Laugardagur, 24. desember 2011
Jólafriður
Die Welt segir frá friðarjólunum á vesturvígstöðvunum 1914 þegar breskir og þýskir hermenn gerðu stutt hlé á vopnaviðskiptum. Í þeim anda óska Tilfallandi athugasemdir lesendum sínum árs og friðar.
Gleðileg jól.
Athugasemdir
Það er skemtileg lesning að fara yfir þann hluta stríðsátaka sem átti samkvæmt þeirra tíma yfirvaldi að vera lokið fyrir Jól. Las reyndar grein um þetta í tímaritinu Sagan öll, sem kom út fyrir nokkrum dögum.
Ekki voru samt allir á eitt sáttir við samskipti við óvininn, en Þýskir yfirmenn voru ekki hrifnir. Bretar hinsvegar gátu gert allskonar hernaðarlegar uppgötvanir er þeir í þessu óvænta vopnahléi gátu njósnað örlítið um óvininn.
Væri óskandi að ekki væru stríð en okkur verður sjálfsagt ekki að ósk okkar í þessu lífi.
Ég óska svo þér og öðrum lesendum gleðilegra Jóla, árs og friðar.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 24.12.2011 kl. 15:33
Sammála; tökum hlé frá okkar eigin stríði við ESB, Icesave og allt það yfir jólahátíðina.
Á nýju ári skulum við hins vegar taka undir með J.Kenndy hinum írska í WW2:
"We´re Going to Hang out the Washing on the ESB Line"
Gleðileg jól!
Kolbrún Hilmars, 24.12.2011 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.