Fimmtudagur, 5. janúar 2012
Lýðræði ekki bara spari
Við þingkosningar velja flokksmenn stjórnmálaflokka sér frambjóðendur og kjósendur velja sér þingmenn. Þing er kjörið til fjögurra ára en sjálfsagt er að rjúfa þing og efna til kosninga ef lýðræðisleg rök standa til þess.
Þjóðin kaus sér sitjandi þing í skugga hrunsins. Þjóðarbúið var í uppnámi og afkoma fjölda fólks í óvissu. Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfarið var í upphafi sjálfri sér sundurþykk; annar stjórnarflokkurinn vill norræna velferð utan ESB en hinn leggja fullveldi landsins inn í Evrópusambandið.
Aðstæður í dag eru aðrar betri en vorið 2009. Sanngjörn krafa er að þjóðin fái að velja sér nýtt þing í þeirri von að nýr þingmeirihluti endurspegli betur afstöðu þjóðarinnar en sá sem nú situr.
Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessar fylkingar sem sem fengu völdin við óvenjulegar aðstæður,notuðu ótta borgaranna til að níða niður persónur annars stjórnarflokksins,löðurmannlegt, Samfylkingin gekk á því. Fólk var að uppgötva nýja ógnvæglega tíma,sinnið sem opin und,hallaði sér að hallmælandanum,sem mátti ekki vamm sitt vita.eða hvað. Allar fyrri stjórnir hefðu hispurslaust sagt af sér,eftir að þjóðin hafði rasskellt hana 2 svar,fyrir grófa samninga við ,,óvinveitt,, ríki um svikaskuld,að ég tali nú ekki um hylmingar á öllum lögfræðiálitum,sem barst þeim beint eða frá íslenskum baráttuhópum. Forseti vor stóð í eldlínunni,skarpari en Össur og ríkisstjórnin öll,enda verðskuldaður Maður ársins. Ruv.er nú að hrekja fullyrðingar um kostnað við umsókn í ESB. gleymdu þeir ekki einhverju? Fer nú að hlusta.
Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2012 kl. 19:09
"...sjálfsagt er að rjúfa þing og efna til kosninga ef lýðræðisleg rök standa til þess..." Þetta fallega orðalag merkir, að sjálfsagt sé að rjúfa þing, ef Jóhanna Sigurðardóttir telur það henta pólitískum hagsmunum Samfylkingarinnar, að teknu tilliti til skoðanakannana og fenginni ráðgjöf frá Össuri, Hrannari og öðrum sérfræðingum sínum í pólitískri refskák. Samtímis eru fest kaup á stórum, pólitískum gulrótum fyrir almannafé, svo að hægt sé að kjósa um eitthvað annað en ómögulega frammistöðu stjórnarliðsins.
Svona virkar þingrof, bæði hérlendis og í þeim grannríkjum, sem hafa lagaheimild til þess. Þess vegna er það fallið til að halda sömu ráðamönnum áfram við völd, ef þeir eygja möguleika til þess - kannski í fyrsta sinn í nokkur ár - að geta lafað í valdastólunum. Oft heppnast það, samt ekki alltaf.
Þetta er hinn ömurlegi veruleiki þingrofs. Því miður, því að enginn þingheimur verðskuldar betur en hinn núverandi að missa umboð sitt með hraði.Sigurður (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 19:29
Mér skilst að Occupy hreyfingin sé niðurrifsafl og sundurlyndisfjandi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 19:47
Það vantar ekki rök til að rjúfa þing. Þessi stjórn er búin að margbrjóta stjórnarskrána, lögin og mannréttindi á þjóðfélagsþegnunum. Lánin sem verið er að innheimta af hörku eru kolólögleg. Ef það dugar ekki til að rjúfa þing, þá veit ég ekki hvað er að "réttarríkinu" Íslandi.
Það skánar ekkert á Íslandi með sitjandi lögbrjóta/stjórnarskrárbrjóta í ríkisstjórn.
Hvað er að siðferðinu hjá þeim sem vilja hafa slíka stjórn í landinu, og hverjum á slík stjórn að þjóna? Ekki löghlýðnum borgurum, svo mikið er dagljóst og skýrt.
Það gefur sitjandi stjórn ekki leyfi til að brjóta svo gróflega á borgurunum, að fyrrverandi stjórnir hafi gert slíkt hið sama. Það eru dauðadæmd rök sem ekki styðjast við réttlæti, mannréttindi og lög í landinu.
Það er í raun ekkert sem hindrar forsetann í að rjúfa þing og skipa starfshóp í nokkra mánuði til að vinna samkvæmt lögum, óháð klíkum og afbrotamönnum í samfélaginu. Það er neyðarástand hjá fjölda fólks og forsetinn lætur þetta viðgangast án þess að grípa inn í!
Forsetanum er ekki stætt á að grípa ekki í taumana, til að forða almenningi frá meiri hörmungum en orðið er.
Eða þurfa allir sviknir íslendingar að fara í hungurverkfall, til að mark verði tekið á hversu alvarlegt ástandið á Íslandi er í raun? Þeim fjölgar sem vilja heldur svelta sig en að láta misbjóða sér meir!
Það er neyðarástand í landinu, og stjórnleysið er algjört! Höfuðstöðvar ESB stjórna hér öllum stórum og smáum málum, og það er óábyrgt af forsetanum að grípa ekki inní slíkt valdarán!
Forsetanum ber skylda til að rjúfa þing við slíkar aðstæður.
Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands, 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir, að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.
L. 56/1991, 5. gr.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2012 kl. 09:14
Við þurfum ekki á stjórnarskrá að halda, ef ekki er farið eftir henni nema þegar hentar hvítflibba-afbrotafólki.
Við þurfum heldur ekki lög í landinu, ef þau eru einungis notuð til að aðstoða bankaræningja og valdaræningja.
Þegar stjórnvöld brjóta stjórnarskrána og lögin, þá eru þau búin að gefa almenningi grænt ljós á að brjóta lögin í landinu.
Stjórnarskráin:
65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
L. 97/ 1995, 3. gr.
Flóknara er þetta ekki.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2012 kl. 09:29
Íslenzka ákvæðið um þingrof er frá 1874, með fyrirmynd í dönsku stjórnarskránni frá 1849. Í hvorugu landinu hefur þjóðhöfðingi nokkru sinni rofið þing upp á sitt eindæmi, og allir danskir og íslenzkir fræðimenn hafa (eftir því sem bezt verður vitað) litið svo á, að hann geti aðeins gert það að tillögu forsætisráðherra, sem þess vegna taki slíka ákvörðun. Þó er skylt að rjúfa þing, ef stjórnarskrárbreyting er samþykkt eða frávikning forseta Íslands felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því miður, Anna Sigríður, hvorugt okkar getur víst breytt þessu. Það verður tæplega gert nema með stjórnarskrárbreytingu eða byltingu. Góð kveðja.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.