Þriðjudagur, 6. desember 2011
Efnahagsbati án pólitískrar ánægju
Lágt atvinnuleysi og hagvöxtur birtist í aukinni neyslu sem aftur hraðar efnahagsbatanum. Væri allt með felldu ætti batnandi hagur að birtast sem stuðningur við stjórnvöld. En það er öðru nær. Ríkisstjórnin er óvinsæl og á stjórnarheimilinu logar allt í illdeilum.
Til að vöxtur hagkerfisins skili sér í jákvæðari afstöðu til stjórnvalda þarf að vera samhengi milli stjórnarstefnunnar og árangursins. Engu slíku er til að dreifa í tilfelli Jóhönnustjórnar.
Ísland nær sér efnahagslega á strik með krónu, sem ríkisstjórnin fyrirlítur, og fyrir eigin rammleik. Það er í beinni mótsögn við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja fullveldið og forræði okkar mála til Brussel.
Stjórnmálaflokkur sem útfærir pólitík sem rímar við íslenska eftirhrunsundrið verður sigurvegari næstu kosninga.
Stefnir í fjárlög með 20,7 milljarða halla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sér er nú hvert undrið - 10.000 manns fluttir til útlanda!
Kaupmáttur hruninn um 20%!
Vertryggð lán hafa hækkað um 30% á 4 árum!
Þúsundi Íslendingar tapað öllu sem þeir áttu í eignum sínum o.s.frv. !
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.12.2011 kl. 10:40
Til að bæra við það sem Guðbjörn segir hér að ofan þá er hægt að kenna krónunni um alla þá þætti sem hann nefnir. Þ.e. kaupmáttur hruninn þess vegna flytja margir til útlanda. Kaupmáttur hrundi vegna krónunar sem féll og þar með hækkuð verðtryggði lán líka og fólk tapaði eignum sínum. En það er að stórum hluta krónunni að kenna. Og þvi verður þessi málsgrein skrýtinn:
"Ísland nær sér efnahagslega á strik með krónu, sem ríkisstjórnin fyrirlítur, og fyrir eigin rammleik. Það er í beinni mótsögn við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að flytja fullveldið og forræði okkar mála til Brussel."
Magnús Helgi Björgvinsson, 6.12.2011 kl. 11:01
@GG og MHB:
Krónan hrundi rétt eftir hrun vegna þess að hún var kolvitlaus skráð á árunum fyrir hrun þökk sé kolvitlausum stýrivöxtum SÍ. Gott dæmi um skaðleg áhrif afskipta ríkisins af markaðinum. Við eyddum um efni fram og fall krónunnar var fyrirsjáanlegt.
Mikill fjöldi Íslendinga hefur flutt til útlanda vegna þess að himinháir skattar og stefna stjórnarinnar gagnvart fyrirtækjum gera það að verkum að fyrirtæki geta ekki stækkað og geta ekki borgað hærri laun ef þau vildu vegna álagna stjórnvalda. Einnig verða ný störf trauðla til við þær aðstæður sem við búum við hér og vegna fjandskapar stjórnvalda við einkageirann. Staðan væri snöggtum betri ef verið væri að reisa tvö álver hér en það hafa Vg og Sf stoppað af. Fyrir hverja starfa þessir flokkar?
Ef við værum með evru værum við í svipuðum sporum og Grikkir, þið herramennirnir ættuð að útskýra kosti evrunnar fyrir t.d. Grikkjum. Hafið þið enga hugmynd um hvers vegna atvinnuleysi er almennt hátt í ESB? Hefur enginn bent ykkur á það? Ef Grikkir byggju við drögmu myndi í það minnsta ferðamannaiðnaðurinn taka við sér þar eins og hann hefur gert hér en því er ekki að heilsa í Grikklandi. Meira líf væri í honum hér ef stjórnvöld væru ekki ennþá að skipta sér að gengi krónunnar með gjaldeyrishöftunum.
Það skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil þjóð hefur ef hún lifir um efni fram. Evran lagar sig ekki að aðstæðum í hverju landi fyrir sig eins og margar þjóðir fá nú að kenna á. Rúmlega 20% atvinnuleysi á Spáni er kannski eftirsóknarvert í ykkar huga en ekki í huga þorra landsmanna. Hér væri atvinnuleysi mun meira ef við hefðum evru. Ég man ekki betur en Gunnar Rögnvaldsson hafi bent á að atvinnuleysi hafi aukist innan ESB eftir að evran var tekin upp.
Spánverjar geta t.d. að verulegu leyti þakkað evrunni sín vandræði enda voru stýrivextir ECB á tímabili neikvæðir m.v. Spán þó þeir hafi hentað annars staðar.
Þið tveir herramennirnir ættuð líka að fara að íhuga hvað þið ætlið ykkur að segja þegar evrusvæðið annað hvort skiptist í hluta eða hverfur alveg. Verður evran ennþá frábær? Verður þá um samsæri að ræða? Hvað þarf til að þið herramennirnir sjáið það sem nánst allir nema evru- og ESBsinnar sjá? Evran þjónar fyrst og fremst hagsmunum Þjóðverja og mun staðan þar efnahagslega versna verulega ef allar þjóðirnar í Evrópu tækju upp sinn eigin gjaldmiðil.
Evran var ekki tekin upp af efnahagslegri nauðsyn heldur af pólitískum ástæðum og margir vöruðu við að illa myndi fara. Þið herramennirnir hafið sjálfsagt hlegið að þeim sem vöruðu við þá. Ætli þeir hlægi ekki að ykkur núna?
Helgi (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.