Seðlabankinn, atvinnulífið og stjórnmálin

Atvinnulífið keyrði Ísland í hrun og fékk ýmist stuðning eða hlutlausa meðvirkni frá öllum stjórnmálaflokkum nema kannski Vinstri grænum. Efnahagsráðgjöf frá Samtökum atvinnulífsins er álíka trúverðug og þegar virkur alki ræðir bindindismál.

Seðlabanki Íslands getur lagt grunn að stöðugri peningastefnu með grimmd gagnvart verðbólgu. Einn og sér getur Seðlabankinn ekki skapað stöðugra efnahagskerfi. Það stendur upp á stjórnmálaflokka að smíða fjárlög og efnahagsstefnu sem kallast á við peningastefnu Seðlabankans.

Hrunið kenndi þá lexíu að ráðdeildin þarf að byrja heima.


mbl.is „Hvernig datt ykkur þetta í hug?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stírivextir Englandsbanka eru í dag 1% verðbólga þar í landi er rúm 5%.

En stírvextir Seðlabanka Islands eru 4.75% og verðbólga rúm 5%

Þetta er náttúrlega fullkomlega galið,og það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á þessu hjá Seðlabankanum,á Íslandi varð efnahagshrun, en ekki í Englandi.

Og nú tala þessir herramenn um að hefja vaxtamunaviðskipti, en það voru einmitt vaxtamunaviðskipti, sem áttu stórna þátt í Hruninu, og enn þá eru gjaldeyrishöft sem orsökuðust af þessum vaxtamunaviðskiptum.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 13:17

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Hárrétt hjá þér Páll og þér Jón. Þegar vextir plús verðbætur plús gengislækkun fer yfir ákveðið mark,líklegast 7 -  10 geta hvorki heimili né fyrirtæki staðið undir lánum og í skilum. Við það fara skuldugir lántakendur á höfuðið og jafnvel  bankarnir í kjölfarið. Ef prósentan fer í 15 - 20 hrynur allt. Hvað Þarf að hamra oft á þessu til að elítan skilji þetta ?

Sigurður Ingólfsson, 4.11.2011 kl. 17:04

3 identicon

Sæll.

Hvernig keyrði atvinnulífið Ísland í hrun? Var það ekki ríkið sem bjargaði þremur eða fleiri illa reknum fjármálastofnunum sem áttu að fara á hausinn í friði? Var það ekki ríkisstofnun sem falsaði gengi krónunnar á árunum fyrir hrun með stýrivöxtum sínum? Var það ekki ríkisstofnun sem afnám bindiskylduna? Hefur þetta engin áhrif? Er ríkið ekki enn að falsa gengi krónunnar með gjaldeyrishöftunum? Er ríkið ekki þar með að hafa neikvæð áhrif á afkomu útflutningsgreinanna? Er það ekki ríkið sem býr til umhverfið sem atvinnulífið hrærist í?

Ég sá einhvers staðar nýlega að VG hefði setið hjá þegar atkvæði voru greidd um neyðarlögin á sínum tíma, það var þeirra framlag til björgunar landsins. Gott að halda því til haga ef rétt er.

Það stendur upp á stjórnmálaflokka að draga verulega úr umsvifum ríkisvaldsins og segja upp hundruðum opinberra starfsmanna enda hið opinbera (bæði ríki og sveitarfélög) alltof stór. Skýr krafa um þetta þarf að koma frá almenningi. Lægri skattar og opinber gjöld þýða að fyrirtæki geta frekar ráðið fólk í vinnu og þá getur fólk frekar greitt sínar skuldir og keypt mat ofan í sig.

Helgi (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 17:12

4 identicon

Helgi (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband