Frjáls markaður og evran eru andstæður

Bretar telja sig verja frjálsan markað með neitunarvaldi gegn breytingum á Lissabon-sáttmálanum. Þjóðverjar og Frakkar telja framtíð frjálsan markað ekki eiga framtíð fyrir sér í Evrópu án evrunnar. Hugmyndabarátta milli Breta annars vegar og hins vegar Frakka og Þjóðverja varpar ljósi á átökin um framtíð Evrópusambandsins.

Michel Barnier yfirmaður fjármálastofnana hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skrifar grein í Telegraph til að útskýra fyrir breskum lesendum að án evru verði ekki frjáls markaður í Evrópu.

Cameron forsætisráðherra Breta er í símasambandi við forsætisráðherra Svíþjóðar og Írlands til að fá þá að fallast á bresk rök um að Þjóðverjar og Frakkar ganga of langt í átt miðstýringar til að það samræmist forsendum hins frjálsa markaðar.

Merkel kanslari sagði á þýska þinginu í gær að samkomulag í í Brussel í síðustu viku um ráðstafanir til að bjarga evrunni fælu í sér drög að pólitísku baklandi fyrir evrulöndin þar sem eftirgjöf fullveldis væri forsenda fyrir framtíð evrunnar. Gagnrýnendur Merkel á þýska þinginu segja fullkomlega óljóst hvernig milliríkjasamkomulag allra ESB-ríkja mínus Bretlands eigi að skapa evrulandi framtíð þegar lagaleg óvissa er um aðild Evrópusambandsins að því milliríkjasamkomulagi.

Með Bretland utan við bæði evruland og Evrópusambandið í umræðunni um framtíð evrunnar er ólíklegt að Þýskalandi og Frakklandi takist að stjórna alfarið ferðinni.

Frjáls markaður mun á endanum trompa evruna.

Í hádeginu í dag er fundur á Háskólatorgi um framtíð evrunnar og Evrópusambandsins.


mbl.is Áfram lækkun á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband