Vinstri grænir reisa víggirðingar gegn ESB-aðild

Landsfundur Vinstri grænna hafnar framsali yfirráða yfir landhelginni til Evrópusambandsins og krefst þess jafnframt að Íslandi haldi samningsumboði sínu um fiskveiðar úr deilistofnun en að það fari ekki til Brussel. Ein og sér útiloka þessi tvö skilyrði aðildarsamning Íslands og Evrópusambandsins.

Í Lissabonsáttmálanum, sem er stjórnarskrá ESB, segir skýrt og afdráttarlaust að fiskveiðilandhelgi aðilarríkja er alfarið undir stjórn Evrópusambandsins. 

Landsfundurinn hafnaði einnig aðlögun Íslands að reglum sambandsins á meðan viðræður standa yfir. Jafnframt er vakin athygli á miðstýringarheigð og lýðræðishalla sambandsins. Flokksfélög og þingmenn eru hvattir til varðstöðu um þá grundvallarstefnu flokksins að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Vinstri grænir eru annar helmingur ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðherra getur ekki látið eins og landsfundarsamþykkt Vinstri grænna breyti engu um ESB-umsóknina.

Nema Össur Skarphéðinsson sé aðeins utanríkisráðherra fyrir félagsmenn Samfylkingarinnar.


mbl.is Ályktun um utanríkismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband