Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Össur gerður kjánalegur
Utanríkisráðherra Lúxemborgar gerir starfsbróður sinn á Íslandi kjánalegan með því að segja framtíð Evrópusambandsins í hættu. Veit Jean Asselborn ekki að síðast í gær sagði Össur Skarphéðinsson á alþingi Íslendinga að aðeins smávægileg skuldakreppa hrjái evrusvæðið, og búið sé að ,,teikna upp" lausnina.
Þegar yfirmannvitsbrekka stjórnarráðs Jóhönnu Sigurðardóttur leggur fram ískalda greiningu á Evrópusambandinu er guðlast að efast.
Össur hlýtur að grípa snarlega í taumana og senda t.d. samninganefndarmann sinn Þorstein Pálsson utan til að leiðrétta misskilning utanríkisráðherra Lúxemborgar. Þorsteinn getur tekið með sér teiknidótið hans Össurar.
Segir framtíð ESB í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, alltaf stækkar geislabaugurinn á "sannspáum" ráðherrum á Íslandi. Það er ekki neitt nýtt að sjá mikilmennsku-yfirlýsingar blekkta og glæpamanna-mútaðra ráðamanna þessa lands. Alltaf mestir, bestir, stærstir, klókastir o.s.frv!!! Svo tekur ofvaxin minnimáttarkenndin við þegar skýjaborgirnar hrynja!!!
Það vantar siðferðislegan stöðugleika. Svo má athuga fjárhagslegan stöðugleika þegar búið er að koma á siðferðis-bót.
Ég bið alla góða vætti að hjálpa öllu fólki, bæði hér á landi og annarsstaðar í heiminum. Ekki veitir af.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.11.2011 kl. 11:52
Guði sé lof fyrir mannvitsbrekkuna Össur. Atvinnugrínarar hljóta að öfunda hann fyrir snilldina.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 12:28
Hafiði verki með þessu?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2011 kl. 13:00
Já Ómar, ég er með harðsperrur í kviðvöðvunum eftir hláturskastið.
Ragnhildur Kolka, 24.11.2011 kl. 13:53
Einn voða viðkvæmur ...
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 13:55
Af hverju fá þeir þarna hjá ESB ekki "hagspekinginn" Össur Skarphéðinsson til að leysa vandann á Evrusvæðinu?
Össur gæti í það minsta talað í þá kjark og sagt þeim að vera rólegum því þetta er bara smá skuldakreppa sem gengur fljótt yfir, einskonar "markaðspaník" eins og annað gáfnaljósið í Samfylkingunni, hún Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sagði sl. haust.
Gorgeir Gorgeirsson (Goggi) (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:02
Er hægt að teikna eitthvað annað en fiska með teiknidótinu?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:06
Getur það verið að utanríkisráðherrar heimsins fylgist ekki með hvað veltur upp úr okkar utanríkisráðherra í Þingsölum Alþingis?
Agla (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 14:27
Það þarf nú ekki að leggja mikið á sig til að gera Össur kjánalegan..
Jóhann Elíasson, 24.11.2011 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.