Mútuferðir blaðamanna á vegum ESB

Um miðjan september síðast liðinn fóru 15 íslenskir blaðamenn í kynningarferð til Belgíu og Frakklands á vegum Evrópusambandsins. Ferðin var skipulögð af hálfu Blaðamannafélags Íslands og félagi sem er fjármagnað af Evrópusambandinu og heitir European Journalism Centre.

Kynningarferðin var blaðamönnum og fjölmiðlum þeirra ókeypis. Ekki nóg með að Evrópusambandið greiddi flug, gistingu og mat heldur fékk hver og einn blaðamaður 270 evrur í skotsilfur, eða 43 þúsund íslenskar krónur.

Í hópnum voru blaðamenn frá Fréttablaðinu, DV, Stöð 2, Bylgjunni, RÚV og Viðskiptablaðinu. Enginn blaðamaður af Morgunblaðinu er á lista yfir þátttakendur.

Mútuferðir af þessu tagi eru hugsaðar af Evrópusambandinu til að kaupa sér velvild. Fjölmiðlar og blaðamann sem stunda viðskipti af þessu tagi þverbrjóta grunnreglur blaðamennskunnar um trúnað við almenning. 

Gagnvart RÚV er málið sérstaklega alvarlegt. RÚV er fjármagnað af almannafé og á ekki að selja trúnað sinn með því að þiggja mútuferðir fyrir starfsmenn sína. Þrír fullrúar RÚV á listanum yfir þá sem fóru í þessa ferð um miðjan septembermánuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeim hefur heldur betur tekist að kaupa sér velvild þessarra miðla.  Einnig var amk blaðamaður vefritsins Bleikt.is sem segir allt um hversu langt er seilst og lágt lagst til að kaupa sér velvild.   Eru það Barnalandsmenn sem eru næstir ásamt Fótbolti.net ..???   ... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er farið að minna óþægilega á sovétríkin gömlu.  Annars eru þetta bara hreinar og klárar mútur að bera fé og fríðindi á fjölmiðlamenn og ætti það að vera krafa að a.m.k. boðsgestum ríkisútvarpsins verði sagt upp störfum strax. Þetta hýtur að vera brot á öllum siðareglum, ef ekki lögbrot.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2011 kl. 15:54

3 identicon

Sæll.

Er þetta ekki bara enn einn naglinn í líkkistu Páls M. og Óðins J? Þeir geta ómögulega farið að lögum sem um stofnunina gildir varðandi hlutleysi.

Nýr menntamálaráðherra á að láta það verða eitt sitt fyrsta verk að sparka þeim báðum eða finna leið til þess ef hann getur ekki gert það sjálfur, lögbrjótar eiga ekki að fá að sitja áfram í sínum stöðum.

Helgi (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 16:44

4 identicon

Marga þekki ég sem fóru til Sovétríkjanna í boði flokksins. Ekki fóru færri til Bandaríkjanna í boði Nató. Hver borgar þér fyrir að skrifa Páll ? Á hvers vegum ert þú ?

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 17:35

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisvert innlegg frá Tryggva, því það er örlítill munur á Sovíetaðild og Natoaðild.

Landið gerðist aðili að Nato í mars´49 og ekki óeðlilegt að einhverjir fulltrúar landsins hafi þurft að mæta á félagsfundina þar. En ég kannast ekki við neina Sovíetaðild.

Þessar Sovét heimsóknir hljóta því að hafa verið prívat - er það ekki?

Kolbrún Hilmars, 19.11.2011 kl. 17:57

6 identicon

Gaman væri nú að sjá nöfn þeirra blaðamanna sem fóru. Ef einhver þeirra tekur Pál alvarlega(sem ekki er hægt að útiloka)mun væntanlega einhver þeirra svara. Gaman væri einnig að vita hvort Páll hefur ritað siðanefnd Blaðamannafélagsins erindi vegna þessa máls.

gangleri (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 19:46

7 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þessar mútferðir eru alvarlegt mál sérstaklega fyrir RUV.

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 19.11.2011 kl. 20:14

8 identicon

Það er alltaf gaman af farandleikhúsum, sérstaklega þessum sem tengjast fáránleikanum. Verst að Dario Fó var ekki boðið með.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 22:36

9 identicon

En gaman að enginn frá DBL fékk að fara, ekkert smá mútusamfélag þar....fuckin A - wake up and smell the coffee.......

Já DBL er Davið morgun blaðið......

Ég er sjálfstæðismaður en ekki í þessum flokki sem tengist hugsun VG og eldri peninga stefnu. Er ekki eiithvað að þegar þeir sem eru lengst til hægri og lengst til vinstri eru sammála......scary!!!!!  Eða er það bara hringurinn að lokast og þeir eru í endanum alveg eins - hræðsla og á viltri braut.

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 00:15

10 identicon

Það var stórskemmtileg umfjöllun um blaðakonu Bleikt.is sem var í mútuferðinni og að karlkyns kollegi hennar frá Tyrklandi kylliféll fyrir henni allsvakalega sem endaði með að hann var orðinn stórkostlegur eltihrellir í boði ESB, svo að sú íslenska lenti í allskonar hremmingum vegna þessa.  Kannski Tyrkjakallinn hafi misskilið eitthvað um að fá að kíkja í pakka..???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 00:50

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Upphaf Ganglera; gaman væri nú að sjá
  Helgi Jóns;Það er alltaf gaman af (að) farandleikhúsum.
  Þorsteinn Halldórsson; En gaman að engin frá DBL.
   
   Lítið er ungs manns gaman,en það gæti nú kárnað,það vissu gömlu mennirnir, Bjarni antmaður,Thorarinssen (gerði fyrri partinn) og sjálfur Bólu-Hjálmar þann seinni.  
                          
                                Margur heimsins girnist glis
                                og gálaust eftirlæti
                                hæg er leið til helvítis
                                hallar undan fæti.
                                                                                        
       

Helga Kristjánsdóttir, 20.11.2011 kl. 02:53

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

Þeir líta' ekki lengur við rútu,

þá langar að fljúga á mútu,

og einhverjir pota í pútu,

en Páll spilar saklaus á lútu.

.

þ.e.a.s. monsignor Magnússon.

.

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 04:00

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

Stóra-Mamma' í Brussel býður,

borgar tékka út í hönd.

Fyrir henni feginn skríður

fréttagepla siðlaus lýður––

þjónar undir önnur lönd.

.

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 04:27

14 identicon

http://moneymorning.com/ppc/Euro_110526.php?code=X304M526&gclid=CLaa8OTpxKwCFUtC4Qodhh5PrA

GB (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 08:50

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er það ekki fjölmiðla og blaðamanna sjálfra að meta hvort þeir fara og kynna sér ESB og hvernig gengur. Ekki er hægt að taka mark á nokkru sem styrkt samtök eins og Heimssýn segja hvort eð er. Það er svo blaðamanna að sjá til þess að þær fréttir sem þeir skrifa séu réttar. Og væntanlega ef þetta væri vafasamt þá væri búið að kæra þessa blaðamenn fyrir siðanefnd þeirra. Og þar sem að Páll titlar sig sig blaðamann og er væntanlega í félaginu þá ætti hann að kæra þessa 15 blaðamenn strax ef þeir hafa brotið siðareglur Blaðamannafélagsins.

Annars sé ég bara ekkert að því að ESB auðveldi mönnum að kynna sér sambandið. Enda hefur einhliðamálflutningur andstæðinga ESB fengið að eiga hér sviðið í allt of langan tíma. Og kostaður af LÍÚ - Bændasamtökunum og svo með styrkjum frá ríkinu vegna kynninga á ESB samningnum [eða var það hluti af styrk ESB til kynningar sem rennur til Heimssýnar og Evrópuvaktarinnar sem Styrmir og Björn Bjarna skrifa]

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2011 kl. 09:22

16 identicon

@ Magnús Helgi !

Það er ekkert að því og ekki nema sjálfssagt að blaðamenn kynni sér rækilega kosti og galla ESB aðildar og jafnvel heimsæki höfuðstöðvar þess í þeim tilgangi.

En þá eiga þeir að gera það á sínum sjálfsstæðu og faglegu forsendum og líka á kostnað þeirra fjölmiðla sem þeir starfa fyrir.

En ekki þyggja lúxus boðsferðir á SAGA CLASS búandi á 5 stjörnu lúxushótelum og allur matur, vín og drykkir í boði ESB og svo smá sporslur að auki í formi beinna peningagreiðslana laumað í vasa hvers og eins.

Þetta lyktar allt illa af mútustarssemi og að verið sé að hafa áhrif á skoðanir fjölmiðla og fréttamanna þeirra !

Síðan í ofan á lag er rækilega séð til þess að þessir blaðamenn fái ekkert færi á að kynna sér starfssemi ESB á óhlutlægan og sjálfsstæðan hátt.

Nei, nei dagskráin er öll skipulögð og framreidd af Áróðurs- og kynningarapparati ESB sem sér til þess að skipuleggja allt "Showið" alla fundina, hverja þá hitta og hverja þeir mega ekki hitta, öll kokteilboðin og matarboðin og hvaða silkihúfur Ráðsstjórnarinnar skála við þau og sitja með þeim til borðs.

Leiktjöld ESB Elítunnar verða að líta vel út á yfirborðinu.

Heim koma svo þessir fréttamenn svolítið þunnir til að byrja með eftir öll kokteilboðin og flestir líka bætt á sig nokkrum aukakílóum, en algerlega stútfullir af fróðleik og gríðarlegri þekkinu um ESB og þá miklu og merkilegu starfssemi sem þar er rekinn.

En þeir eru samt algerlega hlutlausir. Trúir fólk því virkilega.

Þetta er mjög óeðlileg mötun og ber öll merki þess að ESB apparatið sé að reyna að kaupa sér velvild fjölmiðla og fréttamanna þeirra.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 10:41

17 identicon

Siðleysi ESB - einangrunarsinna eins og Magnúsar Helga er regla en ekki undantekning.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 12:50

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir orð Gunnlaugs og Guðmundar hér. Það er verið að kaupa velvild fréttamanna hér, og þeir taka virkan þátt í því. Að þiggja jafnvel vasapeninga hjá Stóru-Mömmu í Brussel gengur út yfir allan þjófabálk og sýnir lægsta stig siðferðis. Þetta hlýtur að stríða gegn ethískum standard Blaðamannafélags Íslands, eða myndi þetta leyfast hér á landi, að fyrirtæki ausi þannig fé í fréttamenn, sem eigi síðan að veita hlustendum og lesendum hlutlægar og jafnvel hlutlausar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki?

Sjá það ekki allir, að þetta gengur ekki? Verður engin fyrirstaða neins staðar? Brýtur þetta ekki lög og reglur um Ríkisútvarpið? Gefa ekki upplýsingalög okkur rétt til að fá nöfn viðkomandi manna upplýst, svo að hægt sé að vara sig á þeim í umræðunni og helzt að fá þá setta til hliðar?

Á þetta mál verður að keyra, með lagalegu ferli og með skrifum og umræðum í fjölmiðlum, ekki bara hér. Ég mun t.d. taka þetta mál fyrir í erindi mínu í Útvarpi Sögu nk. þriðjudag, 22. nóv., kl. 12.40-13.00, og skora á aðra að gera líka sitt til að þetta fái ekki að liggja í þagnargildi.

Þetta bætist ofan á þá óhæfu, að Evrópusambandið eys hingað 270 milljónum króna í gegnum eitt fyrirtæki, náfrænda míns Valþórs Hlöðverssonar og annars fyrrverandi fréttamanns, Atla Rúnars Halldórssonar, og nefnist Athygli hf. Verði einnig það látið óátalið af Alþingi eða dómstólunum, myndast þar fordæmi, og má þá búast við, að margfaldlega bætist við slíkt áróðursfé hingað, enda stóð það reyndar til í "planinu", og þeim í Brussel er alveg ljóst, að meirihluti Íslendinga er að óbreyttu andvígur inngöngu = innlimun í evropska stórríkið. Með blekkingum og áróðri telur það sig hins vegar trúlega hafa í fullu tré við þessa litlu þjóð.

PS. Aumkunarvert er að sjá Magnús Helga Björgvinsson auglýsa hér sína lágu siðferðisstandarda og mæla með siðleysinu hjá gírugu vasapeningaliðinu, sem ætti svo sannarlega að vita, að æ sér gjöf til gjalda. Ég lýsi yfir samúð minni með fjöskyldu og vinahópi Magnúsar Helga.

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 16:10

19 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Maður veltir óneitanlega fyrir sér 128. grein almennra hegningarlaga:

Ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta …1) fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.

Ætli þeir RUV-menn hafi átt tilkall til þessara peninga í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ég get ekki séð það. (http://www.althingi.is/lagas/139b/1996070.html)

Björn Geir Leifsson, 20.11.2011 kl. 23:04

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggur ertu, Björn Geir. Við þurfum á mönnum eins og þér að halda.

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 23:12

21 Smámynd: Dexter Morgan

Er ekki bara síðuhöfundur spældur af því að hann fékk að að fara með, eða var ekki boðið.

Dexter Morgan, 21.11.2011 kl. 00:20

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Páll hefði aldrei þegið slíkt boð.

Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 00:35

23 Smámynd: Dexter Morgan

Uuuu, JÚ.

Dexter Morgan, 21.11.2011 kl. 10:25

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjánalegt, órökstutt svar, í þversögn við princípafstöðu Páls, sett fram af nafnleysingja.

Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 13:16

25 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Þú segir:

og einhverjir pota í pútu,

Við hvaða pútu áttu? Áttu við vesalings konuna sem varð fyrir kynferðislegri áreitni í þessari ferð? Er hún 'pútan' sem einhverjir pota í?

Þetta er afskaplega ljótt níð, ef ég er að lesa rétt úr þessu. Og það að þú hafðir fyrir því að setja þetta í bundið mál, þótt leirlegt sé, er hálfu verra.

En þetta virðist lýsandi fyrir viðhorf þitt til kvenna, 'pútnanna' sem potað er í! Ég vona bara að þú hafir kímt og glaðst með sjálfum þér yfir eigin 'snilld' þegar þú rakst þennan ömurlega og skítlega kveðling saman! Þá er að honum eitthvert gagn, þótt ekki sé nema að þar hafi skrattanum verið skemmt.

Óli Jón, 23.11.2011 kl. 17:13

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var eftir þér, Óli Jón, í kjánaskap þínum, einfeldni eða óbilgirni að búa þér til einhverja bókstafstrú á frjálsan kveðskap minn og síðan á grunni hennar að spinna saman einhverjar vammir og skammir, þar sem þú gazt bölsótazt að þinni vild og þínum gamla vana.

Jón Valur Jensson, 24.11.2011 kl. 06:57

27 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Áður en lengra er haldið í vandlætingarrausinu, hvernig væri að þú myndir byrja á því að lýsa því í hvaða 'pútu' einhverjir pota í þessum frjálsa kveðlingi þínum? Þegar það er komið á hreint, þá hefurðu máské efni á því að gala og garga. Hvað sér skapari þinn í þessum efnum þegar hann skyggnist um í kvörnum þínum?

Svaraðu nú eins og maður og láttu skætinginn vera - þetta er of alvarlegt til þess, reynist grunur minn réttur!

Óli Jón, 24.11.2011 kl. 09:28

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér voru gamanmál á ferð, ekki vísað til neinna meintra né ómeintra pútustaðreynda, Ólafur Jón Jónsson. Þú heftir ekki létt vísnamál með rangtúlkunarstagli eins og þessu.

Jón Valur Jensson, 24.11.2011 kl. 14:14

29 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Kynferðisleg áreitni gagnvart ungri konu er s.s. bara gott efni í gamanmál í þínum bókum? Að pota í pútu er þannig bara gott grín sem er þess vert að bundið sé í (lélegt) ljóðmál?

Er þetta s.s. þín yfirlýsing, svona bara til þess að gera hlutina alveg kristaltæra og skýra?

Óli Jón, 24.11.2011 kl. 18:41

30 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Á þessari stundu hefurðu ennþá tækifæri til þess að biðjast afsökunar og óska eftir því við ábyrgðarmann þessarar blogggreinar að hann eyði þessu vanhugsaða og ljóta innleggi þínu. Líklega munu einhverjir skilja að þú hafir hlaupið illilega á þig í hita leiksins, en þegar málin eru skoðuð eftir á þá sjáir þú hversu vanhugsað og illa ígrundað þetta tillegg þitt var.

Ég hvet þig til þess að grípa þetta tækifæri, þú verður bara maður að meiri fyrir vikið!

Óli Jón, 24.11.2011 kl. 18:47

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ætti hver sem er, sem les orð mín hér (nema ÓJ, sem eins og fyrri daginn vill mér illt), að sjá það --- og það vita allir sem þekkja mig --- að aldrei dytti mér það í hug að fara að bera það upp á konu sem ég hef aldrei séð og veit ekkert hver er, að hún sé portkona. ÓJ. ætti að vista sínar fantasíur í skrifborðsskúffunni fremur en hér. Maðurinn er ga-ga að láta svona, heyr á endemi. Hefur hann ekkert betra við tímann að gera? Ætli hann sé með hita með þessu?

Jón Valur Jensson, 24.11.2011 kl. 23:24

32 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Ég bar það ekki á þig að þú teldir þessa konu portkonu, ekkert slíkt kemur fram í mínu máli. Lestu innlegg mín aftur, þar blasir það við.

Hins vegar er ljóst að þú gantaðist með það þegar potað er í pútuna og líkirðu þessari konu því við pútu. Það er óumdeilt á sama hátt og það er óumdeilt nú að þú teljir það bara í góðu lagi. Einnig er óumdeilt að þetta er afar ógeðfellt og grátt grín sem þú ættir að vera búinn að biðjast afsökunar á!

Af hverju móastu við það?

Óli Jón, 25.11.2011 kl. 09:44

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Slappaðu af, kjáninn þinn!

Jón Valur Jensson, 25.11.2011 kl. 10:32

34 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Það sannast best á viðbrögðum þínum að enginn er blindari en sá sem ekki vill sjá og það verður þú að eiga við þína samvisku.

Óli Jón, 25.11.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband