Steingrímur J. svíkur stefnu Vinstri grænna

Landsfundur Vinstri grænna ítrekaði í haust fyrri stefnu að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins. Jafnframt var lagt fyrir flokkinn og talsmenn hans að upplýsa þjóðina um afleiðingarnar af inngöngu.

Steingrímur J. talar ekki eins og formaður Vinstri grænna heldur sem þingmaður Samfylkingarinnar, og vill ,,klára málið" og ,,kíkja í pakkann" og aðlaga Ísland Evrópusambandinu jafnt og þétt á meðan viðræður standa yfir.

Hvers vegna gengur Steingrímur J. ekki í Samfylkinguna?

 Hér að neðan nýjasta landsfundarsamþykkt Vinstri grænna, tekin af heimasíðu flokksins.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Landsfundurinn ályktar að í yfirstandandi aðildarviðræðum beri að hafna því að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn sjávarauðlinda innan íslenskrar efnahagslögsögu og leggur áherslu á að Ísland haldi samningsrétti vegna deilistofna á Íslandsmiðum, s.s. makríl, kolmunna, úthafskarfa, loðnu og norsk-íslensku síldinni. Sama á við hvað varðar umfang á stuðningi við íslenskan landbúnað svo og um náttúruauðlindir sem fyrirhugað er að lýsa þjóðareign í nýrri stjórnarskrá.

Landsfundurinn bendir á þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB-aðild ásamt fullveldisafsali á fjölmörgum sviðum. Þróun innan ESB að undanförnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru-samstarfsins, stefnir í átt að enn frekari samruna með hertri miðstýringu. Með Lissabon-sáttmálanum er einnig kominn vísir að samstarfi um utanríkis- og hernaðarmálefni. Jafnframt eiga félagsleg sjónarmið, umhverfisvernd, fæðu- og matvælaöryggi og réttindi launafólks undir högg að sækja innan sambandsins. Þá mun VG tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðildarviðræðum stendur.

Landsfundurinn telur það vera eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar.

 


mbl.is Ekki talsmaður skyndiákvarðana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brusselvaldið í gegnum Samfylkinguna er með sitt fólk á sínum stað í Vinstri Grænum þettað er allt saman vel undirbúið og skipulagt Steingrímur stendur við sinn hluta samkomulagsins nema icesave klúðrið það misheppnaðist að klína því yfir á þjóðina áður var það Kreml nú er það Brussel

Örn Ægir (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 16:31

2 identicon

Ef allir feitu þjónarnir safnast saman á eitt lítið fley þá sekkur það. Þess vegna skipta þeir liði og reyna að falla inn í fjöldann.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 16:57

3 Smámynd: Dexter Morgan

Kjósendur VG munu sjá um að refsa honum og VG-flokknum í næstu kosningum, ekki spurning.

Dexter Morgan, 5.12.2011 kl. 18:08

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ráðherra fjármála landsins - sem ætlar að axla efnahags- og viðskiptaráðuneytið að auki, ætti að vita að viðskipti Íslands við ESB ríkin eru um 30%, í báðar áttir, en ekki 70%.

Fáviskan sú boðar ekki gott.

Kolbrún Hilmars, 5.12.2011 kl. 19:55

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS. áður en einhver leiðréttir mig; ég átti við Evru-ESB ríkin.

Kolbrún Hilmars, 5.12.2011 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband