Íri óskar eftir íslenskri krónu-lausn á evruvanda

Hagfræðingurinn og dálkahöfundurinn David McWilliams segir Íra dæmda í langvarandi kreppu haldi þeir áfram að tilheyra evru-svæðinu. Hann bendir á íslensku leiðina úr kreppunni þar sem sjálfstæður gjaldmiðill er látinn falla svo að efnahagskerfið verið samkeppnisfært á ný.

Í pistlinum rekur McWilliams handónýta stöðu Írlands. Um 1000 Írar flýja eyjuna grænu vikulega og atvinnuleysið er um 15 prósent, meira en tvöfalt hærra en á Íslandi.

Í evru-samstarfinu er gengið fast, getur ekki fallið. Til að bæta tapaða samkeppnisstöðu þarf að skrúfa niður nafnlaunin, en það bara gerist ekki. Í staðinn segja atvinnurekendur upp fólki.

Með reynslu Íra í huga ættum við snarlega að leggja á hilluna öll áform um að farga krónunni.

 


mbl.is Írar undirbúa sig fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ágætt að heyra þessar tölur, ég vissi ekki að atvinnuleysi væri svona hátt á Írlandi. Nú þurfa evru-sinnar að útskýra kosti evrunnar aftur fyrir okkur sem erum svo ferlega slow að fatta ekki þessa snilld sem komið var á af stjórnmálalegum ástæðum en ekki efnahagslegum.

Menn hafa kennt krónunni um hluti sem ekki voru henni að kenna. Gott dæmi eru árin fyrir hrun þegar Seðlabankinn skrúfaði vexti upp og falsaði um leið gengi krónunnar, leiðréttingin varð auðvitað sársaukafull og krónunni er kennt um þar en ekki Seðlabankanum. Gjaldeyrishöftin eru svo nýjasta dæmið en þau kosta þó nokkur störf í útflutningsgreinunum.

Ég veit nú ekki hve margir Sf liðar vita það en evran er Þjóðverjum lífsnauðsynleg en baggi á öðrum þjóðum. Annars sýndi Samfylkingin að henni er ekki treystandi í efnahagsmálum þegar hún sá ekkert athugavert við að samþykkja Icesave, sama hvaða útgáfu. Hvers konar dómgreindarbrestur er það? Átti ekki allt að fara í rúst hér ef Icesve yrði ekki samþykkt?

Hér er staðan slæm en það er Sf og Vg að þakka en ekki Icesave. Verst að Bjarni Ben vildi samþykkja Icesave III (enda skilur hann ekki eðli þeirrar deilu), það þýðir að hann getur ekki notað Icesave til að berja á stjórnarliðum þegar að kosningum kemur.

Helgi (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 21:22

2 identicon

Ég rakst á fróðlega samantekt á bloggurum. Hér er listinn yfir leiðinlegustu og þunglyndislegustu bloggarana;

Páll Vilhjálmsson: ( ef þú hefur lesið einn pistil hans hefurðu lesið þá alla: Sf sökkar og ESB stinkar. Lítið meira þar í gangi )

Jón Valur Jensson: ( Hvað getur maður sagt ? Á pari við pælingar sem uppi voru á miðöldum )

Sigurður Þorsteinsson: ( Húmorsleysi par exelence, virkar alltaf reiður og bitur )

Jón Magnússon: ( gegnheill afturhaldssinni og kerfiskall)

Jón Baldur L'Orange: ( Náskyldur Jóni Val ? )

Halldór Jónsson: ( Krónískt harðlífi )

AMX: ( Hatursvefur með blæbrigðarlausum og fyrirsjáanlegum Hannesar Hólmsteins klisjum )

gangleri (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 08:18

3 identicon

Grein McWilliams er læsileg og skýr. Hann telur að það að segja sig úr evrusvæðinu sé skásti kosturinn af mörgum erfiðum. Skýringin er sú að innri gengisfelling virkar ekki.Halli er á viðskiptum við útlönd og skuldir ríkisins. Skera þarf niður í ríkisrekstri og auka útgjöld. Til þess að írskar vörur verði samkeppnishæfari þar að minnka framleiðslukostnað þeirra,s.s. launakostnað. Það hefur ekki gerst öfugt við það sem gerist hér.Hér eykst aflaverðmæti vegna makríls og Ísland sem mjög ódýrt ferðamanaland skilar auknum auknum tekjur.Ríkissjóður er auk þess að komast á lygnan sjó.Atvinnuleysi er afar hátt(aðferð atvinnurekenda við að minnka launakostnað) og 1000 írar leita til annarra landa í vinnu. Írska bankakerfið , Seðlabanki Evrópu og AGS styðja allir stefnuna um innri gengisfellingu. Hún virðist ekki ganga amk ekki hingað til.

gangleri (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 08:43

4 identicon

Sigurður Bessason um krónuna;

"Allt frá því samningar voru undirritaðir hefur allt of há verðbólga ríkt í landinu sem jafnt og þétt hefur saxað á þann ávinning sem stefnt var að til að reyna að vinna aftur hluta kaupmáttarins sem tapaðist í hruninu. Markmiðið um að ná marktækri styrkingu íslensku krónunnar er augljóslega ekki að takast á þessu ári. Íslenska krónan hefur sannarlega sýnt það í þessu hruni að hún er vinur framleiðanda sem flytja vörur sínar til útlanda en um leið svæsnasti óvinur launafólks þar sem veikindi hennar nærast á lækkuðum kaupmætti fólksins.

Því miður staðfestir viðhorfskönnun Gallup Capacent sem gerð var fyrir Flóafélögin nýlega alla helstu neikvæðu þætti þessarar þróunar.

gangleri (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 08:46

5 identicon

Ha ha ha ... og listinn sem heillar ESB - bloggskítaklessuna Ganglera er tekinn saman af eina bloggaranum sem maður býst við að finna á Blog.is búin að hengja sig á þunglyndisbloggsíðunni sinni vegna þess að hann hefur fengið fullkomlega nóg af leiðindunum í sjálfum sér. 

Mannvitsbrekkan og enn einn bloggskítaklessa ESB fíklanna Gangleri er langt kominn með að hljóta sömu örlög og hin brekkan klippa/líma ESB - hirðfíflið Hrafn baugsbaðvörður sem varði Baugsflokkinn og hagsmuni Jóns Ásgeirs hérna fyrir nokkru með að tröllast á þeim sem eru eigandanum hættulegir og tortíma litlum trúverðugleika vegna leiðinda og rangfærslna. 

Slíkar ESB - bloggskítaklessur finnast á öllum anti - ESB síðum og flestir á bótum frá þjóðinni á 24/7/365 vöktum. 

Án svona ESB - bloggskítaklessna sem eru fastar á bloggsíðum anti - ESB bloggara væri lífið leiðinlegra.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband