Laugardagur, 3. desember 2011
Ísland inn í efnahagspólitískt Stalíngrad
Jacques Delors viðurkennir grundvallarmistök við hönnun evrunnar. Án samruna í ríkisfjármálabandalag var evran dauðadæmd. Reglulegir neyðarfundir leiðtoga Evrópusambandsins munu engu breyta um óhjákvæmilega niðurstöðu: evruland er búið að vera.
Ísland er í aðlögunarferli að dauðadæmdu evrusamstarfi. Björn Bjarnason spyr þeirrar hógværu spurningar hvort ekki sé ástæða að staldra við með aðlögunarferlið.
Samfylkingin ætlar Íslandi inn í efnahagspólitískt Stalíngrad, eins og viðskiptaritstjóri Daily Telegraph nefnir evruland. Fullorðna fólkið þarf að grípa í taumana á alþingi Íslendinga og afturkalla umsóknina.
Delors gagnrýnir evrusamstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Utan efnis...Frábært innleg í hóplausa gjaldmiðlaumræðuna.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2011 kl. 13:31
Það þarf að afturkalla ESB aðildarumsóknina - STRAX- það má engan tíma missa.Ef vitið dugar ekki alþingis-fólkinu þá verður að taka af þeim ráðin með þeim gjörðum sem til þarf.
Benedikta E, 3.12.2011 kl. 13:35
Must see Keiser Report dagsins. Ísland kemur mikið við sögu, en mest athygllisvert eru tengsl fjármálaráðherra þýskalands og fleiri við Goldman Sacs. Skilaboðin eru til banksteranna. Get out of Europe! Það segir mér að það er engin von fyrir Evruna. Ekkert stoppar þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2011 kl. 14:12
Ef svarti mánudagurinn verður ekki á mánudaginn, þá er það næsta mánudag. Það verður ekki beðið eftir fundinum þann 9.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2011 kl. 14:17
Jaha.
Er tarna ekki komin astædan fyrir ad Steingriman berst um a hæl og hnakka vid ad svikja kjosendur sina. Efnahagslegt Stalingrad i augsyn fyrir landa alla.
Draumur VG eda hvad?
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 15:37
Ekki VG í heild, en kannski nokkurra og þar með Steingríms. Enda löngu kominn tími á að fara með hann og Jóhönnu fyrir dómstóla. Ekki síst vegna ICESAVE.
Elle_, 3.12.2011 kl. 16:29
Það segir allt um vonleysi ESB - paradísarinnar að ekki sést kjaftur með stóryði og skítkast í garð blogghöfundarins og gesta hans sem ekki trúa á stórkostlegheit Evrópusambandsins. Brekkur á almannabótum eins og Frímann og Ómarar eða alfræðingarnir á Baugssleggjunni eða Baðhrafninn ef nokkrir eru nefndir. Þeir hafa augljóslega burði að átta sig á að þetta er búið spil þó að fjármálaséníið Össi utanríkis fattar það ekki af skiljanlegum ástæðum. Það er mikið lán fyrir laxfiskastofninn að hann fékk hvergi starf nema hjá Baugsfylkingunni. Verra fyrir þjóðina.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 16:45
Eina ástæða þess að Evran er ekki hrunin er sú, að Goldman Sacs þarf aðeins lengri tíma til að forða sínum verðmætum út af Evrópumarkaði, með ásættanlegum afföllum. Minnst tíu ára efnahagskreppa er framundan í Evrópu, sama hvað urriðakynlífsfræðingurinn, Þistilfjarðarkúvendingurinn og flugfreyjan segja, því miður.
Halldór Egill Guðnason, 3.12.2011 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.