Varnir Íslands í höndum Össurar

Ísland þarf ekki á vörnum að halda, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í viðtali við RÚV,  en bætir strax við að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi tryggja varnir Íslands. Rökleysa össurar er í takt við aðra tækifærismennsku sem einkennir stjórnmálaferli utanríkisráðherra.

Össur viðurkenndi fyrir rannsóknanefnd alþingis að hafa ekki hundsvit á efnahagsmálum.

Mótsagnir í málflutningi Össurar um varnarmál Íslands sýna að hann hefur álíka vit á utanríkismálum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Burtséð frá Össuri þá er gömlum útúrreyktum hippum skítsama um sænska hergagnaframleiðendur. Þeir vilja bara éta frítt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 13:45

2 identicon

Það væri synd að segja að Össur hætti að koma manni á óvart hvað vitsmuni varðar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 13:57

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Össur kallar bara á hjálparsveitir Krataskáta á Gaza

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.10.2011 kl. 14:04

4 identicon

Þetta er fjármálasnillingurinn sem ESB - einangrunarsinnarnir fylgja eftir í blindni hvað efnahagsmál og yfirburða þekkingu á evrunni varðar.:

".... Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera. Og leit á símann minn í fötunum áður en ég fór í gufuna og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér, það væri einhver krísa og ég yrði að hringja í Ingibjörgu Sólrúnu þannig að ég klæddi mig og hringi í hana. Þá sagði hún mér það að ég ætti að fara niður í Glitni, og það væri krísa þar og hún sagði mér hvað væri um að ræða, Glitnir væri að fara niður. Hún sagði mér af tillögunni sem lægi fyrir, ég man ekki betur, 75 prósentunum, og ég sagði við hana.:

"Bíddu, á ég að fara þarna? Ég meina, [ég hef] hvorki áhuga né vit á þessu,"...!!!!!!

Og ógleymanlegar eru setningar eins og.:

"Akkúrat ekkert vit á bankamálum",.. "hvorki áhuga né vit á þessu".... og "ég var þarna náttúrlega eins og fiskur sem stokkið hefur upp á grasbala" ....

Eru dæmi um tilsvör aðalsamningamanns Íslands við Brusselbáknið, við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis.

 .

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 14:16

5 identicon

Til skammar að senda þennann mannsterk meðal siðaðra manna !...það er ekki að undra að hlegið se að öllu liðinu ...en þvi miður eflaust álitið að allir seu sömu afglaparnir á þessu landi ...eins og Forsætisráðherra og hennar Ráðherralið .Ekki lái eg neinum   !

Ransý (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 19:32

6 identicon

Sæll.

Það er athyglisvert að heyra þessar játningar Össurar, sérstaklega þegar haft er í huga að hann seldi stofnfjárbréf korteri fyrir hrun. Fyrst hann veit ekkert um efnahagsmál eða fjármál, að eigin sögn, er greinilegt að annað hvort var hann heppinn að selja á þessum tíma eða einhver sagði honum að gera það. Þessi einhver hefur þá sennilega búið yfir innherjaupplýsingum. Ég hef enga trú á að Össur sé svo heppinn að hann selji einmitt á réttum tíma.

Mér finnst fullkomlega eðlilegt að rannsaka í þaula sölu Árna Þórs og Össurar á þessum stofnfjárbréfum. Það var alveg rétt að hengja Baldur G. en þar á ekki að stoppa, réttlætið á að vera blint. Ef þeir hafa gerst sekir um saknæma hluti, líkt og Baldur G fékk dóm fyrir, verðum við að spyrja okkur hvort við viljum hafa slíka menn í framvarðasveit okkar?

Ég er viss um að sendiherrar erlendra ríkja hér senda skýrslur heim til sín um hvað gerist hér og erlendar ríkisstjórnir átta sig þá væntanlega mætavel á því að vafi leikur á heiðarleika þessara manna.

Helgi (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband