Fimmtudagur, 29. desember 2011
Við grátum með hálaunafólkinu
Lesendur leiðaraopnu Morgunblaðsins urðu fyrir sjokki í morgun. Endurskoðandi birti tímamótagrein sem hlýtur að setja hroll að almenningi þegar efnið spyrst út. Kjarni greinarinnar er útdreginn
launþegar með tæpar 800 þúsund kr. í mánaðartekjur eða meira þurfa að greiða óvæntan viðbótarlaunaskatt á árinu 2012 sem nemur rúmum 26 þúsund kr
Vá, hugsaði maður, svakalega er skattmann grimmur á Íslandi, 26-þúsundkall á ári í aukaskatt á fólk með tæpar 800 þúsund á mánuði.
Verður ekki að efna til neyðarsöfnunar fyrir skattpínda hálaunafólkið?
Athugasemdir
Tad ma alveg segja fra tvi ad til dæmis eg hef minnst tvøfalt tessar tekjur erlendis.
Ahugin a ad koma heim vex ekki vid svona skattapolitik. Tad er a hreinu.
Grædir Steingrimur a tvi eda almenningur sem nytir almannatjonustu?
Steingrimur fær 0 kr i skatt fra mer i stadin. Null.
jonasgeir (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 11:11
Ja, af hverju þessi grimmd við launafólk. Af hverju beinist hún ekki að bönkunum? Hryðjuverkalög voru sett á Landsbankann en við búum enn við bankaleynd. Er það eðlilegt? Hverjir eru ráðgjafar stjórnarinnar? Hefur einhver kannað tengsl HÍ við atvinnulífið?
http://www.alec.org/
http://alecexposed.org/wiki/ALEC_Exposed
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 11:29
Punkturinn í greininni er lygar stjórnvalda.
Eina ferðina enn er þetta hræðilega fólk bert að lygum.
Um það snýst málið.
Karl (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 12:06
Fréttablaðið 21. febrúar 2007:20. “Friðrik Már Baldursson mun framvegis gegna stöðu prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með fulltingi Kaupþings. Í lok síðasta árs gerðu Háskóli Íslands og Kaupþing með sér samning um ótímabundna kostun á stöðu prófessors við deildina. Það er nýmæli hér á landi …”.
Ég sé hvergi nafn Friðriks á lista menntamálaráðherra yfir kostaðar stöður við HÍ. Var frétt Fréttablaðsins röng? Var listi menntamálaráðherra ekki tæmandi? Hefur siðanefnd HÍ fjallað um kostaðar stöður við HÍ? Er siðanefndin og HÍ enn einn brandarinn sem launafólki ber að fjármagna? Er grínið ekki löngu búið?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 12:39
Sammála fyrsta ræðumanni. Kr. 800.000 eru ekki há laun á Evrópskan mælikvarða. Þénaði sjálfur Kr. 20 milljónir á síðasta ári sem forritari í þýskumælandi landi - ath þessi upphæð miðast við 40 stunda vinnuviku.
Vildi gjarnar flytja aftur heim, en lág laun og háir skattar koma í veg fyrir það.
Wilhelm (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 15:55
Vesalings fólkið. Manni verður bara illt af vorkunn.
Margret (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 16:16
Óheyrileg skattpíning! Mér brá í kross við að sjá að ÞETTA ER TEKIÐ AF MÁNAÐARLAUNUM, en ekki bara árlegur skattur upp á tuttugu og sex þúsund! Þessi fólskulega árás á áttahundruðþúsundkallinn minnir okkur strax á dæmisöguna um eyri ekkjunnar. Einhver óljós tengsl......
Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 16:34
Það sorglega við þetta er að 800 þús skuli flokkast undir hátekjur og þeir sem fá þær hálaunafólk.
Þannig fer markviss eignaupptaka í tvígang á þremur áratugum, blóðug verðbólga og rússíbanagjaldmiðill, með annars grandvart fólk og heilar kynslóðir.
Miðað við kaupmátt, skatta og verðlag eru 800 þús ekki hátekjur á Íslandi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.12.2011 kl. 04:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.