Sunnudagur, 4. desember 2011
Fangelsispeningar kaupa Björgvini G. pólitískt framhaldslíf
Fjárlaganefnd alþingis ætlar bæði að setja peninga í nýtt fangelsi á Hólmsheiði og peninga í Litla-Hraun þar sem fyrrum foringi Samfylkingar, Margrét Frímannsdóttir ræður ríkjum. Þetta er glórulaus meðferð á almannfé þar sem fléttast saman kjördæmapot og prívathagsmunir samfylkingarfólks.
Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Sunnlendinga þarf á stuðningi Margrétar að halda til að eiga von um endurkjör. Ekki aðeins er Margrét fyrrum þingmaður á svæðinu heldur stýrir hún einum stærsta vinnustað kjördæmisins. Án stuðnings Margrétar er Björgvin búinn að vera sem þingmaður. Björgvin er í fjárlaganefnd alþingis og notar aðstöðu sína til að kaupa sér pólitískt framhaldslíf með því að senda almannafé til Litla-Hrauns.
Samfylkingin stundar linnulaus sérgæskusjórnmál og lætur almannahagsmuni lönd og leið.
Fangar ekki sammála fangelsismálastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samspillingin í öllu sínu veldi.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 18:14
Baugsfylkingin sér um sína. Hverjum heilvita myndi detta slíkt í hug..??
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 19:18
Árni Johnsen.
Björgvin Sigurðsson.
Róbert Marshall.
Allir þessir menn sitja á þingi á ábyrgð sunnlendinga.
Karl (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 20:07
Þetta er nú skrítið blogg hjá þér við frétt Moggans!
Hverjir vilja byggja fangelsi á Hólmsheiði? Ekki fangarnir, þeir vilja nota Litla-Hraun og jafnvel Sogn undir kvennafangelsi, en gæsluvarðhald á höfuðborgarsvæðið. Eru þá fangarnir með kjördæmapot? Er Samfylkingarfóbían komin á það hátt stig að þú álítir fangana vera í henni?
Ef Litla-Hraun er einn stærsti vinnustaður á Suðurlandi eins og þú segir, er þá nokkuð að því að nýta aðstöðuna þar enn betur? Hýtur ekki að felast í því stærðarhagkvæmni?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.