Ríkisstjórnir auðmanna

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde 2007, hrunstjórnin, var sett saman af fólki sem bjó í haginn fyrir auðræði á Íslandi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi Kaupþings-auðs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, samdi um ríkisstjórnina við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, en sá flokkur var fjármagnaður af Baugi sem notaði margar kennitölur til að fela fjárausturinn.

Í alræmdri Borgarnesræðu fyrir kosningar 2007 bar Ingibjörg Sólrún blak af þrem nafngreindum auðmönnum og fyrirtækjum þeirra: Baugur, Kaupþing og Jón Ólafssson.

Jón þessi Ólafsson er kenndur við Skífuna og átti um skeið Stöð 2 áður en Jón Ásgeir í Baugi lagði undir sig fjölmiðlamarkaðinn. Samkvæmt nýútkominni bók Jakobs Magnússonar var Jón Ólafsson nánast búinn að setja saman ríkissjórn árið 1999 með Framsóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum.

Áhrif auðmanna á íslensk stjórnmál leiðir til hörmunga fyrir land og þjóð. Íslenska auðmenn þarf að skattleggja til andskotans - þar eiga þeir heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það að Þorgerður Katrín Kúla vilji klára viðræður við ESB ætti að segja öllum hversu gerræðislegt það er í raun. Það var útrásar og kúlulánahyskið, sem þrýsti á þetta á sínum tíma og þaðan er þessi umsókn komin í upphafi. Svo leggjast bláfátækir útnáramenn á sveif með þeim í viðleitninni. Það er ofar mínum skilningi.

Hvernig væri að fólk liti lauslega yfir það einvalalið spillingarpésa sem harðast ganga fram um aðild. Það ætti að nægja til að gera hvern sem er fráhverfan hugmyndinni, en samt þrjóskast fólk við. Eina skýringin er að þetta er trúaatriði, cult. Fólk sem heldur virkilega að það fái allt fyrir ekkert án þess að breyta neinu í fyrri hegðun; að upptaka Evru færi efnahag landsins á level með þjóðverjum fyrir einhverja töfra. 

Annars er nægjanlegt að líta yfir þann hóp bloggara hér, sem harðast ganga frammi fyrir inngöngu á nokkurra raka. Helst með skítkasti og munnsöfnuði.  Það er sannarlega trúverðugur hópur eða hitt þó heldur.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2011 kl. 10:34

2 identicon

Það er rétt sem Páll nefnir, en virðist vera bannorð, að " Samfilkingin var með í Hrunadansinum". Það er eins og það sé útilokað fyrir "venjulegan borgara" að sjá spillinguna í stjórnmálum. Það eru engir flokkar undansskyldir, eða réttara sagt stjórnmálamenn.Það maka allir krókinn eftir bestu getu og svo hefur verið alla tíð í Íslenskum stjórnmálum, án undantekninga. Ég legg undir, að það á eftir að koma mikill skítur upp á yfirborðið, þegar núverandi ríkisstjórn fer frá!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 11:32

3 identicon

Það er líka allt í lagi, að geta þess í framhjáhlaupi - að Ingibjör Sólrún eyddi 135 milljónum úr ríkissjóði, okkar skattpeningum, BARA í ferðalög til USA, til að rembast við að komast inn í Öryggisráð SÞ. sællar minningar og það EFTIR hrun. Stjórnmálamenn bera enga virðingu fyrir neinu, nema afturendanum á sjálfum sér.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 12:19

4 identicon

Tvaer leidrettingar. 

Rikisstjorn DO og HA bjo i haginn fyrir audraedi. Borgarnesraedan var flutt 2003.

GB

glumur baldvinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 12:46

5 identicon

Það er búið að afskrifa milljarðatugi skuldakónganna. Síðan er lagður auðlegðarskattur á skuldlausa eign umfram 75 milljónir - sem jafngildir einbýlishúsi ekkju rafvirkjameistara. Ef sú hin sama á nokkra aura inni á bók fær hún viðbótarauðlegðarskatt. Jú, það er ljóst hverjir mega fara til andskotans.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 13:11

6 Smámynd: Elle_

Og nákvæmlega sama kúlulánalið og er víst að fara til andskotans heimtaði ríkisábyrgð á ICESAVE.  ICESAVE1 OG 2 OG 3.  Enda krafa evrópska spillingarsambandsins.   

Elle_, 20.11.2011 kl. 18:38

7 Smámynd: Elle_

En ég er ekki sammála að ALLIR stjórnmálamenn séu spilltir.  Samt alltof stór hópur.  Spurning hvort vel meinandi menn ruglist við að vera innan um hina.  Þeir eru þá ekki fastir fyrir.  

Elle_, 20.11.2011 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband