til Davíðs.

Davíð Oddsson yrði frábær forseti, - líkt og Ólafur Ragnar hefur verið frá 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur gæti náð allt að helmingsfylgi ef hann byði sig fram aftur, ég mundi þó láta mér nægja að spá því að hann fengi 40 prósent. Það væri líklega nóg til að vinna kosningar.

Hjá Davíð yrði spennan hvort hann næði að rjúfa 10 prósenta múrinn. 

Egill (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 13:55

2 identicon

Alveg viss um að þú hefur ekki rétt fyrir þér Egill, þó þú kanski vildir óska þess.

Flottur pistill.. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 18:24

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ólafur yrði sjálfkjörinn ef hann gæfi kost á sér aftur.

Ef ekki, þá myndi ég vilja sjá Davíð Oddsson í framboði. Þótt ekki væri til annars en sjá allt fjaðrafokið.

Gnarrinn sjálfur gæti ekki toppað það!

Kolbrún Hilmars, 15.1.2012 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband