Landssölufólk og ESB-sinnar

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er í samfylkingardeild Sjálfstæðisflokks, deildin sem vill Ísland í Evrópusambandið. Sveinn Andri er trúr samfylkingarstefnunni að selja allt sem hægt er að koma í verð hvort heldur fullveldi eða prósentuhlutur af Íslandi.

Sumir samfylkingarmenn klóra sér reyndar í hausnum yfir ákefð forystu Samfylkingarinnar að selja landflæmi undir kínverska nýlendu.

Mótmæli samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins og forystu Samfylkingar við ákvörðun Ögmundar að leyfa ekki undanþágu fyrir landssölu til kínverska auðmannsins neglir eftirfarandi í meðvitund almennings: Þessu fólki er ekki treystandi.


mbl.is Á ekkert í torfhúsi á Grímsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef ég man rétt þá á Ævar rætur að Möðrudal á Efra- Fjalli. Það er alltaf annað yfirbragð á mönnum sem hafa andað að sér fjallalofti í æsku.

Árni Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 19:04

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

þá hefur hann alist upp við kveðnar rímur og stemmuflutninga.

Kristbjörn Árnason, 25.11.2011 kl. 19:16

3 identicon

Samfylkingin er bara alveg nákvæmlega eins og fyrir hrun.

Pissar í brækur yfir kapítalinu þegar það er nógu stórt.

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 20:45

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nú talar Samfylkingarfólk um fjárfestingar, erlent fjármagn til landsins. Hvar er þetta fólk búið að vera allar götur frá því núverandi stjórnarflokkar tóku völdin í sínar hendur? Hvað með alla fjárfestingarkosti sem í boði hafa verið? Svo kemur einhver einstaklingur frá Kína, sem er búinn að arðræna sitt eigið fólk, en jú hann á vin í Samfylkingunni, eiginmaður fyrrum formanns flokksins og þá leggst öll fylkingin á sömu árina og reynir að koma hluta landsins í hendurnar á Kínverskum kommúnista.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.11.2011 kl. 22:15

5 Smámynd: Elle_

Ögmundur gerði hárrétt í málinu.  Það er Jóhönnuflokkurinn sem er vanhæfur og ekkert nema hættulegur landsöluflokkur.  Það eru líka þau sem gala hæst núna að Ögmundur sé vanhæfur og hafi átt að taka málið af honum.  Það á að taka öll mál af Jóhönnu og co. og þó löngu fyrr hefði verið.  VÍKJA ÞEIM ÚR STJÓRN.

Elle_, 25.11.2011 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband