Sunnudagur, 13. nóvember 2011
Krónuvinafélagið eignast formann
Bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson eru þeirrar skoðunar að króna verði gjaldmiðill okkar Íslendinga næstu tvö kjörtímabilin í það minnsta. Þau tvö keppa um formennsku í Sjálfstæðisflokknum og því má segja að krónuvinafélagið eigi þegar formann móðurflokks íslenskra stjórnmála.
Krónuvinafélagið telur að betur megi ef duga skal. Til að undirbyggja krónuna sem framtíðargjaldmiðil Íslands þarf að setja í lög takmörk á ríkissjóðshalla og spila með ,,verðbólgumarkmið plús"- stefnu Seðalbankans í efnahagspólitíkinni.
Það er ónýt efnahagsstefna en ekki ónýt króna sem orðið hefur Íslandi að fjörtjóni. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins verður að hafa þessa grundvallarafstöðu. Háborg ónýtrar efnahagsstefnu er Samtök atvinnulífsins.
Eigum að halda í krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Auðvitað eigum við að halda í krónuna. Vandi okkar kemur krónunni ekkert við.
HB þekkir greinilega ekki vel til aðstæðna í Grikklandi eða hvað leiddi til þeirra vandræða sem þeir eru í. Þar leikur evran veigamikið hlutverk, evran er stór hltuti af vanda Grikkja og leiddi m.a. til þess að þeir keyptu mun meira af ódýrum þýskum vörum en þeir höfðu efni á, það hefði aldrei gengið eins lengi og raun ber vitni hefðu þeir haft drögmuna sína. Sorglegt að HB skuli ekki vita/skilja þetta og veit þetta ekki á gott. Ef Grikkir hefðu drögmuna núna væru þeir byrjaðir að vinna sig út úr þeim vanda sem þeir eru í í dag, evran er eins og spennitreyja á þeim enda vextir rangir m.v. Grikkland og þeir geta ekki gjaldfellt gjaldmiðil sinn til að auka tekjur og samkeppnishæfni sína. Þetta á manneskja sem vill verða forystumaður stjórnmálaflokks að vita.
Þó HB vinni e.t.v. BB verður áfram leiðtogakreppa í S.flokknum þegar leiðtogarnir eru svona illa að sér, BB skilur ekki Icesave og HB skilur ekki hvernig gjaldmiðlar virka.
Helgi (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 13:13
Nákvæmlega!
Þetta er ástæðan fyrir því að engin með réttu ráði getur kosið krata.
Þeim er illa við raunveruleikan.
Þeir eru fljótastir að grípa til gerfilausna, hreinna lyga og fals. Því miður. Eins og gjaldmiðilsumræðan sýnir og 110% leiðin fyrir aumingja almenningin skulduga...
jonasgeir (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 13:48
Held að það sé alveg ljóst, að ef krónan verður áfram, að þá þurfi að afnema verðtrygginguna.
Dollar Leifs Eiríkssonar væri sennilega bezta lausnin, með aðstoð, vina í vestri.
Það er hárrétt hjá Hönnu Birnu, það verður að fara í þjóðarsátt um þann Forsendubrest, sem varð á verðtryggðum lánum við Hrunið.
Færa víxitöluna aftur til 1. jan 2008 með 3.25% þaki á víxitöluna til næstu áramóta. Lög nr. 7/1936 gr.36.
Verðbólgumarkmið Seðlabankans hafa í mörg ár verið 2.5%-4.0% þegar þessi lán voru tekin, og ef ekki má treysta Seðlabankanum, hverjum þá, fara bil beggja og sættast á 3.25% þak á víxitöluna.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 14:43
þú virkar svo einfaldur páll að það hálfa væri nóg. hvenær í samanlagðri íslandssögunni hefur einn einasti pólitíkus viljað... "setja í lög takmörk á ríkissjóðshalla..." ef þú heldur að einhver slíkur finnist í framtíðinni sem tekur undir þetta setningarbrot ertu töluvert úti að aka því miður.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 15:30
Umræðan um það hvort einn gjaldmiðill sé betri en annar fyrir óhæfa stjórnendur, er einhver grófasti útúrsnúningur heilbrigðrar skynsemi sem litið hefur dagsins ljós undanfarin misseri. Og þá er mikið sagt.
Ef þú ert með starfsmann sem á að grafa skurð, en er latur og sinnir því illa eða grefur alltaf skakkt þannig að lítið sem ekkert gagn er af.
Er það þá skóflan sem er vandamálið?
Stóra vandamálið við krónuna er að það var prentað of mikið af henni og um leið var kerfið misnotað til að falsa aðra gjaldmiðla líka. Svo dæmi sé tekið þá tvöfaldaðist peningamagn árið 2007, langt umfram sköpun raunverðmæta. Vegna verðtryggingar (og þá einnig gengistryggingar) á lánum heimilanna komu áhrifin af þessari óðaverðbólgu ekki fram af fullum þunga fyrr en ári seinna, og þá var orðið allt of seint að gera neitt í því.
Þessar ákvarðanir voru teknar af mönnum. Ekki málmskífum og pappírsmiðum.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2011 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.