Vinstriflokkar, efnahagslífið og réttlætismálin

Viðskiptajöfnuður upp á 100 milljarða, lágt atvinnuleysi og bjartar efnahagshorfur munu ekki skila vinstriflokkunum auknu fylgi. Ástæðan er sú að almenningur kýs ekki vinstriflokka til að atvinnulífið gangi vel - til þess kýs maður hægriflokka.

Sögulegt hlutverk vinstriflokka er að vera málsvarar réttlætis. Félagslegt réttlæti, kynjajafnrétti, efnahagslegt jafnræði eru málaflokkar vinstrimanna.

Starfandi vinstriflokkar eru of uppteknir af kverúlantamálum eins og ESB-aðild og breytingum á kvótakerfinu og fatta ekki tilverurétt sinn.


mbl.is 7,9 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Alveg rétt Páll.

Það verður líka að hafa í huga að álitsgjafar til vinstri hafa reynt að sannfæra ágætlega upplýst fullorðið fólk að hægri menn séu vondir bastarðar og hægri stefnur eins og hvert annað eitur og að hrunið eigi sér eina örsök eins og Nóaflóðið.

Ýkjurnar, hatrið og útúrsnúningarnir sannfærir fólk sem er ekki haldið ranghugmyndum og trúir ekki á fráleitar samsærirkenningar, að of margir vinstri menn séu ekki læsir á veruleikann og því ekki treystandi.

Á sama tíma eru þingmenn Sjálfsstðisflokks og reyndar Framsóknarflokks líka yfirleitt málefnalegir og virðast vera með öllum mjalla. Það kann fólk að meta.

Benedikt Halldórsson, 5.1.2012 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband