Krónan, fullveldið og Sjálfstæðisflokkur

Engar líkur eru á nýju markverðu stjórnmálaafli á næstunni. Öllu skiptir hvaða málefni og hvernig forysta leiða starfandi stjórnmálaflokka. Og af þeim skiptir Sjálfstæðisflokkurinn mestu máli þar sem hann er réttnefndur móðurflokkur íslenskra stjórnmála.

Framboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formennsku í Sjálfstæðisflokknum veit á umræður um pólitískar áherslur og framtíðarsýn sem annars hefðu ekki farið fram.

Og það verður að segjast eins og er að Hanna Birna byrjar umræðuna með krafti og virðist hafa alla burði til að ná pólitísku frumkvæði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft síðan ónefndur ritstjóri hvarf úr brúnni.


mbl.is Vill hætta við ESB og halda í krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki móðurflokkur og hefur aldrei verið. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur voru stofnaðir á undan þessum ágæta flokki. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn hvorki í ríkisstjórn né í meirihluta í borgarstjórn reykjavíkur. Það er mikilvægt að þetta verði svo.Harðskeytta Hanna með litlu skattana breyta engu um það.

gangleri (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 07:10

2 identicon

Nei, hver vill nýtt stjórnmálaafl. Þá fáum við hreyfingu sem dæsir yfir öllum deilumálunum á þingi og óskar eftir þverpólitískri samvinnu. Sjóvá er gott dæmi um þverpólitísku samvinnuna á þinginu. Hún er bara ekki í þágu þjóðarinnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 08:14

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Það má þekkja þá sem drekka á þeim félögum sem þeir þekkja" . ...

Minni á að Hanna Birna var um daginn í skemmtiferð með Þór Sigfússyni fyrrverandi forstjóra Sjóvá - sem horfði aðgerðalaus á þegar Sjóvá ásamt bótasjóðnum var rænt. ... Kostaði það ekki ríkissjóð nettó 8 milljarða að bæta fyrir þau afglöp? ... ekki dónalegur félagsskapur.

Atli Hermannsson., 4.11.2011 kl. 08:49

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já. .. Davíð Oddson.   The good old days.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 09:22

5 identicon

8 milljarðir? Var það ekki 60 milljarðar!!! Hitt er annað mál að ef krónan er felld svona 200% þá "reddast þetta" og þjóðin getur haldið áfram í sínu efnahagsrugli til frambúðar, sem margir Sjálfstæðismenn dreymir um. Ég er á móti núverandi ríkisstjórn. Þetta eru einfaldlega lýðskrumarar og miklir skaðvaldar, en ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 09:31

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það fóru 16 milljarðar í Sjóvá svo var Sjóvá selt og þá fékk ríkið eitthvað af þessum pening til baka.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 09:34

7 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég vil benda viðstöddum á að lesa grein Margrétar Kristmannsdóttur, í Fréttablaðinu í dag. Hún er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Hún hefur hreint ekki sömu sýn á krónuna og framtíð hennar og Hanna Birna sem hljómar óttalega kjánalega við hliðina á Margréti.

Þá má eining benda Sjálfstæðismönnum á grein Þórlindar Kjartanssonar á Deiglunni sem segir íslensku krónuna dýrasta fimmaura brandara í heimi.

http://deiglan.com/index.php?itemid=13505

Atli Hermannsson., 4.11.2011 kl. 09:45

8 Smámynd: Sólbjörg

Atli, var Hanna Birna í skemmtiferð með manni sem hafði ekkert aðhafst í málefnum Sjóvá?, já Þór Sigfússon er líklega maður sem meirihluti sjálfstæðismanna mun ekki krossa við í næstu kosningum held ég - í þessu samhengi, ég sat líka í strætó við hliðina á Jón Ásgeiri og hvað hefur það með mig að gera??

Sólbjörg, 4.11.2011 kl. 10:07

9 identicon

Fórstu til Flórída með vagninum Sólbjörg?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 10:15

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er mín skoðun, að Sjálfstæðisflokkinn í núverandi mynd á að leggja niður, ásamt gegnsýrðum og eldgömlum stórslysa-syndaselum. Eða í það minnsta gera bæði flokkana, og þá sem hafa komið nálægt spilltum vinnubrögðum innan þeirra, óvirka í stjórnunarstörfum.

Hanna Birna er greinilega búin að læra kosningaloforða-rulluna utanbókar.

Hanna Birna er eflaust ágætis manneskja, en hún hefur komið of mikið nálægt spilltum og svikulum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins, til að hún teljist hæf í stjórnmálastarf og landsstjórn. Það er andvana fædd von, að þeir sem voru í stjórnmálum fyrir hrun, geti gert eitthvað óspillt og heiðarlega í landsstjórninni eftir hrun.

Rándýri golfvöllurinn var eitt af því sem var á forgangslista Hönnu Birnu, þegar hún var borgarstjóri. Og það var eftir hrun! Einhvernvegin rímar það ekki við að hjálpa illa stöddum heimilum. Þetta er bara önnur útfærsla á Skjaldborgar-svika-loforðinu hennar Jóhönnu Sigurðardóttur og hans Steingríms J. Sigfússonar. Allt er þetta fólk búið að þvælast meir og minna í svikapólitík í marga áratugi!!!

Við þurfum utanþingsstjórn, en ekki gamla hruna-spuna-"meistara" og þeirra fyrrverandi aðstoðar og stuðningsmenn/konur! Þeir fengu sín tækifæri í nokkra áratugi, og kolféllu á inntökuprófinu í áframhaldandi þáttþöku í pólitík, við hrunið. Það er hægt að skrá sig á áskorunar-undirskriftarlista til forsetans, að rjúfa þing og skipa utanþingsstjórn.

utanthingsstjorn.is.

Ætlar landslýðurinn bara að gleyma hruninu og svikaloforðunum á árum áður, og láta sem hrunið hafi aldrei átt sér stað? Hvers konar meðvitundarleysi er það?

Hvað sagði Styrmir Gunnarsson? Sagði hann ekki að stjórnmála-spillingin væri og hefði alla tíð verið ógeðsleg? Hvað segir Styrmir núna? Vill hann viðhalda ógeðslegri spillingu, eða berjast gegn henni, og flokka/fólks-klíku-vinnubrögðunum? Nú reynir á að hann standi við sín orð, og hafni spillingunni.

Nei takk, við spilltum stjórnmálaflokkum og fólki! Það fylgir lýðræðinu mikil ábyrgð, og þá ábyrgð verður lýðurinn að taka á sig, ef vel á að fara fyrir þessari þjóð! Hugsum sjálfstætt, hver og einn, og látum ekki blekkja okkur meir með svikaloforðum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2011 kl. 10:27

11 identicon

ANNA SIGRÍÐUR

Vel mælt!

Kv

Rósa (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 13:59

12 identicon

Mikilvægast af öllu og hreinlega lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina er að losna við núverandi stjórnarlið sem hefur hefur afhjupast sem spilltustu kvikindi sem sögur fara af og vinna beinlínis gegn þjóðinni með erlendum þjóðum sem ágirnast auðlindir landsins.Þettað lið telur það þjóna hagsmunum sínum og Evrópusambandsins að þrenga eins mikið og hægt er að Íslenskum almenningi og reyna síðan að telja honum trú um að allt lagist með því að ganga í Evrópusambandið.Vaxtahækkanir seðlabankans nú nýlega gætu verið enn einn liðurinn í þeim aðgerðum.X(D+F)

Örn Ægir (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 18:18

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB eru ekki að seilast eftir auðlindum annar þjóða. Finnar eiga ennþá sín skóglegndi og danir og bretar eiga sínar olíuauðlindir.

Svo er Seðlabanki Íslands sjálfstæður frá ríkisstjórninni.

Fáfræðin skýn í gegn hjá þér...  

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 19:52

14 Smámynd: Elle_

Maður verður að vera grænn til að skilja ekki að evrópska veldið vill akkúrat auðlindir og svæði þjóðarinnar.

Elle_, 5.11.2011 kl. 00:27

15 Smámynd: Elle_

Í fyrsta sinn er ég sammála V. Jóhannesson sem gerir vanalega of lítið úr landsmönnum.  Eins og þeir séu eitt samansafn hálfvita.  Og eins og hann kannski teljist ekki með???  

En jú, upphæðin var hærri en 8 milljarðar, var svipað há og lán frænda okkar og vina, Færeyinga.  Og það var NEYÐARLÁN sem Steingrímur einn eyddi í Sjóvá. 

Verður hann ekki fljótlega dreginn fyrir landsdóm eða sakadóm vegna bæði ICESAVE og skuldamála??

Elle_, 5.11.2011 kl. 00:38

16 Smámynd: Elle_

Í guðanna bænum, Atli, hlífðu okkur við að benda okkur á skrif Evrópusambands-fíkilsins og ICESAVE-SINNANS Margrétar Kristmannsd. og hvað henni finnst um peningamál. 

Elle_, 5.11.2011 kl. 00:45

17 identicon

Auðvitað höfum við ekkert að gera í ESB, vissulega hefur krónan, hjálpað útflutningsgreinunum eftir Hrun, en krónan hefur sömuleiðis lagt stóran hluta heimila í rúst, og valdið fjölmörgum heimilum, og fyrirtækjum, miklum hörmungum, og skaða sem eru fordæmalaus í Íslandsögunni.Þessvegna þurfum við annan stöðugan gjaldmiðil sem fyrrst, og sama havað hann heitir.

Þessi ummæli sýna að konan virðist ekkert vit hafa á efnahagsmálum, samanber ummæli hennar fyrir síðustu Borgarstjórnarkostningar, að staða Orkuveitunnar væri ekki svo slæm, Orkuveitan var tæknilega gjaldþerota, og það er bara á færi afreksmanna að gera þessa gullgæs gjalþrota.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband