Tólf flokkar en tveir valkostir

Tólf framboð í næstu þingkosningum bæri þegnskap Íslendinga fagurt vitni. Löngun margra til að leggja samfélaginu lið við að rétta úr kútnum eftir siðspillingu útrásarhrunsins er fagnaðarefni. En á bakvið öll framboðin eru í raun aðeins tveir valkostir.

Á fyrsta áratug aldarinnar aðeins einn kostur í boði í stjórnmálum Íslendinga; einhver útgáfa af útrásardásemdinni. Samfylkingar- og sjálfstæðisvaríanturinn sló í gegn 2007 og hrunstjórn Geirs H. Haarde var mynduð í kjölfarið.

Í þingkosningunum 2009 var aftur aðeins einn kostur: ósjálfráð viðbrögð við hruninu var vinstristjórnin.

Næstu alþingiskosningar 2012/2013 verða tvær kostir. Í fyrsta lagi að endurreisa stjórnmálalíf og efnahagskerfi þjóðarinnar á forsendum sjálfbærni, ráðdeildar og fyrirhyggju. Í öðru lagi býðst afneitun: hrunið var einstök mistök sem enginn ber ábyrgð á.

Vandi kjósenda er að greina á milli afneitara og endurreisnarmanna. Stjórnmálin eru jú að stórum hluta blekkingariðja.


mbl.is Nýju framboðin sameinist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hef sterka löngun til að lýsa hrifningu á þessum pistli.Sannur og rímar; stjórnmálagyðja er blekkingaridja,má ég biðja um vit til að greina á milli kostana,við höfum setið í skóla undanfarin ár,náum við prófinu? Við verðum,annars föllum við,púntur.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2012 kl. 14:48

2 Smámynd: Dexter Morgan

Þarna rataðir þú á rétta takka á lyklaborðinu.

En því miður, hef ég ekki þá tiltrú á Íslendingum, að þeir eigi eftir að vera færir um að greina á milli "afneitara" og "endurreisnarmanna".

Reyndar er ég dauðhræddur um að þeir eigi eftir að velja "afneitaranna", enn og aftur.

Dexter Morgan, 6.1.2012 kl. 16:39

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Góður  pistill Páll. Mun kjósa alfarið gegn hinum gjörspillta Fjórflokki í
næstu kosningum. Og hef gert hug minn sem þjóðhyggjumaður og borgarasinni. Ætla að veita HÆGRI GRÆNUM minn stuðning! Þeir eiga eftir
að koma mjóg á óvart!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.1.2012 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband